Litadýrð og femínísk gildi í Laugardalnum Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 9. október 2019 08:30 Unnur Gísladóttir og fjölskylda una sér vel í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Brink Unnur Gísladóttir, framhaldsskólakennari og femínisti, býr ásamt manni og tveimur börnum í litríkri og hlýlegri íbúð í Goðheimum. Þegar þau hjónin ráku augun í fasteignaauglýsingu eina helgina þurftu þau ekki að hugsa sig um. „Við sátum og drukkum laugardagskaffi hjá mömmu og skoðuðum fasteignaauglýsingar,“ segir Unnur. „Eignin í bakgarðinum hjá mömmu var til sölu, fallega blátt hús í Goðheimum.“ Handtökin voru snör. „Á sunnudegi fengum við fyrir tilstilli vinkonu okkar að fara að skoða og á mánudegi gerðum við tilboð. Allt gekk að óskum aog eignin var okkar.“ Það er óhætt að fullyrða að menntun af ýmsu tagi er fyrirferðarmikil á heimilinu en báðir foreldrar hafa fengist við kennslu og annars konar fræðslu í störfum sínum með ungmennum um árabil. „Á heimilinu býr framhaldsskólakennarinn Unnur, grunnskólakennarinn Einar, fótboltahetjan Karen, sundgarpurinn Magni og villikötturinn Tangó,“ svarar Unnur þegar hún er beðin að segja deili á fjölskyldumeðlimum.Það þurfti þolinmæði til að bíða eftir borðplötunni sem brotnaði á leiðinni.Draumahúsnæðið Unnur segir húsnæðið bjóða upp á allt sem fjölskyldan óski sér. „Það er mjög margt sem heillar við þessa eign, hún er björt og það voru mörg tækifæri til breytinga á henni. Það er sérinngangur, stór pallur, tvö klósett og öll þau herbergi sem við þurfum. Húsið er fallega blátt, stendur hátt og hefur mikinn karakter. Við erum mjög hrifin af Laugardalnum og ekki var verra að mamma mín og systir búa í næsta húsi.“ Unnur segir byggingarstíl húsanna í götunni, sem flest eru byggð á sjötta og sjöunda áratugnum, einkennast af miklum fjölbreytileika. „Í götunni standa ólík hús, enginn einn byggingarstíll og góð nýting á hverri eign.“ Húsin eru raunar svo frábrugðin hvert öðru að einn ástsælasti listmálari þjóðarinnar lét eitt sinn falla miður skemmtileg orð um þessa einstöku götu. „Húsið var byggt 1960 og er það mat Harðar Ágústssonar listmálara að það standi í ósmekklegustu götu Reykjavíkur.“ Fjölskyldan gefur lítið fyrir þessa dómhörku. „Okkur þykir Hörður ekki hafa á réttu að standa og er gatan einstaklega skemmtileg,“ áréttar hún. Þá eru nágrannarnir ekki síður skemmtilegir en sundurleitu og fallegu húsin í götunni. „Við erum með prýðisnágranna, erum í raun enn að kynnast þeim. Það er góður mórall í götunni, í sumar var götuhátíð þar sem við borðuðum saman og börnin léku sér.“Unnur Gísladóttir naut aðstoðar systur sinnar við að velja inn liti fyrir heimilið.Litlar breytingar en þýðingarmiklar Íbúðin þarfnaðist ekki mikilla lagfæringa en þó var ákveðið að fara í smávegis framkvæmdir. „Það var í raun ekkert sem við þurftum að gera, en við ákváðum að létta aðeins á íbúðinni, mála, skipta út listum, rífa niður vegg og setja inn nýtt eldhús,“ segir Unnur. „Það er gaman að geta gert eign að sinni, með þessum breytingum varð hún meira í takt við lífsstíl okkar og flæði.“ Aðspurð hvernig þau hafi undirbúið breytingarnar segir Unnur að þau hafi gefið sér tíma til þess að skoða og fá hugmyndir. „Við höfðum talsverðan tíma til þess að planleggja okkur, við tókum nokkra snúninga á uppsetningu og efnisvali, Pinterest var mikil vinkona okkar á þessum tíma.“ Þá sækir hún innblástur í fólk, og þá ekki síst þau sem standa henni næst. „Ég held að fólk sé minn stærsti innblástur, samtöl okkar systra voru stór liður í að ég náði að sjá hvað það væri sem mig langaði að gera.“ Unnur segir flóknustu hlið ferlisins hafa einna helst falist í að skipuleggja og sýna biðlund. „Erfiðast var að tímasetja iðnaðarmenn, fá allt til þess að smella og vera komin með allt efni í hendurnar.“ Þá gekk á ýmsu. „Borðplatan okkar brotnaði á leiðinni til Íslands þannig að það tók talsverðan tíma að bíða eftir henni.“ Þá er ýmislegt á á döfinni. „Á teikniborðinu er að færa svalahurðina úr svefnherberginu hjá dóttur okkar yfir í eldhús og setja glugga inn til hennar. Næsta sumar viljum við líka taka pallinn og gera hann að útiveru- og leiksvæði fyrir börnin.“ Unnur ráðleggur þeim sem hyggjast leggja í framkvæmdir að hika ekki við að stinga sér í djúpu laugina og það sem meira er, vera afdráttarlaus við iðnaðarmenn. „Ekki vera feimin við að vera djörf. Hafðu félaga til að kasta hugmyndum á og fá til baka gagnrýni. Vertu ákveðin við iðnaðarmennina og veldu þér gott teymi. Vertu undirbúin og spurðu að öllu sem þér dettur í hug þegar þú ert að versla við fagfólk.“Plöntur og listaverk af ýmsu tagi eru áberandi á heimilinu.Kvenlíkaminn í hávegum hafður á heimilinu Víðsýnin og baráttuandinn sem einkennir hugarfar fjölskyldunnar endurspeglast í vali á litum og listaverkum sem prýða veggi heimilisins. „Við heillumst af litríku og hlýju rými þar sem er pláss fyrir fallega muni og samansafn af ólíkum húsgögnum,“ segir Unnur. „Þegar við fluttum tókum við meðvitaða ákvörðun um að hörfa frá hvítum veggjum og reyna að velja inn eins marga liti og hægt væri. Við fundum okkur snemma litapallettu, og í miklu samstarfi við systur mína keyrðum við í málningarbúðir til að safna saman þeim litum sem okkur þóttu flottastir.“ Þá er femínisminn, sem er fjölskyldunni svo hugleikinn, áberandi víða á heimilinu. „Við erum að vinna með femíníska list, að reyna að koma kvenlíkamanum fyrir á eins mörgum stöðum og okkur dettur í hug.“ Listin kemur úr ýmsum áttum. „Þetta er líka blanda af heimagerðri list og föndri.“ Annað sem lögð er áhersla á er að heimilið sé bæði snyrtilegt og vel skipulagt. „Okkur finnst gott að hafa hreint í kringum okkur og að allt eigi sinn stað. Það er von okkar að heimilið sé einstakt og endurspegli okkur sem búum hér.“Andrúmsloftið á heimilinu er hlýlegt.Líflegt andrúmsloft Unnur segir þau reyna eftir fremsta megni að vinna út frá naumhyggju og þau vilji heldur fjárfesta í hlutum sem auki andagift og súrefni en dauðum hlutum, ef svo má að orði komast. „Við erum að reyna að vera „mínímalísk“ og að vera ekki að safna hlutum heldur frekar upplifunum, við viljum hafa líf á heimilinu og því erum við einna helst að safna plöntum og plötum.“ Á óskalistanum er svo að finna ýmislegt hagnýtt og skapandi. „Það er alls konar, okkur langar í útihúsgögn, hrærivél, jurtamottu, listaverk og fleira.“ Þegar Unnur er spurð hver sé hennar uppáhaldshlutur nefnir hún draumafangara sem hefur margþætt tilfinningalegt gildi. „Uppáhaldshlutur okkar hjóna er draumafangarinn sem er fyrir ofan rúmið okkar og Anna systir gerði handa okkur, hann hefur fengið aukið vægi eftir að hjónabandið okkar fékk að lúra í verkinu, en Hera vinkona okkar batt okkur saman í það þegar við héldum upp á ástarsamband okkar sumarið 2018.“Draumafangarinn fyrir ofan hjónarúmið er í miklu uppáhaldi hjá Unni og Einari.Af húsverkunum segir Unnur að hún hafi sjálf mesta ánægju af matargerð. „Sjálfri þykir mér skemmtilegast að elda.“ Þvottaverkin hljóta þann vafasama heiður að vera síst skemmtileg að hennar mati en þar kemur Einar sterkur inn og virðist hann hafa sagt þvottinum stríð á hendur. „Mér finnst leiðinlegast að þvo þvott en maðurinn minn hefur alfarið tekið það á sínar herðar og nálgast það af nettri þráhyggju, markmið hans er alltaf að sjá í botninn á þvottakörfunni.“ Fjölskyldan nálgast eldamennskuna með opnum huga og er óhrædd við að reyna nýja hluti. Þá leggja þau áherslu á að hafa sem oftast grænmetismat, enda umhugað um umhverfismál. „Við reynum að elda og vera dugleg að prufa okkur áfram. Við eldum mikið grænkerafæði, í uppáhaldi er spínatpasta.“ Þá sé hennar eftirlætisstaður og -iðja að gæða sér á kaffibolla í eldhúsinu í góðum félagsskap. „Að sitja og drekka kaffi við endann á tanganum í eldhúsinu, hlusta á plötu, fréttir eða hlaðvarp og eiga í samræðum við heimilisfólk og dýr.“ Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Sjá meira
Unnur Gísladóttir, framhaldsskólakennari og femínisti, býr ásamt manni og tveimur börnum í litríkri og hlýlegri íbúð í Goðheimum. Þegar þau hjónin ráku augun í fasteignaauglýsingu eina helgina þurftu þau ekki að hugsa sig um. „Við sátum og drukkum laugardagskaffi hjá mömmu og skoðuðum fasteignaauglýsingar,“ segir Unnur. „Eignin í bakgarðinum hjá mömmu var til sölu, fallega blátt hús í Goðheimum.“ Handtökin voru snör. „Á sunnudegi fengum við fyrir tilstilli vinkonu okkar að fara að skoða og á mánudegi gerðum við tilboð. Allt gekk að óskum aog eignin var okkar.“ Það er óhætt að fullyrða að menntun af ýmsu tagi er fyrirferðarmikil á heimilinu en báðir foreldrar hafa fengist við kennslu og annars konar fræðslu í störfum sínum með ungmennum um árabil. „Á heimilinu býr framhaldsskólakennarinn Unnur, grunnskólakennarinn Einar, fótboltahetjan Karen, sundgarpurinn Magni og villikötturinn Tangó,“ svarar Unnur þegar hún er beðin að segja deili á fjölskyldumeðlimum.Það þurfti þolinmæði til að bíða eftir borðplötunni sem brotnaði á leiðinni.Draumahúsnæðið Unnur segir húsnæðið bjóða upp á allt sem fjölskyldan óski sér. „Það er mjög margt sem heillar við þessa eign, hún er björt og það voru mörg tækifæri til breytinga á henni. Það er sérinngangur, stór pallur, tvö klósett og öll þau herbergi sem við þurfum. Húsið er fallega blátt, stendur hátt og hefur mikinn karakter. Við erum mjög hrifin af Laugardalnum og ekki var verra að mamma mín og systir búa í næsta húsi.“ Unnur segir byggingarstíl húsanna í götunni, sem flest eru byggð á sjötta og sjöunda áratugnum, einkennast af miklum fjölbreytileika. „Í götunni standa ólík hús, enginn einn byggingarstíll og góð nýting á hverri eign.“ Húsin eru raunar svo frábrugðin hvert öðru að einn ástsælasti listmálari þjóðarinnar lét eitt sinn falla miður skemmtileg orð um þessa einstöku götu. „Húsið var byggt 1960 og er það mat Harðar Ágústssonar listmálara að það standi í ósmekklegustu götu Reykjavíkur.“ Fjölskyldan gefur lítið fyrir þessa dómhörku. „Okkur þykir Hörður ekki hafa á réttu að standa og er gatan einstaklega skemmtileg,“ áréttar hún. Þá eru nágrannarnir ekki síður skemmtilegir en sundurleitu og fallegu húsin í götunni. „Við erum með prýðisnágranna, erum í raun enn að kynnast þeim. Það er góður mórall í götunni, í sumar var götuhátíð þar sem við borðuðum saman og börnin léku sér.“Unnur Gísladóttir naut aðstoðar systur sinnar við að velja inn liti fyrir heimilið.Litlar breytingar en þýðingarmiklar Íbúðin þarfnaðist ekki mikilla lagfæringa en þó var ákveðið að fara í smávegis framkvæmdir. „Það var í raun ekkert sem við þurftum að gera, en við ákváðum að létta aðeins á íbúðinni, mála, skipta út listum, rífa niður vegg og setja inn nýtt eldhús,“ segir Unnur. „Það er gaman að geta gert eign að sinni, með þessum breytingum varð hún meira í takt við lífsstíl okkar og flæði.“ Aðspurð hvernig þau hafi undirbúið breytingarnar segir Unnur að þau hafi gefið sér tíma til þess að skoða og fá hugmyndir. „Við höfðum talsverðan tíma til þess að planleggja okkur, við tókum nokkra snúninga á uppsetningu og efnisvali, Pinterest var mikil vinkona okkar á þessum tíma.“ Þá sækir hún innblástur í fólk, og þá ekki síst þau sem standa henni næst. „Ég held að fólk sé minn stærsti innblástur, samtöl okkar systra voru stór liður í að ég náði að sjá hvað það væri sem mig langaði að gera.“ Unnur segir flóknustu hlið ferlisins hafa einna helst falist í að skipuleggja og sýna biðlund. „Erfiðast var að tímasetja iðnaðarmenn, fá allt til þess að smella og vera komin með allt efni í hendurnar.“ Þá gekk á ýmsu. „Borðplatan okkar brotnaði á leiðinni til Íslands þannig að það tók talsverðan tíma að bíða eftir henni.“ Þá er ýmislegt á á döfinni. „Á teikniborðinu er að færa svalahurðina úr svefnherberginu hjá dóttur okkar yfir í eldhús og setja glugga inn til hennar. Næsta sumar viljum við líka taka pallinn og gera hann að útiveru- og leiksvæði fyrir börnin.“ Unnur ráðleggur þeim sem hyggjast leggja í framkvæmdir að hika ekki við að stinga sér í djúpu laugina og það sem meira er, vera afdráttarlaus við iðnaðarmenn. „Ekki vera feimin við að vera djörf. Hafðu félaga til að kasta hugmyndum á og fá til baka gagnrýni. Vertu ákveðin við iðnaðarmennina og veldu þér gott teymi. Vertu undirbúin og spurðu að öllu sem þér dettur í hug þegar þú ert að versla við fagfólk.“Plöntur og listaverk af ýmsu tagi eru áberandi á heimilinu.Kvenlíkaminn í hávegum hafður á heimilinu Víðsýnin og baráttuandinn sem einkennir hugarfar fjölskyldunnar endurspeglast í vali á litum og listaverkum sem prýða veggi heimilisins. „Við heillumst af litríku og hlýju rými þar sem er pláss fyrir fallega muni og samansafn af ólíkum húsgögnum,“ segir Unnur. „Þegar við fluttum tókum við meðvitaða ákvörðun um að hörfa frá hvítum veggjum og reyna að velja inn eins marga liti og hægt væri. Við fundum okkur snemma litapallettu, og í miklu samstarfi við systur mína keyrðum við í málningarbúðir til að safna saman þeim litum sem okkur þóttu flottastir.“ Þá er femínisminn, sem er fjölskyldunni svo hugleikinn, áberandi víða á heimilinu. „Við erum að vinna með femíníska list, að reyna að koma kvenlíkamanum fyrir á eins mörgum stöðum og okkur dettur í hug.“ Listin kemur úr ýmsum áttum. „Þetta er líka blanda af heimagerðri list og föndri.“ Annað sem lögð er áhersla á er að heimilið sé bæði snyrtilegt og vel skipulagt. „Okkur finnst gott að hafa hreint í kringum okkur og að allt eigi sinn stað. Það er von okkar að heimilið sé einstakt og endurspegli okkur sem búum hér.“Andrúmsloftið á heimilinu er hlýlegt.Líflegt andrúmsloft Unnur segir þau reyna eftir fremsta megni að vinna út frá naumhyggju og þau vilji heldur fjárfesta í hlutum sem auki andagift og súrefni en dauðum hlutum, ef svo má að orði komast. „Við erum að reyna að vera „mínímalísk“ og að vera ekki að safna hlutum heldur frekar upplifunum, við viljum hafa líf á heimilinu og því erum við einna helst að safna plöntum og plötum.“ Á óskalistanum er svo að finna ýmislegt hagnýtt og skapandi. „Það er alls konar, okkur langar í útihúsgögn, hrærivél, jurtamottu, listaverk og fleira.“ Þegar Unnur er spurð hver sé hennar uppáhaldshlutur nefnir hún draumafangara sem hefur margþætt tilfinningalegt gildi. „Uppáhaldshlutur okkar hjóna er draumafangarinn sem er fyrir ofan rúmið okkar og Anna systir gerði handa okkur, hann hefur fengið aukið vægi eftir að hjónabandið okkar fékk að lúra í verkinu, en Hera vinkona okkar batt okkur saman í það þegar við héldum upp á ástarsamband okkar sumarið 2018.“Draumafangarinn fyrir ofan hjónarúmið er í miklu uppáhaldi hjá Unni og Einari.Af húsverkunum segir Unnur að hún hafi sjálf mesta ánægju af matargerð. „Sjálfri þykir mér skemmtilegast að elda.“ Þvottaverkin hljóta þann vafasama heiður að vera síst skemmtileg að hennar mati en þar kemur Einar sterkur inn og virðist hann hafa sagt þvottinum stríð á hendur. „Mér finnst leiðinlegast að þvo þvott en maðurinn minn hefur alfarið tekið það á sínar herðar og nálgast það af nettri þráhyggju, markmið hans er alltaf að sjá í botninn á þvottakörfunni.“ Fjölskyldan nálgast eldamennskuna með opnum huga og er óhrædd við að reyna nýja hluti. Þá leggja þau áherslu á að hafa sem oftast grænmetismat, enda umhugað um umhverfismál. „Við reynum að elda og vera dugleg að prufa okkur áfram. Við eldum mikið grænkerafæði, í uppáhaldi er spínatpasta.“ Þá sé hennar eftirlætisstaður og -iðja að gæða sér á kaffibolla í eldhúsinu í góðum félagsskap. „Að sitja og drekka kaffi við endann á tanganum í eldhúsinu, hlusta á plötu, fréttir eða hlaðvarp og eiga í samræðum við heimilisfólk og dýr.“
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Sjá meira