Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Adele og Konecki hyggist ala son sinn upp í sátt og samlyndi. Sonurinn, Angelo, fæddist árið 2012 og parið gekk í hjónaband fjórum árum síðar, árið 2016, eftir fimm ára samband.
Adele greindi fyrst frá því að hún væri gift þegar hún minntist á „eiginmann“ sinn í þakkarræðu á Grammy-verðlaununum fyrir tveimur árum. Adele og Konecki ætla ekki að tjá sig frekar um skilnaðinn og biðja fjölmiðla í yfirlýsingu um að virða einkalíf sitt.
Konecki, sem áður starfaði sem fjárfestir, stofnaði fyrirtækið Life Water árið 2005 og hefur síðan þá fjármagnað verkefni um heim allan sem færa fólki hreint drykkjarvatn.