Lífið

Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“

Samúel Karl Ólason skrifar
Stephen Colbert leist ekki vel á bréf Trump.
Stephen Colbert leist ekki vel á bréf Trump.

Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í gær sendi hann bréf til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, en í dag munu þingmenn greiða atkvæði um það hvort ákæra eigi forsetann fyrir embættisbrot.

Bréfið sem hefur verið kallað harðort, inniheldur fjöldann allan af rangfærslum og í því segir forsetinn að hann hafi ekkert gert af sér og sakar Pelosi um ólöglegt valdarán og stríð gegn lýðræðinu. Þá inniheldur fjölmörg gífuryrði um rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum brotum forsetans, eðli ákæruferlis gegn forsetum, Joe Biden, árangur Trump í embætti, sigur Trump í forsetakosningunum 2016 og ýmislegt annað.

Áhugasamir geta lesið betur um rangfærslur bréfsins í greiningum Washington Post og New York Times.



Sjálf hefur Pelosi lýst bréfinu sem „sjúku“.

Stephen Colbert talaði um bréfið í gær og kallaði hann það „sex blaðsíðna skrækur“.

Seth Meyers tók bréfið einnig fyrir í upphafi þáttarins Late Night. Hann sagði bréfið vera „galið“.

Jimmy Fallon sló einnig á svipaða strengi og sagði Trump hafa sent bréfið þar sem Pelosi hefði blokkað hann á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×