Lífið

Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma

Andri Eysteinsson skrifar
Verðlaunaskápurinn heima hjá Alfonso Cuaron er vel nýttur en auk Directors Guild verðlaunanna hlaut hann á dögunum Golden Globe verðlaun.
Verðlaunaskápurinn heima hjá Alfonso Cuaron er vel nýttur en auk Directors Guild verðlaunanna hlaut hann á dögunum Golden Globe verðlaun. EPA
Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær Director's Guild verðlaunin fyrir myndina Roma, með því aukast í raun líkurnar á því að Cuarón hljóti Óskarinn 24. febrúar næstkomandi.

Director's Guild verðlaunin, sem verðlauna eins og nafnið gefur til kynna leikstjóra fyrir vel unnin verk, voru veitt í 71. skiptið í gærkvöldi. Eins og áður sagði hlaut leikstjórinn Alfonso Cuarón aðalverðlaunin en Cuarón hafði áður hreppt hnossið árið 2013 fyrir myndina Gravity.

Miklar líkur eru nú taldar á því að Cuarón hljóti einnig Óskarinn fyrir bestu leikstjórn en úrslit Director‘s Guild verðlaunanna hafa verið góð vísbending um sigurvegara Óskarsverðlaunanna.

Í 71. árs sögu Director's Guild hefur sigurvegari þeirra seinna unnið til óskarsverðlaunaí 64 skipti. Síðasti leikstjóri til að vinna Director's Guild og ekki fylgt því eftir með Óskarsverðlaunum var Ben Affleck sem leikstýrði Argo 2012.

Auk Cuarón voru þeir Spike Lee fyrir „BlacKkKlansman“, Bradley Cooper fyrir „A Star Is Born“, Peter Farrelly fyrir „Green Book“ og Adam McKay fyrir „Vice“ tilnefndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×