Til að kynda aðeins undir einvíginu kallaði Olís á þá Nökkva Dan Elliðason úr Selfossi og Haukamanninn Orra Frey Þorkelsson í litla Olís-þraut en þeir fengu að kasta bolta ofan af Höfðaturninum.
Fyrst voru tekin nokkur skot af sjöundu hæðinni en eftir það var farið efst upp á þak 20. hæðarinnar og reynt að hitta mark á jörðinni þaðan.
Þessa skemmtilegu þraut má sjá hér að neðan.