Liverpool með ellefu stiga forskot eftir sigur á botnliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2019 14:15 Salah kemur Liverpool í 1-0. vísir/getty Liverpool er komið með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á botnliði Watford, 2-0, í fyrsta leik dagsins. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool. Þetta var fyrsti leikur Watford undir stjórn Nigels Pearson sem er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á tímabilinu. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á 38. mínútu eftir sendingu frá Sadio Mané. Skömmu áður hafði Abdoulaye Doucouré klúðrað dauðafæri fyrir Watford. Mané kom boltanum í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir inngrip myndbandsdómara. Dómurinn var mjög hæpinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Was VAR right to rule out Mané’s goal? pic.twitter.com/7EgvafVw6v— talkSPORT (@talkSPORT) December 14, 2019 Þetta kom þó ekki að sök fyrir Liverpool því Salah gulltryggði sigur liðsins þegar hann skoraði annað mark sitt á lokamínútunni. Liverpool hefur unnið 16 af fyrstu 17 deildarleikjum sínum á tímabilinu. Watford hefur aftur á móti aðeins unnið einn leik og er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Liverpool er komið með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á botnliði Watford, 2-0, í fyrsta leik dagsins. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool. Þetta var fyrsti leikur Watford undir stjórn Nigels Pearson sem er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á tímabilinu. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á 38. mínútu eftir sendingu frá Sadio Mané. Skömmu áður hafði Abdoulaye Doucouré klúðrað dauðafæri fyrir Watford. Mané kom boltanum í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir inngrip myndbandsdómara. Dómurinn var mjög hæpinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Was VAR right to rule out Mané’s goal? pic.twitter.com/7EgvafVw6v— talkSPORT (@talkSPORT) December 14, 2019 Þetta kom þó ekki að sök fyrir Liverpool því Salah gulltryggði sigur liðsins þegar hann skoraði annað mark sitt á lokamínútunni. Liverpool hefur unnið 16 af fyrstu 17 deildarleikjum sínum á tímabilinu. Watford hefur aftur á móti aðeins unnið einn leik og er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti