Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júlí 2019 20:00 Siggi Sól skemmtikraftur og verktaki er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Þessa dagana er hann í endurhæfingu eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í í lok síðasta árs. Hann segir endurhæfinguna hafa gengið mjög vel og er hann byrjaður að vinna eins og heilsa leyfir, bæði sem verktaki og við veislustjórn. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 1. Nafn? Sigurður Sólmundarson. 2. Gælunafn eða hliðarsjálf? Mörg. Til dæmis Buddan, Costco gaurinn, gamli og typpi frændi svo eitthvað sé nefnt. 3. Aldur í árum? 42 ára.4. Aldur í anda? 16 ára. 5. Menntun? Sæmilegt grunnskólapróf frá Foldaskóla, 100 einingar í FSU og nokkur stig í knattspyrnuþjálfun. Sem sagt nánast engin menntun. 6. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Seigur er hann sá stutti. 7. Guilty pleasure kvikmynd? Clueless.8. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Alicia Silverstone, Salma Hayek og Lucy í Dallas.9. Syngur þú í sturtu? Alltaf. 10. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?Já vandræðalega oft. 11. Uppáhalds appið þitt? Google maps. Ef ekki væri fyrir það myndi ég ekki rata útúr götunni minni. 12. Ertu á Tinder? Já. 13. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Kærulaus, klæminn, krútt.14. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Kærulaus, klæminn, krútt.15. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Gleði og gæska. 16. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki og húmorsleysi. 17. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sennilega hagamús. Lítil og seig og mikið á ferðinni. En ég þoli samt ekki mýs og önnur nagdýr. 18. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?Ég myndi velja Winston Churchill, Robert Downey jr. og Vigdísi Finnbogadóttur. Yrði gáfulegt spjall með dass af góðum djammsögum.19. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, en ef ég myndi svara því hér þá væri þetta ekki lengur leyndur hæfileiki. 20. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér þykir alltaf skemmtilegast að vera með börnunum mínum sem eru besta og skemmtilegasta fólk sem ég þekki. Glens og grín í góðra vina hóp kemur þar á eftir. 21. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fúga flísar og keyra bíl. Bæði hlutir sem ég geri oft en hef leiðir til að gera þetta bærilegt. Ef maður gerir aldrei neitt leiðinlegt þá veit maður ekki hvað manni finnst skemmtilegt.22. Ertu A eða B týpa? Klárlega A týpa. 23. Hvernig viltu hafa eggin þín? Klárlega ekki öll í sömu körfunni. 24. Hvernig viltu kaffið þitt? Rótsterkt með mjólk, þá sjaldan ég drekk kaffi. 25. Á hvaða skemmtistaði ferðu þegar þú ferð út að skemmta þér? Ég fer bara þangað sem er vínveitingaleyfi. 26. Ef einhver kallar þig sjomli? Ég er friðelskandi maður en ég get ekki borið ábyrgð á gjörðum mínum ef einhverjum dytti í hug að kalla mig þessu ónefni. Segir maðurinn sem er kallaður Buddan og Typpi frændi.27. Drauma stefnumótið? Í VIP lounge á Anfield í Liverpool með sálufélaga mínum sem elskar Liverpool jafn mikið og ég. Þetta er draumastefnumótið en raunhæft væri sennilega á KFC á Selfossi.28. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já oft og verð alltaf jafn miður mín þegar ég kemst að því. Nýjasta dæmið er lagið með Bubba og Katrínu Halldóru. Ég syng alltaf hvernig eins og fífl, en auðvitað á það að vera hverning eins og Bubbi syngur það.29. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Maniac. 30. Hvað er ást? Ást er að vera með manneskju að gera hluti sem allajafna eru leiðinlegir og hugsa, ég myndi hvergi annarsstaðar vilja vera. Stoltur frændi heldur á bróðursystur sinni Hólmfríði Rósu. En Hólfríður litla er dóttir skemmtikraftsins Sóla Hólm og fjölmiðlakonunnar Viktoríu Hermannsdóttur.Siggi segir mjög spennandi tíma framundan en þegar Makamál ætluðu að fá að forvitnast hvað það væri, svaraði hann hlæjandi: Ég vil alls ekki uppljóstra því hér og nú, svona ef ske kynni að einhver myndi lesa þetta!Brattur og jákvæður eftir bílsslys sem hann lenti í í desember 2018. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel að hans sögn og er Siggi byrjaður að vinna og skemmta landanum eins og hans er von og vísa.Siggi veit fátt skemmtilegra en að eyða tíma með börnunum sínum.Makamál þakka Sigga kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Einhleypan Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45 Emojional: Gummi Emil Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst. 29. júlí 2019 21:00 Spurning vikunnar: Hvor aðilinn bar upp bónorðið? Í spurningu síðustu Makamála var verið að leitast eftir áliti fólks á því hvor aðilinn í gagnkynhneigðum samböndum ætti að bera upp bónorðið. Í gegnum tíðina hefur sú hefð myndast að karlmaðurinn sé aðilinn sem biðji konu sinnar en með breyttum tímum og auknu jafnrétti kynjanna hefur viðhorf fólk breyst. En hvernig ætli þetta sé í raun og veru? 26. júlí 2019 09:45 Viltu gifast Beta? Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir eða Beta eins og hún er oftast kölluð er dóttir tónlistarfólksins og hjónanna Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnars. Í dag gaf Beta út sitt fyrsta sóló lag, Do it on my own, og er það nú aðgengilegt á Spotify. 25. júlí 2019 19:45 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Þessa dagana er hann í endurhæfingu eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í í lok síðasta árs. Hann segir endurhæfinguna hafa gengið mjög vel og er hann byrjaður að vinna eins og heilsa leyfir, bæði sem verktaki og við veislustjórn. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 1. Nafn? Sigurður Sólmundarson. 2. Gælunafn eða hliðarsjálf? Mörg. Til dæmis Buddan, Costco gaurinn, gamli og typpi frændi svo eitthvað sé nefnt. 3. Aldur í árum? 42 ára.4. Aldur í anda? 16 ára. 5. Menntun? Sæmilegt grunnskólapróf frá Foldaskóla, 100 einingar í FSU og nokkur stig í knattspyrnuþjálfun. Sem sagt nánast engin menntun. 6. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Seigur er hann sá stutti. 7. Guilty pleasure kvikmynd? Clueless.8. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Alicia Silverstone, Salma Hayek og Lucy í Dallas.9. Syngur þú í sturtu? Alltaf. 10. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?Já vandræðalega oft. 11. Uppáhalds appið þitt? Google maps. Ef ekki væri fyrir það myndi ég ekki rata útúr götunni minni. 12. Ertu á Tinder? Já. 13. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Kærulaus, klæminn, krútt.14. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Kærulaus, klæminn, krútt.15. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Gleði og gæska. 16. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki og húmorsleysi. 17. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sennilega hagamús. Lítil og seig og mikið á ferðinni. En ég þoli samt ekki mýs og önnur nagdýr. 18. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?Ég myndi velja Winston Churchill, Robert Downey jr. og Vigdísi Finnbogadóttur. Yrði gáfulegt spjall með dass af góðum djammsögum.19. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, en ef ég myndi svara því hér þá væri þetta ekki lengur leyndur hæfileiki. 20. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér þykir alltaf skemmtilegast að vera með börnunum mínum sem eru besta og skemmtilegasta fólk sem ég þekki. Glens og grín í góðra vina hóp kemur þar á eftir. 21. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fúga flísar og keyra bíl. Bæði hlutir sem ég geri oft en hef leiðir til að gera þetta bærilegt. Ef maður gerir aldrei neitt leiðinlegt þá veit maður ekki hvað manni finnst skemmtilegt.22. Ertu A eða B týpa? Klárlega A týpa. 23. Hvernig viltu hafa eggin þín? Klárlega ekki öll í sömu körfunni. 24. Hvernig viltu kaffið þitt? Rótsterkt með mjólk, þá sjaldan ég drekk kaffi. 25. Á hvaða skemmtistaði ferðu þegar þú ferð út að skemmta þér? Ég fer bara þangað sem er vínveitingaleyfi. 26. Ef einhver kallar þig sjomli? Ég er friðelskandi maður en ég get ekki borið ábyrgð á gjörðum mínum ef einhverjum dytti í hug að kalla mig þessu ónefni. Segir maðurinn sem er kallaður Buddan og Typpi frændi.27. Drauma stefnumótið? Í VIP lounge á Anfield í Liverpool með sálufélaga mínum sem elskar Liverpool jafn mikið og ég. Þetta er draumastefnumótið en raunhæft væri sennilega á KFC á Selfossi.28. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já oft og verð alltaf jafn miður mín þegar ég kemst að því. Nýjasta dæmið er lagið með Bubba og Katrínu Halldóru. Ég syng alltaf hvernig eins og fífl, en auðvitað á það að vera hverning eins og Bubbi syngur það.29. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Maniac. 30. Hvað er ást? Ást er að vera með manneskju að gera hluti sem allajafna eru leiðinlegir og hugsa, ég myndi hvergi annarsstaðar vilja vera. Stoltur frændi heldur á bróðursystur sinni Hólmfríði Rósu. En Hólfríður litla er dóttir skemmtikraftsins Sóla Hólm og fjölmiðlakonunnar Viktoríu Hermannsdóttur.Siggi segir mjög spennandi tíma framundan en þegar Makamál ætluðu að fá að forvitnast hvað það væri, svaraði hann hlæjandi: Ég vil alls ekki uppljóstra því hér og nú, svona ef ske kynni að einhver myndi lesa þetta!Brattur og jákvæður eftir bílsslys sem hann lenti í í desember 2018. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel að hans sögn og er Siggi byrjaður að vinna og skemmta landanum eins og hans er von og vísa.Siggi veit fátt skemmtilegra en að eyða tíma með börnunum sínum.Makamál þakka Sigga kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér.
Einhleypan Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45 Emojional: Gummi Emil Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst. 29. júlí 2019 21:00 Spurning vikunnar: Hvor aðilinn bar upp bónorðið? Í spurningu síðustu Makamála var verið að leitast eftir áliti fólks á því hvor aðilinn í gagnkynhneigðum samböndum ætti að bera upp bónorðið. Í gegnum tíðina hefur sú hefð myndast að karlmaðurinn sé aðilinn sem biðji konu sinnar en með breyttum tímum og auknu jafnrétti kynjanna hefur viðhorf fólk breyst. En hvernig ætli þetta sé í raun og veru? 26. júlí 2019 09:45 Viltu gifast Beta? Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir eða Beta eins og hún er oftast kölluð er dóttir tónlistarfólksins og hjónanna Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnars. Í dag gaf Beta út sitt fyrsta sóló lag, Do it on my own, og er það nú aðgengilegt á Spotify. 25. júlí 2019 19:45 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45
Emojional: Gummi Emil Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst. 29. júlí 2019 21:00
Spurning vikunnar: Hvor aðilinn bar upp bónorðið? Í spurningu síðustu Makamála var verið að leitast eftir áliti fólks á því hvor aðilinn í gagnkynhneigðum samböndum ætti að bera upp bónorðið. Í gegnum tíðina hefur sú hefð myndast að karlmaðurinn sé aðilinn sem biðji konu sinnar en með breyttum tímum og auknu jafnrétti kynjanna hefur viðhorf fólk breyst. En hvernig ætli þetta sé í raun og veru? 26. júlí 2019 09:45
Viltu gifast Beta? Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir eða Beta eins og hún er oftast kölluð er dóttir tónlistarfólksins og hjónanna Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnars. Í dag gaf Beta út sitt fyrsta sóló lag, Do it on my own, og er það nú aðgengilegt á Spotify. 25. júlí 2019 19:45