Handbolti

Öruggt hjá Fram sem er komið í undanúrslit bikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steinunn var frábær í kvöld.
Steinunn var frábær í kvöld. vísir/bára
Fram er örugglega komið í undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna eftir að hafa rúllað yfir Selfoss í kvöld, 34-22.

Fram byrjaði af miklum krafti og lenti Selfoss í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Íslandsmeistaranna. Staðan í hálfleik var 17-5.

Selfyssingar náðu að finna fleiri opnanir á varnarleik Fram í síðari hálfleik en sigur Fram aldrei í hættu. Lokatölur tólf marka sigur Framara, 34-22.

Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir gerðu átta mörk hvor en Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst hjá heimaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×