Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 09:00 Kirkorov sæmdur heiðursorðu af Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Kremlin.ru Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. Allt í einu þyrptust ljósmyndarar að Rússanum hárprúða sem naut athyglinnar og baðaði sig í sviðsljósinu klæddur í rándýr Gucci föt. Með honum var söngvari Rússanna, Sergey Lazarev, en Kirkorov er skráður annar höfunda lagsins Scream sem Lazarev flytur. Hver er þessi gaur? hugsaði undirritaður og skildi ekkert í æsingnum. En saga hans er ansi sérstök og þess virði að segja hér þótt ekki sé nema að litlu leyti. Kirkorov er ávallt með fylgdarlið í kringum sig og veltu einhverjir gestir í norræna partýinu í gær fyrir sér hvort ljósmyndararnir sem flykktust að honum við komuna í partýið í gær væru mögulega, einhverjir að minnsta kosti, á hans vegum. Kirkorov er sonur búlgarsks söngvara af armenskum uppruna en móðir hans er af gyðingaættum. Hann er fæddur í Búlgaríu, fæddur 1967 og er því 52 ára. Hann keppti í Eurovision árið 1995 fyrir hönd Rússlands með laginu Lullaby for the volcano.Síðan hefur hann einbeitt sér að því að semja lög, bæði framlag Hvíta-Rússlands árið 2007, Work your Magic, og framlag Úkraínu árið 2008, Shady Lady, sem hafnaði í öðru sæti.Þá var hann í dómnefndinni í búlgarska idolinu árið 2008 þegar eitt eftirminnilegasta og hlægilegasta atriði í sögu keppninnar, um heim allan, varð að veruleika. Þegar söngkona nokkur flutti lag með Mariuh Carey. Söngkonan, Valentina Hasan, kynnti lagið sem „Ken Lee“. Sjón er sögu ríkari en óhætt er að segja að Philipp og félagar í dómnefndinni hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Gaman er að bera hárgreiðslu Philipp þá saman við greiðsluna í dag.Blaðakonur fengið að kenna á Kirkorov En Kirkorov er langt í frá að vera herra heilagur, raunar mætti flokka hann sem „bad boy“ enda hefur hann skandalað nokkrum sinnum yfir sig. Versti skandallinn var líkast til í rússnesku borginni Rostov árið 2004. Á blaðamannafundi spurði blaðakona út í ástæður þess að Kirkorov væri svo iðinn að gera ábreiður af bandarískum og evrópskum slögurum. Kirkorov svaraði blaðakonunni að lokum að hann væri þreyttur á bleiku blússunni hennar, brjóstunum á henni og hljóðnemanum. Krafðist hann þess að henni yrði vikið á dyr. Þegar hún yfirgaf salinn gripu lífverðir Kirkorov til sinna ráða, réðust að henni fyrir utan og eyðilögðu upptökugræju hennar. Var Kirkorov síðar dæmdur og sektaður fyrir framkomu sína. Hann hefur lent í fleiri opinberum deilum auk þess sem hann þurfti að segja sig úr rússneskum dómnefndinni í Eurovison árið 2009 þegar í ljós kom að hann hefði setið að snæðingi með keppendum í aðdragandanum. Meðal annars Alexander Rybak sem hrósaði sigri á kostnað Jóhönnu Guðrúnar okkar. Þá hefur Kirkorov komið illa fram við fleiri blaðakonur. Hann tók myndavél einnar með valdi en baðst síðar afsökunar á því. Þá sló hann til annarrar blaðakonu á göngu sinni á tónleikum. Sömuleiðis fékk aðstoðarkona hans löðrung vegna þess að hann var ósáttur við lýsingu á tónleikum. Kirkorov baðaði sig í sviðsljósinu í norræna partýinu á laugardaginn eins og sjá má á Instagram-reikningi hans sem er afar metnaðarfullur og greinilega í umsjón hæfileikaríkra aðstoðarmanna. Eurovision Rússland Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. Allt í einu þyrptust ljósmyndarar að Rússanum hárprúða sem naut athyglinnar og baðaði sig í sviðsljósinu klæddur í rándýr Gucci föt. Með honum var söngvari Rússanna, Sergey Lazarev, en Kirkorov er skráður annar höfunda lagsins Scream sem Lazarev flytur. Hver er þessi gaur? hugsaði undirritaður og skildi ekkert í æsingnum. En saga hans er ansi sérstök og þess virði að segja hér þótt ekki sé nema að litlu leyti. Kirkorov er ávallt með fylgdarlið í kringum sig og veltu einhverjir gestir í norræna partýinu í gær fyrir sér hvort ljósmyndararnir sem flykktust að honum við komuna í partýið í gær væru mögulega, einhverjir að minnsta kosti, á hans vegum. Kirkorov er sonur búlgarsks söngvara af armenskum uppruna en móðir hans er af gyðingaættum. Hann er fæddur í Búlgaríu, fæddur 1967 og er því 52 ára. Hann keppti í Eurovision árið 1995 fyrir hönd Rússlands með laginu Lullaby for the volcano.Síðan hefur hann einbeitt sér að því að semja lög, bæði framlag Hvíta-Rússlands árið 2007, Work your Magic, og framlag Úkraínu árið 2008, Shady Lady, sem hafnaði í öðru sæti.Þá var hann í dómnefndinni í búlgarska idolinu árið 2008 þegar eitt eftirminnilegasta og hlægilegasta atriði í sögu keppninnar, um heim allan, varð að veruleika. Þegar söngkona nokkur flutti lag með Mariuh Carey. Söngkonan, Valentina Hasan, kynnti lagið sem „Ken Lee“. Sjón er sögu ríkari en óhætt er að segja að Philipp og félagar í dómnefndinni hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Gaman er að bera hárgreiðslu Philipp þá saman við greiðsluna í dag.Blaðakonur fengið að kenna á Kirkorov En Kirkorov er langt í frá að vera herra heilagur, raunar mætti flokka hann sem „bad boy“ enda hefur hann skandalað nokkrum sinnum yfir sig. Versti skandallinn var líkast til í rússnesku borginni Rostov árið 2004. Á blaðamannafundi spurði blaðakona út í ástæður þess að Kirkorov væri svo iðinn að gera ábreiður af bandarískum og evrópskum slögurum. Kirkorov svaraði blaðakonunni að lokum að hann væri þreyttur á bleiku blússunni hennar, brjóstunum á henni og hljóðnemanum. Krafðist hann þess að henni yrði vikið á dyr. Þegar hún yfirgaf salinn gripu lífverðir Kirkorov til sinna ráða, réðust að henni fyrir utan og eyðilögðu upptökugræju hennar. Var Kirkorov síðar dæmdur og sektaður fyrir framkomu sína. Hann hefur lent í fleiri opinberum deilum auk þess sem hann þurfti að segja sig úr rússneskum dómnefndinni í Eurovison árið 2009 þegar í ljós kom að hann hefði setið að snæðingi með keppendum í aðdragandanum. Meðal annars Alexander Rybak sem hrósaði sigri á kostnað Jóhönnu Guðrúnar okkar. Þá hefur Kirkorov komið illa fram við fleiri blaðakonur. Hann tók myndavél einnar með valdi en baðst síðar afsökunar á því. Þá sló hann til annarrar blaðakonu á göngu sinni á tónleikum. Sömuleiðis fékk aðstoðarkona hans löðrung vegna þess að hann var ósáttur við lýsingu á tónleikum. Kirkorov baðaði sig í sviðsljósinu í norræna partýinu á laugardaginn eins og sjá má á Instagram-reikningi hans sem er afar metnaðarfullur og greinilega í umsjón hæfileikaríkra aðstoðarmanna.
Eurovision Rússland Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira