Svíar völdu í kvöld lagið Too Late for Love í flutningi John Lundvik til að verða framlag sitt í Eurovision sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael í maí.
Sigur Lundvik kom ekki á óvart enda höfðu veðbankar flestir spáð laginu sigri, auk þess að lagið hefur skipað efsta sætið á vinsældalista Svía á Spotify um nokkurt skeið. Alþjóðlegu dómnefndirnar tólf í Melodifestivalen gáfu allar Lundvik tólf stig.
Athygli vekur að Lundvik er einnig í hópi lagahöfunda lagsins sem mun keppa fyrir hönd Breta í keppninni í ár.
Hann keppti í Melodifestivalen, undankeppni Svía, á síðasta ári með lagið My Turn og hafnaði þá í þriðja sæti þegar hann laut í lægra haldi fyrir Benjamin Ingrosso og Dance You Off.
Hlusta má á lagið að neðan.
...og svo framlag Bretlands - Bigger Than Us með Michael Rice.
Lífið