Forsetinn segir bróður sinn hafa rekið smiðshöggið á uppbyggingu föður þeirra á Selfossi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 22:27 Guðni fylgdist vel með íslandsmótinu. Hér er hann á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm. Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, hefur sent karlaliði Selfoss í handbolta hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hampaði í kvöld í fyrsta skipti með sigri á Haukum. „Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn - Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu Forseta Íslands. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna. Guðni segir að margt sé hægt að læra af liði Selfyssinga og Hauka. „Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra,“ skrifar Guðni. Með færslunni birtir hann mynd af sér og Patreki með föður þeirra, Jóhannesi Sæmundssyni og bætir Guðni við í gamansömum tón að með sigrinum hafi Patrekur lokið starfi föður þeirra. „Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“ Árborg Forseti Íslands Olís-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07 Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Sjá meira
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, hefur sent karlaliði Selfoss í handbolta hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hampaði í kvöld í fyrsta skipti með sigri á Haukum. „Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn - Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu Forseta Íslands. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna. Guðni segir að margt sé hægt að læra af liði Selfyssinga og Hauka. „Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra,“ skrifar Guðni. Með færslunni birtir hann mynd af sér og Patreki með föður þeirra, Jóhannesi Sæmundssyni og bætir Guðni við í gamansömum tón að með sigrinum hafi Patrekur lokið starfi föður þeirra. „Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“
Árborg Forseti Íslands Olís-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07 Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30
Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30