Lífið

Svona varð lagið Dicks með Séra Bjössa og Inga Bauer til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingi Bauer framleiðir lagið.
Ingi Bauer framleiðir lagið.

Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer sem er þekktur fyrir lög á borð við Upp til Hópa og Áttavilltur og sleðalestina, sendi ásamt Séra Bjössa frá sér lagið Dicks í byrjun sumars.

Lagið hefur setið lengi á vinsældalista FM957  og náði nýlega einni milljón spilana á Spotify og í tilefni af því ákvað Ingi Bauer að sýna fylgjendum sínum á YouTube hvernig lagið var búið til.

„Ég kynntist Séra Bjössa þegar þeir voru að mjólka kýr á Egilsstöðum,“ segir Ingi Bauer meðal annars í myndbandinu.

Ingi fór nýlega af stað með þáttinn Ice Cold í beinni sem er sýndur á Youtube síðu Ice Cold og bjó til myndband þar sem hann fer yfir hvernig lagið var búið til, söguna á bakvið það og hvaða hljóð eru notuð.

Séra Bjössi hefur notið mikilla vinsælda uppá síðkastið og spiluðu m.a. á stóra sviðinu á þjóðhátíð sl. sumar.

Hér að neðan má sjá Séra Bjössa flytja lagið í Eldhúspartýi FM957 í nóvember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.