Lífið

Aaron Ísak vann með sígildu Queen-lagi

Atli Ísleifsson skrifar
Aaron Ísak Berry er nemandi í Tækniskólanum.
Aaron Ísak Berry er nemandi í Tækniskólanum. Skjáskot
Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, vann sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Bióhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. Aaron Ísak flutti lagið Love of My Life sem breska sveitin Queen gerði ódauðlengt á plötunni A Night at the Opera frá árinu 1975.

Anna Róshildur Benediktsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, hafnaði í öðru sæti keppninnar en hún söng lagið Súrmjólk í hádeginu eftir Bjartmar Guðlaugsson. Þá endaði Diljá Pétursdóttir úr Verzló í þriðja sæti með lagi Radiohead, Creep.

Alls voru 26 skólar skráðir til keppni, en það voru bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór sem voru kynnar keppninnar.

Birkir Blær Óðinsson úr Menntaskólanum á Akureyri vann keppnina á síðasta ári með flutningi sínum á laginu I put a spell on you eftir Screamin' Jay Hawkins.

Hlusta má á sigurlag Aarons Ísaks á vef RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×