Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 10:30 Finnur Freyr Stefánsson var gestur í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi vísir/stöð 2 sport „Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
„Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15