Viðskipti innlent

Þor­steinn Már segir af sér sem stjórnar­for­maður Fram­herja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék sem forstjóri Samherja í síðustu viku, hefur nú sagt af sér sem stjórnarformaður Framherja í Færeyjum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék sem forstjóri Samherja í síðustu viku, hefur nú sagt af sér sem stjórnarformaður Framherja í Færeyjum. Vísur/sigurjón
Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. Þá mun hann einnig fara úr stjórn fyrirtækisins.

Frá þessu er greint á færeyska miðlinum in.fo en Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja. Útgerðarfélagið er eitt það stærsta í Færeyjum.

Vísir greindi frá því um helgina að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már myndi segja af sér sem stjórnarformaður Framherja á  meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir.

Nú hefur sú ákvörðun verið tekin og kemur Árni Absalonsen inn í stjórn Samherja fyrir Þorstein Má. Þá tekur Elisbeth D. Eldevig Olsen við sem stjórnarformaður.

Síðastliðinn fimmtudag steig Þorsteinn Már tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja.

Það gerði hann í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar um viðskiptahætti fyrirtækisins í Namibíu í Afríku þar sem greint var frá mútugreiðslum Samherja til namibískra embættismanna og gruns um skattaundanskot og peningaþvætti fyrirtækisins.

Björgólfur Jóhannsson tók við starfi forstjóra Samherja.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×