Nauðsynlegt skref til að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 06:00 Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að skipta fyrirtækinu í þrennt. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segir það nauðsynlegt skref í einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. „Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Fyrir helgi samþykkti stjórn Isavia að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd. „Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“ Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót. Sveinn segir að burt séð frá eignarhaldinu þá sé skiptingin mjög skynsamleg. „Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma.“ Aðspurður hvort Isavia þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt sé að hleypa fjárfestum að borðinu telur Sveinn ekki svo vera. „Þetta snýst þá bara um pólitískan vilja,“ segir Sveinn. „Isavia á auðveldan aðgang að fjármagni, aðkoma einkaaðila snýst ekki um að fá pening inn í reksturinn heldur að fá þekkingu inn í reksturinn. Að fá fjárfesta sem þekkja rekstur flugvalla.“ Sveinn segir að ríkið gæti vissulega losað um fjármagn, en til þess væri vænlegra að einkavæða bankana. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira
Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að skipta fyrirtækinu í þrennt. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segir það nauðsynlegt skref í einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. „Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Fyrir helgi samþykkti stjórn Isavia að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd. „Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“ Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót. Sveinn segir að burt séð frá eignarhaldinu þá sé skiptingin mjög skynsamleg. „Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma.“ Aðspurður hvort Isavia þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt sé að hleypa fjárfestum að borðinu telur Sveinn ekki svo vera. „Þetta snýst þá bara um pólitískan vilja,“ segir Sveinn. „Isavia á auðveldan aðgang að fjármagni, aðkoma einkaaðila snýst ekki um að fá pening inn í reksturinn heldur að fá þekkingu inn í reksturinn. Að fá fjárfesta sem þekkja rekstur flugvalla.“ Sveinn segir að ríkið gæti vissulega losað um fjármagn, en til þess væri vænlegra að einkavæða bankana.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira