Lífið

Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrefna Sætran með merkilegan jólaeftirétt.
Hrefna Sætran með merkilegan jólaeftirétt.

Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og kenndi Hrefna henni að búa til ómótstæðilega brownie með Creme Brulee kremi.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni og þar fyrir neðan má sjá uppskriftina.

Brownie með Creme Brulee kremi að hætti Hrefnu Sætran

Hráefni:

  • 300 g súkkulaði
  • 225 G smjör
  • 150 G púðursykur
  • 150 G sykur
  • 4 egg
  • 200 G hveiti
  • 100 G frosin hindber

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði.
  2. Setjið í hrærivél og hrærið sykurinn saman við.
  3. Bætið eggjunum út í einu í einu og svo loks hveitinu.
  4. Hrærið svo hindberjunum saman við með sleikju.
  5. Setjið í eldfast mót með smjörpappír og bakið við 175 gráður í 25 mín

Creme Brulee

Hráefni:

  • 1 líter rjómi
  • 6 eggjarauður
  • 170 G sykur
  • 2 msk rifin engiferrót
  • 1 tsk vanillu duft

    Aðferð:
  1. Blandið öllu saman í skál, hellið yfir súkkulaðikökuna og bakið í vatnsbaði við 160 gráður í 40 mín
  2. Kælið yfir nótt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.