Lífið

„Þetta voru tilfinningar sem ég réði ekkert við“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hugrún Birta var krýnd Miss Supranational.
Hugrún Birta var krýnd Miss Supranational.
„Ég hef ekki mikla þekkingu á keppninni sjálfri og er þetta frekar nýtt fyrir mér en ég hlakka til komandi tíma og sjá hvernig það er að fara út og keppa í alvöru keppni þar sem við erum að keppa á móti öðrum löndum,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir, Miss Garðabær,  sem var valin Miss Supranational Iceland í Miss Universe Iceland keppninni sem haldin var í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. Keppnin var í beinni útsendingu á Vísi.

Eftir keppnina brotnaði Hugrún hreinlega niður og grét. Hún var nýbúin að jafna sig þegar blaðamaður ræddi við hana á sviðinu.

„Þetta voru tilfinningar sem ég réði ekkert við. Þetta kom bara og maður verður bara að leyfa því að gerast.“

Hún segist hafa eingast margar góðar vinkonur í öllu ferlinum í kringum keppnina Miss Universe Iceland.

„Þessar stelpur eru bara æði og ég mæli eindregið með þessu fyrir þær stelpur sem vilja láta drauma sína rætast. Hvort sem það er að efla sjálfstraustið, koma fram á bikiní eða tjá sig og koma einhverju á framfæri að skrá sig í keppnina núna á næsta ári.“

Hún segir að það erfiðasta við allt ferlið hafi verið að svara spurningum dómnefndar uppi á sviði.

„Það skemmtilegasta var síðan bara allt ferlið. Þetta eru þrír mánuðir en þetta líður svo hratt. Mér líður eins og ég hafi skráð mig í gær.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Hugrúnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.