Neyðarsöfnun vegna þurrka í Namibíu Heimsljós kynnir 13. desember 2019 14:45 Ljósmynd frá Namibíu. Gunnisal Talið er að tæplega 290 þúsund íbúar Namibíu þurfi á mataraðstoð að halda vegna gífurlegra þurrka. Söfnun er hafin á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðinni. „Íslendingar eru um 350 þúsund talsins. Ef hvert mannsbarn leggur til 300 krónur getum við á svip stundu safnað um 100 milljónum króna sem myndu renna beint til þurfandi í Namibíu. Þannig myndum við bjarga mörgum mannslífum hjá þessari vinaþjóð okkar. Öll getum við séð af þeirri upphæð og jafnvel meiru til,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar á vef Rauða krossins á Íslandi. Þar segir að miklir þurrkar, sem rekja megi til loftlagsbreytinga, ógni fæðuöryggi allt að 11 milljón íbúa í sunnanverðri Afríku. „Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) hefur sent frá sér neyðarbeiðni til alþjóðasamfélagsins auk landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um að bregðast við og aðstoða við fjármögnun á mataraðstoð og landbúnaðaraðstoð á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti. Rauða kross hreyfingin undirbýr nú aðgerðir í Namibíu, Mósambík, Sambíu og fleiri löndum í sunnanverðri Afríku,“ segir í fréttinni. Í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi er blásið til söfnunar meðal Íslendinga til að safna fé fyrir neyðaraðstoð í Namibíu. Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en Rauði krossinn einbeitir sér að um 15 þúsund manns sem mest þurfa á aðstoð að halda. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina um 900 kr. með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900. Eins er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649, nota Kass eða Aur númerið 123 570 4000. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent
Talið er að tæplega 290 þúsund íbúar Namibíu þurfi á mataraðstoð að halda vegna gífurlegra þurrka. Söfnun er hafin á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðinni. „Íslendingar eru um 350 þúsund talsins. Ef hvert mannsbarn leggur til 300 krónur getum við á svip stundu safnað um 100 milljónum króna sem myndu renna beint til þurfandi í Namibíu. Þannig myndum við bjarga mörgum mannslífum hjá þessari vinaþjóð okkar. Öll getum við séð af þeirri upphæð og jafnvel meiru til,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar á vef Rauða krossins á Íslandi. Þar segir að miklir þurrkar, sem rekja megi til loftlagsbreytinga, ógni fæðuöryggi allt að 11 milljón íbúa í sunnanverðri Afríku. „Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) hefur sent frá sér neyðarbeiðni til alþjóðasamfélagsins auk landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um að bregðast við og aðstoða við fjármögnun á mataraðstoð og landbúnaðaraðstoð á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti. Rauða kross hreyfingin undirbýr nú aðgerðir í Namibíu, Mósambík, Sambíu og fleiri löndum í sunnanverðri Afríku,“ segir í fréttinni. Í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi er blásið til söfnunar meðal Íslendinga til að safna fé fyrir neyðaraðstoð í Namibíu. Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en Rauði krossinn einbeitir sér að um 15 þúsund manns sem mest þurfa á aðstoð að halda. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina um 900 kr. með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900. Eins er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649, nota Kass eða Aur númerið 123 570 4000. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent