Tónlist

Föstudagsplaylisti Indriða

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hér má sjá Indriða í skinninu.
Hér má sjá Indriða í skinninu. Aðsend mynd
Indriði Arnar Ingólfsson sem hóf tónlistarferil sinn í jarðkjarnasveitinni Muck gerir nú allt frá afslöppuðu indí-glamri til tryllingslegrar teknótónlistar, allt undir sínu eigin nafni. Meira er þó um hið fyrrnefnda og hefur hann einhvern tímann verið kallaður „hinn íslenski Kurt Vile“ í því samhengi, nokkuð réttilega.

Í maí á síðasta ári kom út önnur sólóplata hans í fullri lengd, ding ding, hjá plötuútgáfunni figureight. Árið áður kom sú fyrsta, makril, út.

Indriði er myndlistarmenntaður og sinnir myndlistinni samhliða tónlistarsköpun sinni.

Á árinu eru væntanlegar bæði útgáfur og tónleikaferðalög hjá Idda en von er á tilkynningu frá honum eftir helgi þess varðandi. 

Indriði segir lagalistann fjölbreyttan og að hann sé „fyrir öll tilefni, samgöngur, fermingar, sánu eða eftirpartý!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.