„Þetta var dásamleg refsing“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2019 11:30 Malín Brand var gestur í Íslandi í dag í gærkvöldi. Malín Brand er nafn sem flestir þekkja líklega vel, hvort sem það er fyrir störf í fjölmiðlum á árum áður eða fyrir fjárkúgun sem hún framdi með systur sinni Hlín Einarsdóttur vorið 2015. Nú er komið á fjórða ár frá þeim atburðum, Malín hefur tekið út sína refsingu og segist vera á góðum stað. Hún býr ásamt syni sínum, unnusta og syni hans í Hafnarfirði og vinnur við það sem hún kallar bílaendurvinnslu í bænum. Rætt var við Malín í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Lífið er ljómandi gott, það er það. Ég hef alltaf reynt að sjá lífið sem eitthvað ljómandi gott en trúðu mér það hefur ekki alltaf verið neitt sérstaklega þægilegt á köflum,“ segir Malín. Líklega er óhætt að segja að brot systranna hafi verið umtalaðasta mál ársins 2015, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt var sú umræða oft á tíðum ekki ýkja jákvæð. „Ef ég gat brosað einu sinni á dag, þá gat ég alltaf sagt að ég væri hamingjusöm. Ég glataði því aldrei. Maður þarf stundum ekki annað en að líta í spegil og springa úr hlátri.“ Þó Malín hafi lítið sem ekkert sést í sjónvarpi undanfarin ár hefur hún rætt málið og veikindi sín í nokkrum blaðaviðtölum, m.a. við Stundina og DV. Hún segir skrýtin einkenni fyrst hafa farið að gera vart við sig við 2013 þegar hún starfaði á Morgunblaðinu. „Allt í einu var vinstri handleggurinn bara farinn að hristast og kollegar mínir spurðu mig hvað væri eiginlega í gangi. Ég fór til lækna og það var enginn sem kveikti á perunni að þetta gæti verið Parkinson. Ég er líka svo ung til að fá Parkinson svo það var ekki fyrsta ágiskun.“ Undanfarin misseri hefur Malín verið virk í starfi íslensku Parkinsonsamtakanna. Hún segist vilja beita sér fyrir auknum rannsóknum, þar sem dánartíðni vegna Parkinson sé hlutfallslega nokkuð há hér á landi. Hún reynir þó að láta veikindin ekki hafa áhrif á daglegt líf. „Þetta er náttúrulega ólæknandi sjúkdómur en maður getur til dæmis með hreyfingu og með góðu matarræði haldið einkennunum nokkuð niðri, skilst mér. Ég er alltaf að læra meira og meira og viðurkenni að ég er ekkert rosalega mikið að hreyfa mig og mætti gera meira af því.“ Árið 2017 staðfesti Hæstiréttur dóm yfir Malín, fyrir að hafa í samverknaði við systur sína kúgað fé út úr Helga Jean Claessen og með hótunum reynt að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Hefði átt að drulla mér í burtu „Ég hef sagt, og það var nú gert grín að því í Áramótaskaupinu að ég hafi verið blinduð því þetta var fjölskyldan mín, en meðvirkni er fyrirbæri sem er til og ég bara hugsaði ekki skýrt. Ég var þarna með systur minni og var ekki að hugsa um einhvern ávinning fjárhagslega. Þetta er bara svo fjarri mér, svo innilega fjarri mér. Ég var með henni og það eru mín mistök. Ég tek mjög heimskulegar ákvarðanir að drulla mér ekki í burtu þegar ég hefði getað það.“ Í dag er samband þeirra systra ekki neitt. „Ég talaði síðast við hana 29. maí 2015 og ég held að það sé best að hafa þetta þannig. Ég held að það sé ekkert gott fyrir okkur að hafa samskipti. Auðvitað þykir mér vænt um hana og allt það. Við eigum ekki foreldra og erum bara tvær systurnar. Ég óska bara henni alls hins besta en ætla ekki að vera í samskiptum við hana.“Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórMalín hefur gengið í gegnum ýmislegt og hefur m.a. sagt frá erfiðum æskuárum þar sem hún var alin upp í söfnuði Votta Jehóva. „Ég held að þegar maður er búin að fara í gegnum heilaþvottastöðina og hefur komist nokkuð heill út úr því, þá er maður betur í stakk búinn til þess að takast á við aðra erfileika. Ég held að þessi forsaga hafi haft sitt að segja.“ Malín var dæmd í tólf mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í brotinu, þó 9 mánuðir dómsins væru skilorðsbundnir. Hún þurfti þó ekki að afplána það sem eftir stóð í fangaklefa – heldur landaði refsingin henni vinnu við að sjá um heilt tímarit. „Ég hef stundum orðað það svo að þetta var dásamleg refsing. Ég fékk þarna dóm sem ég er búin að taka út. Ég fékk að afplána þennan þriggja mánaða dóm með samfélagsþjónustu sem er frábært. Ég vissi ekkert hvert ég myndi fara eða neitt þannig en ABC barnahjálp var sá staður sem ég átti að fara á. Það var bara eins og að vinna í einhverju lottói. Það voru allir svo frábærir og ég fékk bara verkefni við hæfi. Þegar þessum tíma var lokið buðu þau mér vinnu.“Hversu oft er hægt að hengja eina manneskju? Eins og gjarnan er þá var refsing samfélagsins, ef svo má segja, þó umtalsvert þyngri, enda málið á allra vörum, þær systur fengu gott pláss í áramótaskaupinu, hlutu uppnefnið Mahlín og kommentakerfi fréttavefja loguðu. „Það var ógeðslegt. Þetta var algjör hryllingur og eins og versta martröð í raunveruleikanum. Ég er góð að sjá húmorinn í hlutunum en þetta var bara svo ofboðslega dapurlegt. Malín orðar það svo að hún hafi lent í hakkavél samfélagsins. „Það var svo mikil heift. Ég sagði nú ekki margt en það bara eins og allir sprelligosar samfélagsins tækju hvert einasta orð og reyndu að gera eitthvað fyndið úr því. Í staðinn fyrir að hugsa að þarna er manneskja og það sem hún er að segja, það er eitthvað á bakvið það. Maður er hengdur og svo er maður hengdur aftur, hversu oft er hægt að hengja eina manneskju þegar hún er næstum því dauð?“ Í dag er lífið hins vegar betra og Malín segist þrátt fyrir allt blómstra í leik og starfi ásamt unnustanum. Í gegnum fyrirtæki sitt Bílabúið vinna þau að því að stórauka endurvinnslu plasts úr bílum og segir hún markmiðið hreinlega að breyta heiminum hvað þetta varðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Malín Brand er nafn sem flestir þekkja líklega vel, hvort sem það er fyrir störf í fjölmiðlum á árum áður eða fyrir fjárkúgun sem hún framdi með systur sinni Hlín Einarsdóttur vorið 2015. Nú er komið á fjórða ár frá þeim atburðum, Malín hefur tekið út sína refsingu og segist vera á góðum stað. Hún býr ásamt syni sínum, unnusta og syni hans í Hafnarfirði og vinnur við það sem hún kallar bílaendurvinnslu í bænum. Rætt var við Malín í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Lífið er ljómandi gott, það er það. Ég hef alltaf reynt að sjá lífið sem eitthvað ljómandi gott en trúðu mér það hefur ekki alltaf verið neitt sérstaklega þægilegt á köflum,“ segir Malín. Líklega er óhætt að segja að brot systranna hafi verið umtalaðasta mál ársins 2015, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt var sú umræða oft á tíðum ekki ýkja jákvæð. „Ef ég gat brosað einu sinni á dag, þá gat ég alltaf sagt að ég væri hamingjusöm. Ég glataði því aldrei. Maður þarf stundum ekki annað en að líta í spegil og springa úr hlátri.“ Þó Malín hafi lítið sem ekkert sést í sjónvarpi undanfarin ár hefur hún rætt málið og veikindi sín í nokkrum blaðaviðtölum, m.a. við Stundina og DV. Hún segir skrýtin einkenni fyrst hafa farið að gera vart við sig við 2013 þegar hún starfaði á Morgunblaðinu. „Allt í einu var vinstri handleggurinn bara farinn að hristast og kollegar mínir spurðu mig hvað væri eiginlega í gangi. Ég fór til lækna og það var enginn sem kveikti á perunni að þetta gæti verið Parkinson. Ég er líka svo ung til að fá Parkinson svo það var ekki fyrsta ágiskun.“ Undanfarin misseri hefur Malín verið virk í starfi íslensku Parkinsonsamtakanna. Hún segist vilja beita sér fyrir auknum rannsóknum, þar sem dánartíðni vegna Parkinson sé hlutfallslega nokkuð há hér á landi. Hún reynir þó að láta veikindin ekki hafa áhrif á daglegt líf. „Þetta er náttúrulega ólæknandi sjúkdómur en maður getur til dæmis með hreyfingu og með góðu matarræði haldið einkennunum nokkuð niðri, skilst mér. Ég er alltaf að læra meira og meira og viðurkenni að ég er ekkert rosalega mikið að hreyfa mig og mætti gera meira af því.“ Árið 2017 staðfesti Hæstiréttur dóm yfir Malín, fyrir að hafa í samverknaði við systur sína kúgað fé út úr Helga Jean Claessen og með hótunum reynt að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Hefði átt að drulla mér í burtu „Ég hef sagt, og það var nú gert grín að því í Áramótaskaupinu að ég hafi verið blinduð því þetta var fjölskyldan mín, en meðvirkni er fyrirbæri sem er til og ég bara hugsaði ekki skýrt. Ég var þarna með systur minni og var ekki að hugsa um einhvern ávinning fjárhagslega. Þetta er bara svo fjarri mér, svo innilega fjarri mér. Ég var með henni og það eru mín mistök. Ég tek mjög heimskulegar ákvarðanir að drulla mér ekki í burtu þegar ég hefði getað það.“ Í dag er samband þeirra systra ekki neitt. „Ég talaði síðast við hana 29. maí 2015 og ég held að það sé best að hafa þetta þannig. Ég held að það sé ekkert gott fyrir okkur að hafa samskipti. Auðvitað þykir mér vænt um hana og allt það. Við eigum ekki foreldra og erum bara tvær systurnar. Ég óska bara henni alls hins besta en ætla ekki að vera í samskiptum við hana.“Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórMalín hefur gengið í gegnum ýmislegt og hefur m.a. sagt frá erfiðum æskuárum þar sem hún var alin upp í söfnuði Votta Jehóva. „Ég held að þegar maður er búin að fara í gegnum heilaþvottastöðina og hefur komist nokkuð heill út úr því, þá er maður betur í stakk búinn til þess að takast á við aðra erfileika. Ég held að þessi forsaga hafi haft sitt að segja.“ Malín var dæmd í tólf mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í brotinu, þó 9 mánuðir dómsins væru skilorðsbundnir. Hún þurfti þó ekki að afplána það sem eftir stóð í fangaklefa – heldur landaði refsingin henni vinnu við að sjá um heilt tímarit. „Ég hef stundum orðað það svo að þetta var dásamleg refsing. Ég fékk þarna dóm sem ég er búin að taka út. Ég fékk að afplána þennan þriggja mánaða dóm með samfélagsþjónustu sem er frábært. Ég vissi ekkert hvert ég myndi fara eða neitt þannig en ABC barnahjálp var sá staður sem ég átti að fara á. Það var bara eins og að vinna í einhverju lottói. Það voru allir svo frábærir og ég fékk bara verkefni við hæfi. Þegar þessum tíma var lokið buðu þau mér vinnu.“Hversu oft er hægt að hengja eina manneskju? Eins og gjarnan er þá var refsing samfélagsins, ef svo má segja, þó umtalsvert þyngri, enda málið á allra vörum, þær systur fengu gott pláss í áramótaskaupinu, hlutu uppnefnið Mahlín og kommentakerfi fréttavefja loguðu. „Það var ógeðslegt. Þetta var algjör hryllingur og eins og versta martröð í raunveruleikanum. Ég er góð að sjá húmorinn í hlutunum en þetta var bara svo ofboðslega dapurlegt. Malín orðar það svo að hún hafi lent í hakkavél samfélagsins. „Það var svo mikil heift. Ég sagði nú ekki margt en það bara eins og allir sprelligosar samfélagsins tækju hvert einasta orð og reyndu að gera eitthvað fyndið úr því. Í staðinn fyrir að hugsa að þarna er manneskja og það sem hún er að segja, það er eitthvað á bakvið það. Maður er hengdur og svo er maður hengdur aftur, hversu oft er hægt að hengja eina manneskju þegar hún er næstum því dauð?“ Í dag er lífið hins vegar betra og Malín segist þrátt fyrir allt blómstra í leik og starfi ásamt unnustanum. Í gegnum fyrirtæki sitt Bílabúið vinna þau að því að stórauka endurvinnslu plasts úr bílum og segir hún markmiðið hreinlega að breyta heiminum hvað þetta varðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira