Lífið

Framleiðendur Game of Thrones útskýra kaffibollann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna sést kaffibollinn vel.
Þarna sést kaffibollinn vel.
Fjórði þátturinn í lokaseríunni af Game of Thrones var á dagskrá á Stöð 2 aðfaranótt mánudags og síðan einnig í gærkvöldi. Þátturinn vakti mikla athygli eins og allir þættirnir í þessari lokaþáttaröð.

Í þessari grein verður ekki farið yfir atburðarrásina í þættinum sjálfum og því geta þeir sem ekki hafa séð andað léttar.

Eftir þáttinn fóru tíst að hrynja inn á Twitter þar sem aðdáendur þáttanna höfðu tekið eftir því að kaffibolli frá fyrirtækinu Starbucks sást í einu atriðinu þar sem Daenerys Targaryen sat við borð í veislu.

HBO baðst í kjölfarið afsökunar en sló á sama tíma á létta strengi eins og sjá má hér að neðan.

Starbucks nýtti sér einnig atvikið til að gantast.

Hauke Richter listrænn stjórnandi þáttanna segir í samtali við Variety að það sé ekki óalgengt að hlutir gleymist á setti og sjáist í mynd eftir alla eftirvinnslu.

„Hlutir geta hæglega gleymst á setti og það er búið að gera rosalega mikið úr þessu atviki með kaffibollann því þetta hefur aldrei áður gerst í sögu þáttanna hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.