Framkvæmdarstjóri HSÍ: Vonandi skilar dómstóllinn niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. mars 2019 19:30 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að Fjölnir hafi kært framkvæmd undanúrslitaleiksins í Coca-Cola bikar karla. Dómstóll HSÍ muni nú kveða upp hver næstu skref verða. Valur fékk vítakast undir lok leiksins og einum leikmanni Fjölnis var vísað af velli með rautt spjald. Dómararnir skoðuðu atvikið með aðstoð myndbandsupptöku og komust að þessari niðurstöðu. Síðar kom í ljós að ákvörðunin var röng og fór því Arnar Máni Ingvarsson, leikmaður Fjölnis, ekki í bann. Fjölnir var einu skrefi frá úrslitaleknum og þeir voru ósáttir með ákvörðunina sem endaði með því að þeir kærðu framkvæmd leiksins. „Þeir gerðu það um helgina sem kom inn á laugardaginn. Henni var vísað frá vegna formgalla en þeir skiluðu endurbættri útgáfu á sunnudaginn og sú kæra er í meðferð hjá dómstólum HSÍ,“ sagði Róbert en hvert er framhaldið? „Dómstóllinn óskar eftir greinargerðum frá málsaðilum. Málsaðilum hafa frest þangað til á morgun til að skila því inn og í kjölfarið tekur hann málið til meðferðar. Vonandi skilar hann niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi,“ en gæti sú staða komið upp að skila þurfi úrslitaleikinn aftur? „Nú get ég ekki bara svarað því. Málið er í meðferð hjá dómstólunum og hann tekur málið fyrir og dæmir. Það er þeirra að meta hvað er til í þessu og hvernig málinu lýkur.“ Það kom upp atvik í vetur þar sem dómstóllinn dæmdi að síðustu fimm sekúndur í leik Þróttar og Víkings yrðu leiknar aftur. Að endingu var dæmt að leikurinn allur yrði spilað aftur. „Vissulega kom það atvik upp að það þurfti að spila leik aftur en hvort að það sé fordæmi er ekki mitt að svara. Dómstóllinn verður að leggja mat á það.“ Innslagið má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kærir framkvæmd leiksins Ekki eru öll kurl komin til grafar. 9. mars 2019 14:39 Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49 Kári: Alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta Kári Garðarsson sagði tilfinninguna súrsæta í leikslok. 8. mars 2019 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 25-28 | Valsmenn í úrslit eftir dramatík Dómararnir voru í aðalhlutverki þegar Valur komst í bikarúrslit. 8. mars 2019 20:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að Fjölnir hafi kært framkvæmd undanúrslitaleiksins í Coca-Cola bikar karla. Dómstóll HSÍ muni nú kveða upp hver næstu skref verða. Valur fékk vítakast undir lok leiksins og einum leikmanni Fjölnis var vísað af velli með rautt spjald. Dómararnir skoðuðu atvikið með aðstoð myndbandsupptöku og komust að þessari niðurstöðu. Síðar kom í ljós að ákvörðunin var röng og fór því Arnar Máni Ingvarsson, leikmaður Fjölnis, ekki í bann. Fjölnir var einu skrefi frá úrslitaleknum og þeir voru ósáttir með ákvörðunina sem endaði með því að þeir kærðu framkvæmd leiksins. „Þeir gerðu það um helgina sem kom inn á laugardaginn. Henni var vísað frá vegna formgalla en þeir skiluðu endurbættri útgáfu á sunnudaginn og sú kæra er í meðferð hjá dómstólum HSÍ,“ sagði Róbert en hvert er framhaldið? „Dómstóllinn óskar eftir greinargerðum frá málsaðilum. Málsaðilum hafa frest þangað til á morgun til að skila því inn og í kjölfarið tekur hann málið til meðferðar. Vonandi skilar hann niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi,“ en gæti sú staða komið upp að skila þurfi úrslitaleikinn aftur? „Nú get ég ekki bara svarað því. Málið er í meðferð hjá dómstólunum og hann tekur málið fyrir og dæmir. Það er þeirra að meta hvað er til í þessu og hvernig málinu lýkur.“ Það kom upp atvik í vetur þar sem dómstóllinn dæmdi að síðustu fimm sekúndur í leik Þróttar og Víkings yrðu leiknar aftur. Að endingu var dæmt að leikurinn allur yrði spilað aftur. „Vissulega kom það atvik upp að það þurfti að spila leik aftur en hvort að það sé fordæmi er ekki mitt að svara. Dómstóllinn verður að leggja mat á það.“ Innslagið má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kærir framkvæmd leiksins Ekki eru öll kurl komin til grafar. 9. mars 2019 14:39 Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49 Kári: Alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta Kári Garðarsson sagði tilfinninguna súrsæta í leikslok. 8. mars 2019 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 25-28 | Valsmenn í úrslit eftir dramatík Dómararnir voru í aðalhlutverki þegar Valur komst í bikarúrslit. 8. mars 2019 20:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49
Kári: Alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta Kári Garðarsson sagði tilfinninguna súrsæta í leikslok. 8. mars 2019 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 25-28 | Valsmenn í úrslit eftir dramatík Dómararnir voru í aðalhlutverki þegar Valur komst í bikarúrslit. 8. mars 2019 20:45