Almennt góð rjúpnaveiði Karl Lúðvíksson skrifar 4. nóvember 2019 08:09 Þá er fyrsta helgin á rjúpnaveiðitímabilinu að baki en eftir breytingar á veiðidögum er líka veitt í dag og á morgun og alla mánudaga og þriðjudaga í nóvember. Það voru margir á ferðinni um helgina og vissulega nokkuð margt um manninn á vinsælum veiðislóðum en flestir eru á því að það hafi verið mun minna af mönnum á vinsælum stöðum á vestur og suðurlandi. Þeir sem voru á norður og austurlandi segjast aftur á móti sjaldan séð jafn margar skyttur á ferðinni þar og um helgina og það sem skýrir það að hluta eru fleiri veiðidagar svo það eru margir sem taka langar helgar þegar langt er að fara. Fyrstu fréttir af rjúpnaveiðum eru heilt yfir ágætar. það eru margir komnir með jólamatinn og leggja byssunni eins og góðir siðir gera ráð fyrir. Vinsælir staðir eins og Brattabrekka, Ok, Skjaldbreið og heiðarnar við Laugarvatn voru mikið sóttar og einhverjir voru að fá fugla en það sem þeir hafa rætt sem fóru í Ok og svæðið þar í kring segjast sjaldan hafa séð jafn lítið af fugli á svæðinu þrátt fyrir að skilyrðin hafi verið afskaplega góð. Fuglinn getur verið á mikilli hreyfingu og það er þess vegna vel þess virði að fara á ný svæði til að finna fugl. Hvíld verður á veiðum á miðvikudag og fimmtudag en veiði hefst svo aftur á föstudaginn. Skotveiði Mest lesið Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Hreggnasi gerir langtíma samning um Grímsá Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Vænar bleikjur að veiðast í Elliðavatni Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Sjóbleikjan er mætt í Hrollleifsdalsá í Skagafirði Veiði Veiðitölur LV: Dapurlegar lokatölur að tínast inn Veiði
Þá er fyrsta helgin á rjúpnaveiðitímabilinu að baki en eftir breytingar á veiðidögum er líka veitt í dag og á morgun og alla mánudaga og þriðjudaga í nóvember. Það voru margir á ferðinni um helgina og vissulega nokkuð margt um manninn á vinsælum veiðislóðum en flestir eru á því að það hafi verið mun minna af mönnum á vinsælum stöðum á vestur og suðurlandi. Þeir sem voru á norður og austurlandi segjast aftur á móti sjaldan séð jafn margar skyttur á ferðinni þar og um helgina og það sem skýrir það að hluta eru fleiri veiðidagar svo það eru margir sem taka langar helgar þegar langt er að fara. Fyrstu fréttir af rjúpnaveiðum eru heilt yfir ágætar. það eru margir komnir með jólamatinn og leggja byssunni eins og góðir siðir gera ráð fyrir. Vinsælir staðir eins og Brattabrekka, Ok, Skjaldbreið og heiðarnar við Laugarvatn voru mikið sóttar og einhverjir voru að fá fugla en það sem þeir hafa rætt sem fóru í Ok og svæðið þar í kring segjast sjaldan hafa séð jafn lítið af fugli á svæðinu þrátt fyrir að skilyrðin hafi verið afskaplega góð. Fuglinn getur verið á mikilli hreyfingu og það er þess vegna vel þess virði að fara á ný svæði til að finna fugl. Hvíld verður á veiðum á miðvikudag og fimmtudag en veiði hefst svo aftur á föstudaginn.
Skotveiði Mest lesið Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Hreggnasi gerir langtíma samning um Grímsá Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Vænar bleikjur að veiðast í Elliðavatni Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Sjóbleikjan er mætt í Hrollleifsdalsá í Skagafirði Veiði Veiðitölur LV: Dapurlegar lokatölur að tínast inn Veiði