Dóttir Bruce Lee segir Tarantino hæðast að föður sínum í Once Upon a Time in Hollywood Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 16:27 Mike Moh sem Bruce Lee. IMDB Shannon Lee, dóttir bardagalistagoðsagnarinnar Bruce Lee, hefur gagnrýnt leikstjórann Quentin Tarantino harðlega vegna þess hvernig faðir hennar er sýndur í myndinni Once Upon a Time in Hollywood.Þessi grein inniheldur upplýsingar sem gætu spillt fyrir áhorfi. Er lesendum því ráðlagt að láta staðar numið hér ef þeir vilja ekkert vita áður en þeir sjá myndina.Shannon segir í samtali við The Wrap að henni blöskri það að faðir hennar sé túlkaður sem hrokagjarn fáviti í myndinni. Leikarinn Mike Moh leikur Bruce Lee í myndinni en hann sést þar á móti persónunni Cliff Booth, sem Brad Pitt leikur, á tökustað þáttanna um The Green Hornet. Segir hún föður sinn hafa verið sýndan sem mann þjakaðan af minnimáttarkennd sem fær mikla útreið eftir að hafa ögrað persónu Brad Pitt. Hún segir það vera fjarri sannleikanum, faðir hennar þurfti að leggja þrefalt harðar af sér en aðrir til að ná langt í kvikmyndabransanum. Henni þótti því afar óþægilegt að hlusta á hlátursköllin í kvikmyndasalnum á kostnað föður hennar. Hún telur að Tarantino hafi haft mikið um það að segja hvernig faðir hennar var sýndur í þessari mynd og hann hafi stýrt leikaranum í þá átt. „Ég hef áhuga á að auka vitneskju um það hvernig Bruce Lee var í raun og veru og hvernig hann lifði lífi sínu. Öll sú vinna er nánast til einskis vegna þessarar túlkunar þar sem faðir minn er sýndur sem hrokafullur boxpúði. Ég skil að þeir vildu sýna persónu Brad Pitt sem hörkutól sem gat barið Bruce Lee. En það þurfti ekki að vanvirða hann á þennan hátt líkt og hvíta Hollywood gerði á meðan hann lifði.“ Shannon hafði áður ratað í fjölmiðla þegar hún gagnrýndi Tarantino fyrir að hafa ekki samband við sig og spyrjast fyrir um föður hennar. Myndin er í sýningum í Bandaríkjunum en verður ekki sýnd á Íslandi fyrr en 14. ágúst. Myndin gerist á gullöld Hollywod á sjöundaáratug síðustu aldar og segir frá úr sér gengnum sjónvarpsleikara, leikinn af Leonardo DiCaprio, sem má muna fífil sinn fegurri og þráir að vera tekinn alvarlega. Hann og áhættuleikarinn hans, leikinn af Brad Pitt, flækjast á einhvern hátt í félagsskap Charles Manson og fylgismanna hans sem báru ábyrgð á dauða Sharon Tate, leikin af Margot Robbie í myndinni, sem var leikkona og eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Áttu þau von á barni saman þegar Tate var myrt. Í myndinni flytja Polanski og Tate í næsta hús við leikarann Rick Dalton, sem DiCaprio leikur, og hann tilkynnir áhættuleikaranum í kjölfarið að hann sé aðeins einu sundlaugarpartíi frá því að fá næsta stóra tækifæri. Árið 1969 var Polanski einn af heitustu leikstjórum Hollywood eftir að hrollvekja hans, Rosemary´s Baby, hafði slegið í gegn. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Shannon Lee, dóttir bardagalistagoðsagnarinnar Bruce Lee, hefur gagnrýnt leikstjórann Quentin Tarantino harðlega vegna þess hvernig faðir hennar er sýndur í myndinni Once Upon a Time in Hollywood.Þessi grein inniheldur upplýsingar sem gætu spillt fyrir áhorfi. Er lesendum því ráðlagt að láta staðar numið hér ef þeir vilja ekkert vita áður en þeir sjá myndina.Shannon segir í samtali við The Wrap að henni blöskri það að faðir hennar sé túlkaður sem hrokagjarn fáviti í myndinni. Leikarinn Mike Moh leikur Bruce Lee í myndinni en hann sést þar á móti persónunni Cliff Booth, sem Brad Pitt leikur, á tökustað þáttanna um The Green Hornet. Segir hún föður sinn hafa verið sýndan sem mann þjakaðan af minnimáttarkennd sem fær mikla útreið eftir að hafa ögrað persónu Brad Pitt. Hún segir það vera fjarri sannleikanum, faðir hennar þurfti að leggja þrefalt harðar af sér en aðrir til að ná langt í kvikmyndabransanum. Henni þótti því afar óþægilegt að hlusta á hlátursköllin í kvikmyndasalnum á kostnað föður hennar. Hún telur að Tarantino hafi haft mikið um það að segja hvernig faðir hennar var sýndur í þessari mynd og hann hafi stýrt leikaranum í þá átt. „Ég hef áhuga á að auka vitneskju um það hvernig Bruce Lee var í raun og veru og hvernig hann lifði lífi sínu. Öll sú vinna er nánast til einskis vegna þessarar túlkunar þar sem faðir minn er sýndur sem hrokafullur boxpúði. Ég skil að þeir vildu sýna persónu Brad Pitt sem hörkutól sem gat barið Bruce Lee. En það þurfti ekki að vanvirða hann á þennan hátt líkt og hvíta Hollywood gerði á meðan hann lifði.“ Shannon hafði áður ratað í fjölmiðla þegar hún gagnrýndi Tarantino fyrir að hafa ekki samband við sig og spyrjast fyrir um föður hennar. Myndin er í sýningum í Bandaríkjunum en verður ekki sýnd á Íslandi fyrr en 14. ágúst. Myndin gerist á gullöld Hollywod á sjöundaáratug síðustu aldar og segir frá úr sér gengnum sjónvarpsleikara, leikinn af Leonardo DiCaprio, sem má muna fífil sinn fegurri og þráir að vera tekinn alvarlega. Hann og áhættuleikarinn hans, leikinn af Brad Pitt, flækjast á einhvern hátt í félagsskap Charles Manson og fylgismanna hans sem báru ábyrgð á dauða Sharon Tate, leikin af Margot Robbie í myndinni, sem var leikkona og eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Áttu þau von á barni saman þegar Tate var myrt. Í myndinni flytja Polanski og Tate í næsta hús við leikarann Rick Dalton, sem DiCaprio leikur, og hann tilkynnir áhættuleikaranum í kjölfarið að hann sé aðeins einu sundlaugarpartíi frá því að fá næsta stóra tækifæri. Árið 1969 var Polanski einn af heitustu leikstjórum Hollywood eftir að hrollvekja hans, Rosemary´s Baby, hafði slegið í gegn.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira