Byrjendamistök að tilkynna það snemma að ég væri að hætta Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 08:30 Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum. fréttablaðið Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira