Lífið

Kate Beckinsale á spítala vegna gríðarlegra verkja

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kate Beckinsale var sárkvalin að hún þurfti morfín til að lina þjáningarnar.
Kate Beckinsale var sárkvalin að hún þurfti morfín til að lina þjáningarnar.
Breska leikkonan Kate Beckinsale var um helgina lögð inn á spítala vegna gríðarlegra verkja sem hún fann fyrir vegna sprunginnar blöðru á eggjastokkum. Henni fannst rétt að segja frá því hvers vegna hún þurfti að leita á spítala vegna þess að ljósmyndasnápar eða svokallaðir „papparassar“ tóku ljósmyndir af henni sárkvalinni á leiðinni á spítalann.

Sumar konur hafa lýst upplifun sinni af þessu sem skelfilega sársaukafullri. Sársauki Beckinsale reyndar var það mikill að henni var gefið morfín í æð við verkjunum.

Í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni ásamt ljósmynd sem móðir hennar tók skrifaði hún þessa skelfilegu reynslu:

„Kemur í ljós að það er það er virkilega vont þegar blaðra á eggjastokkum springur og morfín fær mig til að gráta. Ég er svo þakklát fyrir alla sem hafa hugsað um mig“.

Móðir leikkonunnar tók ljósmyndirnar af Kate Beckinsale.
Beckinsale segist ekki hafa birt myndina til þess að vera dramatísk heldur til þess að grípa inn í umræðuna því hún hefði séð fólk taka myndir af sér þegar hún var á leiðinni á spítalann í hjólastól.

Beckinsale er þekkt fyrir að hafa leikið í kvikmyndum á borð við Underworld, Van Helsing, Serendipity og Contraband sem íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur leikstýrði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×