Það sem er satt og „logið“ í nýju Elton John-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2019 15:00 Elton John er einn af merkustu tónlistarmönnum mannkynssögunnar en hann hefur selt rúmlega 300 milljónir platna. IMDB Kvikmyndin Rocketman er nú komin í kvikmyndahús á Íslandi en um er að ræða hreinræktaðan söngleik þar sem kvikmyndagerðarmennirnir hika ekki við að færa ævi og feril breska tónlistarmannsins Elton John í stílinn. Ef einhver vonaðist eftir því að fara á þessa mynd til að komast að einhverju meiru um þennan merka tónlistarmann þá er þessi mynd ekki alveg besta leiðin til þess. Hins vegar fangar myndin anda Elton John þar sem hann og samferðafólk hans bresta í söng með minnsta fyrirvara. Myndin mun reynast aðdáendum hans, og aðdáendum söngvamynda, fínasta skemmtun en hér fyrir neðan verður farið yfir atriði myndarinnar og þau borin saman við atburði eins og þeir áttu sér stað í raun og veru. Það að myndin sé ekki sögulega nákvæm segir lítið um ágæti hennar, ætlunin var ekki endilega að vera nákvæm heldur að skapa heildstætt verk í anda Elton John og þá þarf oft að færa atburði til og frá og breyta til að fá fram straumlínulagaða frásögn, enda segja framleiðendur myndarinnar að hún sé byggð á sannri „fantasíu“. Leikarinn Taron Egerton bregður sér í gervi Elton John í þessari mynd. Leikstjórinn er Dexter Fletcher en hann og Taron Egerton höfðu áður unnið saman myndina Eddie The Eagle sem einnig er byggð á sannsögulegum atburðum. Fletcher tók einnig við leikstjórn Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody eftir að Bryan Singer hafði verið rekinn.Hér fyrir neðan verður farið yfir atriði myndarinnar og er þeim, sem vilja sjá myndina án þessa að vita neitt um hana, ráðlagt að hætta lestri hér.Mamma Eltons Það fyrsta sem er vert að fjalla um er móðir Elton John, Sheila Eileen Dwight, en áhorfendum gæti blöskrað hvernig hún er sýnd í myndinni. Sheila er leikin af bandarísku leikkonunni Bryce Dallas Howard sem átti vart sjálf orð yfir því hversu grimm Sheila virtist hafa verið þegar hún las handritið. „Ég varð fyrir áfalli þegar ég las handritið í fyrsta skiptið,“ sagði Howard í viðtali við Vanity Fair og sagði það hafa komið sér á óvart hversu köld og illkvittin Sheila gat verið við viðkvæman son sinn. Er þessari hegðun hennar meðal annars kennt um hversu kvíðinn Elton var á fullorðinsárum og í vandræðum með tilfinningar sínar.Bryce Dallas Howard sem Sheila Dwight, mamma Eltons.IMDb„Ég efaðist hreinlega um þetta. Mér leið eins og það væri verið að gera illmenni úr henni og ég var ekki viss um hvort þetta væri sannleikanum samkvæmt,“ sagði Howard. Hún lagðist í eigin rannsóknarvinnu á móður Eltons. Hún ræddi við þá sem þekktu Sheilu og höfðu ekki tengsl við gerð myndarinnar. „Eftir alla þessa vinnu náði ég að staðfesta það sem kom fram í handritinu. Í öllum samtölum sem ég átti um hana var staðfest við mig að samband hennar og Eltons hefði verið brotið og hún hefði verið erfið manneskja,“ sagði Howard. Er sambandi Elton og móður hans lýst sem systkinasambandi. Þau áttu sínar góðu stundir en gátu rifist eins og hundur og köttur. Þegar Elton kynntist eiginmanni sínum David Furnish stirðnaði sambandið til muna. Fjallað var ítarlega um stirt samband Eltons og móður hans og var greint frá því árið 2008 að þau væru hætt að tala við hvort annað. Gekk það svo langt að sögn fjölmiðla að Sheila ákvað að taka Elton út úr erfðaskrá sinni og því haldið fram að hún hafi ráðið Elton John eftirhermu til að mæta í afmælisveislu hennar. Er ástæðan fyrir kuldanum sögð sú að Sheila hélt áfram að eiga í samskiptum við fyrrverandi umboðsmann Elton John, John Reid, eftir að Elton hafði beðið hana um að hætta því. Hún hélt einnig áfram samband við fyrrverandi bílstjóra Elton John, Bob Halley, en hún sagðist ekki geta hugsað sér að eiga í samskiptum við Bob því hann hefði reynst henni vel og hún sæi hann sem son. Árið 2017 náðu þau aftur saman og sættust en móðir hans lést sama ár.Faðir Eltons Það verður seint sagt að Elton hafi átt gott samband við foreldra sína því faðir hans Stanley Dwight er einnig afar fráhrindandi og kuldalegur við hann í myndinni. Elton John sagði í viðtali við People árið 2008 að hann hefði aldrei fengið viðurkenningu frá föður sínum, sem skildi við móður Eltons þegar tónlistarmaðurinn var 14 ára. Elton sagði við People að móðir hans hefði átt bréf frá föður hans þar sem hann lýsti því yfir að Elton yrði aldrei stjarna. „Hann innrætti í mig viljann til að verða sá sem ég er í dag,“ sagði Elton. Hann sagði kuldalegt viðmótið heima fyrir hafa gert það að verkum að hann þráði ekkert annað en athygli og ást sem mótaði hann svo um munaði þegar hann varð fullorðinn, og er gegnum gangandi þema myndarinnar Rocketman.Hálfbróðir Eltons, Geoff Dwight, hefur þó lýst því yfir að þessi lýsing á Stanley Dwight í myndinni sé fjarri sannleikanum. Hann sagði föður sinn hafa verið frá þeim tíma þar sem karlmenn föðmuðu ekki allt og alla og báru tilfinningar sínar á torg. „Hann elskaði hann hins vegar og okkur alla,“ sagði Geoff. Hann segir einnig frá því að föður hans hafi verið alveg sama þegar hann frétti að Elton væri samkynhneigður. Það hefði ekki angrað hann eða skipt hann máli og því er lýsingin á honum sem manni sem óttaðist samkynhneigð ekki rétt. Stanley lést árið 1991 en Elton og Geoff hafa síðan þá einu sinni talast við. Geoff sagði ekkert illt á milli hans og Elton. Hann sagði Elton gjarnan hafa heimsótt þá á um helgar og á hátíðisdögum.John Reid, illmennið? Í fyrra kom út myndin Bohemian Rhapsody sem fjallar um Freddie Mercury og hljómsveitina Queen. Umboðsmaður Queen á hátindi frægðar sveitarinnar frá 1975 til 1978 var Skotinn John Reid. Í Bohemian Rhapsody er hann sýndur sem góður umboðsmaður og almennileg manneskja en í Rocketman er hann hinn mesti hrotti. Það sem er magnað við þetta er að leikstjóri Bohemian Rhapsody og Rocketman er hinn sami, Dexter Fletcher. Hann tók við leikstjórn Bohemian Rhapsody eftir að Bryan Singer hafði verið rekinn. Af hverju er því svona mikill munur á John Reid í Rocketman og Bohemian Rhapsody?Elton og Reid hittust í partíi árið 1970 en á þeim tíma hafði Elton gefið út eina plötu sem hafði ekki náð almennilegri hylli almennings. Reid hefur rifjað upp þegar Elton lék tónlist fyrir hann sem varð til þess að Reid heillaðist af hæfileikum Eltons. Úr varð að Reid varð umboðsmaður hans til ársins 1973 en þeir áttu í ástarsambandi frá árinu 1970 til 1975. Reid hefur sagt Elton sína fyrstu ást. Í Rocketman er kynnum þeirra lýst nokkurn veginn svona en í myndinni tekur Reid við sem umboðsmaður Eltons og hvetur hann til að eyða peningum sínum í munað án þess að hugsa of mikið um afleiðingarnar. Reid er undirförull, ofbeldishneigður og kaldrifjaður í Rocketman og beitir Elton John andlegu og líkamlegu ofbeldi.Elton John og John Reid á leið í partí sem Whitney Houston hélt árið 1988.Vísir/GettyÞað er ekki beint vitað hvort Reid hafi beitt Elton John ofbeldi en á það er minnst að þeir hafi rifist oft. Þá þurfti Reid að sitja mánuð í fangelsi fyrir að kýla blaðamann. Viðskiptasamband þeirra var alla tíð fremur flókið en leiðir þeirra skildu endanlega árið 1998 þegar þeir mættust í réttarsal þar sem Elton sakaði Reid um að hafa stolið af honum milljónum punda. Var málið leyst með sátt þar sem Reid borgaði honum 3,4 milljónir punda. Í myndinni er ekki komið inn á þessi réttarhöld en þar sést Reid lifa á Elton John og öskra á hann að hann eigi eftir að hirða sín 20 prósent löngu eftir að Elton er látinn. Elton John var einn af framleiðendum Rocketman og hefur því haft eitthvað um það að segja hvernig persónur koma fyrir í myndinni. Á það er einnig bent að Rocketman sé nákvæmari þegar kemur að sönnum atburðum á meðan Queen-myndin var mun meira færð í stílinn og meira einblínt á tónlistina. Í Queen-myndinni er að finna atriði þar sem Freddie Mercury rekur John Reid fyrir að stinga upp á því að Freddie Mercury hefji sólóferil. Trommari Queen, Roger Taylor, segir hins vegar að leiðir þeirra hafi ekki skilið þannig. Reid var umboðsmaður Queen á árunum 1975 til 1978 og sagði að þeirra leiðir hefðu skilið á vinsamlegum nótum. Taylor sagði hins vegar að hann grunaði að það hefði eitthvað haft með að gera að Elton John var orðinn öfundsjúkur út í vinsældir Queen. John Reid er leikinn af Game of Thrones og Bodygaurd leikaranum Richard Madden.Bernie Taupin Það er eins og samband Elton John og Bernie Taupin hafi verið skirfað í skýin. Bernie samdi textana og Elton lögin við textana og eftir þá liggja einar bestu perlur tónlistarsögunnar. Í myndinni er komið fram að Ray Williams, hjá Liberty Records, hafi komið þeim tveimur saman árið 1967 og er það allt satt og rétt. Hins vegar sést Williams rétta Elton John textann að Boarder Song áður en Elton og Bernie hittust í fyrsta sinn. Það lag varð ekki til fyrr en tveimur árum síðar, 1969. Fyrsta lagið sem þeir tóku upp var lagið Scarecrow og er vert að nefna að þegar þeir tóku það lag upp þá gekk Elton enn undir sínu upprunalega nafni, Reginald Dwight.Elton John og Bernie Taupin árið 1969.Vísir/GettySamband Eltons og Bernie er svo yfirgripsmikið að það hefði vafalaust dugað í heila kvikmynd en áður en þeir fóru að dæla út Elton John-lögum þá sömdu þeir fyrir aðra listamenn og áttu meira segja lag í Eurovison, I Can´t Go On Living Without You, árið 1969. Lagið var flutt af Lulu og endaði í sjötta sæti og neðsta sæti. Þá er nokkuð skondið atriði í myndinni þar sem Elton John segir frá ævi sinni í meðferð og þar á meðal Bernie Taupin. Hann segir Bernie sinn besta vin og þeir hafi aldrei rifist. Hins vegar eiga þeir nokkur rifrildi í myndinni og er þetta eflaust notað til að sýna hvernig fíkillinn Elton John átti það til að sjá hlutina ekki alveg í réttu ljósi þegar hann var sem veikastur. Á fimmtíu ára ferli þeirra þá skildu leiðir þeirra þó einu sinni. Í myndinni er þó látið í það skína að sá aðskilnaður hafi staðið yfir í langan tíma og þeir ekki náð aftur saman fyrr en Elton hafði farið í meðferð. Það voru þó aðeins tvær plötur sem skildu þá að. Báðir hafa sagt að viðskilnaðurinn varð vegna þess að þeir höfðu unnið stanslaust saman í áratug og vildu prófa eitthvað annað. Það hafi alls ekki kastast í kekki hjá þeim. Í myndinni er Bernie Taupin leikinn af Jamie Bell.Nafnið kom ekki frá John Lennon Í myndinni er sýnt þegar Elton ákveður listamannsnafnið sitt en nafnið Elton fékk hann frá félaga sínum í hljómsveitinni Bluesology, Elton Dean. John nafnið kom þó ekki frá John Lennon. Það kom frá Long John Baldry sem var áberandi í rokksenu Lundúna á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann var einn af fyrstu lærifeðrum Eltons og er einnig maðurinn sem uppgötvaði Rod Stewart. Baldry var söngvari Bluesology frá 1966 og þar til sveitin lagði upp laupana árið 1968. Hljómsveitin Bluesology stofnaði Elton árið 1962 ásamt vinum sínum þegar hann var fimmtán ár. Nokkrum árum síðar vörðu þeir einu og hálfu ári sem undirleikarar fyrir bandaríska tónlistarmenn, þar á meðal Isley Brothers og Patti LaBelle & The Blue Bells á tónleikaferðalagi um England. Spilaði ekki Daniel fyrir plötuútgefandann Í myndinni er sýndur fundur sem Elton átti með plötuútgefandanum Dick James, sem hafði gefið út Bítlana, árið 1967. Þar sést Elton reyna að heilla Dick James með því að spila búta úr Daniel og I Guess That´s Why They Call It The Blues. Þessi lög voru þó ekki samin fyrr en 1972 og 1983. Crocodile Rock var ekki spilað á Troubadour Einn af veigamestu atburðum í ferli Eltons átti sér stað á tónleikastaðnum Troubadour í Los Angeles 25. ágúst árið 1970. Honum hafði gengið fremur illa að slá í gegn og var litið á tónleikana í Troubadour sem hans síðasta séns. Tíu dögum fyrir giggið á Troubadour hafði Elton leikið á tónleikum í Halifax og var enn undirleikari hjá ýmsum hljómsveitum, þar á meðal The Hollies. Hann opnaði tónleikana á Your Song, fimm mánuðum áður en það sló í gegn á Bretlandseyjum, lék Boarder Song, Sixty Years On og Take Me To The Pilot og ábreiðu af Rolling Stones-laginu Honky Tonk Women.Um fjögur hundruð manns gátu komist inn á Troubadour en þar spilaði Elton átta sinnum á sex dögum. Rolling Stone tímaritið valdi þessa tónleika hans sem eina af 50 bestu tónleikum allra tíma. Boarder Song komst inn á vinsældarlista í vikunni sem hann spilaði á Troubadour en þessi tónleikaröð hans skapaði stemningu sem varð þess valdandi að hann varð að stórstjörnu.Elton á flugi á tónleikum.Vísir/GettyÍ myndinni er Elton John og áhorfendur sýndir í lausu lofti á tónleikunum en þetta er vísun í stemninguna sem var í salnum og átti Elton það til sjálfur að vera á hálfgerðu stökki við flygilinn eins og myndir sýna. En í myndinni er Elton John sýndur flytja Crocodile Rock á Troubadour en það gerðist hins vegar aldrei. Crocodile Rock kom út tveimur árum síðar.Sjálfsvígstilraunin Í myndinni er sjálfsvígstilraun Elton John sýnd með nokkuð stílfærðum hætti. Hann fyllir munninn af pillum og skolar þeim niður með brennivíni. Gengur síðan út í garð að sundlauginni þar sem fjöldi er kominn saman við heimili hans, þar á meðal hans nánustu, og segir næsta atriði vera hans eigin dauði áður enn lætur sig falla af dýfingabretti í sundlaugina.Þessi sjálfsvígstilraun átti sér stað árið 1975 en Elton hefur rætt hana í viðtölum og var einnig fjallað um hana í ævisögu hans His Song: The Musical Journey of Elton John.„Þegar vinir hans og fjölskylda voru í makindum við sundlaugina mætti Elton í slopp og sagði: „Ég hef tekið 85 valíum-töflur og mun deyja á næsta klukkutímanum,“ sagði Elton áður en hann kastaði sér í sundlaugina Honum var bjargað úr lauginni og dældu sjúkraflutningamenn töflunum upp úr honum. „Ætli við þurfum ekki öll að fara heim núna,“ sagði amma hans þegar þetta gerðist. Elton hefur sjálfur sagt að þarna hafi stressið verið að fara með hann. Hann hafði unnið stanslaust í fimm ár og sagði þetta hafa verið dæmigerða hegðun af sér og að ummæli ömmu hans hafi eflaust lýst viðhorfi allra til hans á þeim tíma. Tveimur dögum síðar lék hann á tónleikum á Dodger-leikvanginum í Los Angeles.Hjónaband hans og Renötu Í Rocketman er atriði þar sem Elton John er í hljóðveri að taka upp Victim of Love árið 1979 og fellur fyrir hljóðmanninum Renötu Blauel þegar þau syngja saman Don´t Let The Sun Go Down On Me. Elton er þráir svo alvöru mannleg tengsl á þeim tímapunkti myndarinnar að hann ákveður að kvænast Renötu, þó hann sé samkynhneigður.Þessi atburður, það er að segja brúðkaup þeirra, er aðeins fært til í tíma því brúðkaupið átti sér ekki stað fyrr en 1984 í Sidney, Ástralíu, en þau skildu árið 1988. Þau kynntust í raun og veru við upptökur á plötunni To Low for Zero árið 1983.Meðferðin Meðferð Elton John rammar myndina Rocketman inn þar sem hann segir frá ævi sinni á meðan hann tekst á við djöfla sína. Myndin endar á því að hann nær tökum á fíkninni og virðist um það leyti semja lagið I´m Still Standing af fögnuði yfir því að geta ennþá samið tónlist edrú. Lagið I´m Still Standing kom hins vegar út árið 1983 en Elton lauk meðferðinni árið 1990. Í myndinni sést Elton John storma út úr Madison Square Guarden í fullum skrúða og skrá sig beint í meðferð. Þetta gerðist hins vegar ekki þannig. Elton hefur sagt að hann fór í meðferð eftir tónleikaferð þar sem plötunni Sleeping With the Past var fylgt eftir. Hann fór í meðferð í Chicaco því það var eini staðurinn þar sem hann gat fengið ráðgjöf varðandi áfengis-, eiturlyfja- og matarfíkn. Hann sagðist hafa ákveðið að fara í meðferð eftir að hafa séð myndir af sér við útför Ryan White, sem Elton vingaðist við eftir að pilturinn hafði smitast af HIV eftir að hafa fengið blóðgjöf vegna dreyrasýki. Kafað dýpra Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndin Rocketman er nú komin í kvikmyndahús á Íslandi en um er að ræða hreinræktaðan söngleik þar sem kvikmyndagerðarmennirnir hika ekki við að færa ævi og feril breska tónlistarmannsins Elton John í stílinn. Ef einhver vonaðist eftir því að fara á þessa mynd til að komast að einhverju meiru um þennan merka tónlistarmann þá er þessi mynd ekki alveg besta leiðin til þess. Hins vegar fangar myndin anda Elton John þar sem hann og samferðafólk hans bresta í söng með minnsta fyrirvara. Myndin mun reynast aðdáendum hans, og aðdáendum söngvamynda, fínasta skemmtun en hér fyrir neðan verður farið yfir atriði myndarinnar og þau borin saman við atburði eins og þeir áttu sér stað í raun og veru. Það að myndin sé ekki sögulega nákvæm segir lítið um ágæti hennar, ætlunin var ekki endilega að vera nákvæm heldur að skapa heildstætt verk í anda Elton John og þá þarf oft að færa atburði til og frá og breyta til að fá fram straumlínulagaða frásögn, enda segja framleiðendur myndarinnar að hún sé byggð á sannri „fantasíu“. Leikarinn Taron Egerton bregður sér í gervi Elton John í þessari mynd. Leikstjórinn er Dexter Fletcher en hann og Taron Egerton höfðu áður unnið saman myndina Eddie The Eagle sem einnig er byggð á sannsögulegum atburðum. Fletcher tók einnig við leikstjórn Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody eftir að Bryan Singer hafði verið rekinn.Hér fyrir neðan verður farið yfir atriði myndarinnar og er þeim, sem vilja sjá myndina án þessa að vita neitt um hana, ráðlagt að hætta lestri hér.Mamma Eltons Það fyrsta sem er vert að fjalla um er móðir Elton John, Sheila Eileen Dwight, en áhorfendum gæti blöskrað hvernig hún er sýnd í myndinni. Sheila er leikin af bandarísku leikkonunni Bryce Dallas Howard sem átti vart sjálf orð yfir því hversu grimm Sheila virtist hafa verið þegar hún las handritið. „Ég varð fyrir áfalli þegar ég las handritið í fyrsta skiptið,“ sagði Howard í viðtali við Vanity Fair og sagði það hafa komið sér á óvart hversu köld og illkvittin Sheila gat verið við viðkvæman son sinn. Er þessari hegðun hennar meðal annars kennt um hversu kvíðinn Elton var á fullorðinsárum og í vandræðum með tilfinningar sínar.Bryce Dallas Howard sem Sheila Dwight, mamma Eltons.IMDb„Ég efaðist hreinlega um þetta. Mér leið eins og það væri verið að gera illmenni úr henni og ég var ekki viss um hvort þetta væri sannleikanum samkvæmt,“ sagði Howard. Hún lagðist í eigin rannsóknarvinnu á móður Eltons. Hún ræddi við þá sem þekktu Sheilu og höfðu ekki tengsl við gerð myndarinnar. „Eftir alla þessa vinnu náði ég að staðfesta það sem kom fram í handritinu. Í öllum samtölum sem ég átti um hana var staðfest við mig að samband hennar og Eltons hefði verið brotið og hún hefði verið erfið manneskja,“ sagði Howard. Er sambandi Elton og móður hans lýst sem systkinasambandi. Þau áttu sínar góðu stundir en gátu rifist eins og hundur og köttur. Þegar Elton kynntist eiginmanni sínum David Furnish stirðnaði sambandið til muna. Fjallað var ítarlega um stirt samband Eltons og móður hans og var greint frá því árið 2008 að þau væru hætt að tala við hvort annað. Gekk það svo langt að sögn fjölmiðla að Sheila ákvað að taka Elton út úr erfðaskrá sinni og því haldið fram að hún hafi ráðið Elton John eftirhermu til að mæta í afmælisveislu hennar. Er ástæðan fyrir kuldanum sögð sú að Sheila hélt áfram að eiga í samskiptum við fyrrverandi umboðsmann Elton John, John Reid, eftir að Elton hafði beðið hana um að hætta því. Hún hélt einnig áfram samband við fyrrverandi bílstjóra Elton John, Bob Halley, en hún sagðist ekki geta hugsað sér að eiga í samskiptum við Bob því hann hefði reynst henni vel og hún sæi hann sem son. Árið 2017 náðu þau aftur saman og sættust en móðir hans lést sama ár.Faðir Eltons Það verður seint sagt að Elton hafi átt gott samband við foreldra sína því faðir hans Stanley Dwight er einnig afar fráhrindandi og kuldalegur við hann í myndinni. Elton John sagði í viðtali við People árið 2008 að hann hefði aldrei fengið viðurkenningu frá föður sínum, sem skildi við móður Eltons þegar tónlistarmaðurinn var 14 ára. Elton sagði við People að móðir hans hefði átt bréf frá föður hans þar sem hann lýsti því yfir að Elton yrði aldrei stjarna. „Hann innrætti í mig viljann til að verða sá sem ég er í dag,“ sagði Elton. Hann sagði kuldalegt viðmótið heima fyrir hafa gert það að verkum að hann þráði ekkert annað en athygli og ást sem mótaði hann svo um munaði þegar hann varð fullorðinn, og er gegnum gangandi þema myndarinnar Rocketman.Hálfbróðir Eltons, Geoff Dwight, hefur þó lýst því yfir að þessi lýsing á Stanley Dwight í myndinni sé fjarri sannleikanum. Hann sagði föður sinn hafa verið frá þeim tíma þar sem karlmenn föðmuðu ekki allt og alla og báru tilfinningar sínar á torg. „Hann elskaði hann hins vegar og okkur alla,“ sagði Geoff. Hann segir einnig frá því að föður hans hafi verið alveg sama þegar hann frétti að Elton væri samkynhneigður. Það hefði ekki angrað hann eða skipt hann máli og því er lýsingin á honum sem manni sem óttaðist samkynhneigð ekki rétt. Stanley lést árið 1991 en Elton og Geoff hafa síðan þá einu sinni talast við. Geoff sagði ekkert illt á milli hans og Elton. Hann sagði Elton gjarnan hafa heimsótt þá á um helgar og á hátíðisdögum.John Reid, illmennið? Í fyrra kom út myndin Bohemian Rhapsody sem fjallar um Freddie Mercury og hljómsveitina Queen. Umboðsmaður Queen á hátindi frægðar sveitarinnar frá 1975 til 1978 var Skotinn John Reid. Í Bohemian Rhapsody er hann sýndur sem góður umboðsmaður og almennileg manneskja en í Rocketman er hann hinn mesti hrotti. Það sem er magnað við þetta er að leikstjóri Bohemian Rhapsody og Rocketman er hinn sami, Dexter Fletcher. Hann tók við leikstjórn Bohemian Rhapsody eftir að Bryan Singer hafði verið rekinn. Af hverju er því svona mikill munur á John Reid í Rocketman og Bohemian Rhapsody?Elton og Reid hittust í partíi árið 1970 en á þeim tíma hafði Elton gefið út eina plötu sem hafði ekki náð almennilegri hylli almennings. Reid hefur rifjað upp þegar Elton lék tónlist fyrir hann sem varð til þess að Reid heillaðist af hæfileikum Eltons. Úr varð að Reid varð umboðsmaður hans til ársins 1973 en þeir áttu í ástarsambandi frá árinu 1970 til 1975. Reid hefur sagt Elton sína fyrstu ást. Í Rocketman er kynnum þeirra lýst nokkurn veginn svona en í myndinni tekur Reid við sem umboðsmaður Eltons og hvetur hann til að eyða peningum sínum í munað án þess að hugsa of mikið um afleiðingarnar. Reid er undirförull, ofbeldishneigður og kaldrifjaður í Rocketman og beitir Elton John andlegu og líkamlegu ofbeldi.Elton John og John Reid á leið í partí sem Whitney Houston hélt árið 1988.Vísir/GettyÞað er ekki beint vitað hvort Reid hafi beitt Elton John ofbeldi en á það er minnst að þeir hafi rifist oft. Þá þurfti Reid að sitja mánuð í fangelsi fyrir að kýla blaðamann. Viðskiptasamband þeirra var alla tíð fremur flókið en leiðir þeirra skildu endanlega árið 1998 þegar þeir mættust í réttarsal þar sem Elton sakaði Reid um að hafa stolið af honum milljónum punda. Var málið leyst með sátt þar sem Reid borgaði honum 3,4 milljónir punda. Í myndinni er ekki komið inn á þessi réttarhöld en þar sést Reid lifa á Elton John og öskra á hann að hann eigi eftir að hirða sín 20 prósent löngu eftir að Elton er látinn. Elton John var einn af framleiðendum Rocketman og hefur því haft eitthvað um það að segja hvernig persónur koma fyrir í myndinni. Á það er einnig bent að Rocketman sé nákvæmari þegar kemur að sönnum atburðum á meðan Queen-myndin var mun meira færð í stílinn og meira einblínt á tónlistina. Í Queen-myndinni er að finna atriði þar sem Freddie Mercury rekur John Reid fyrir að stinga upp á því að Freddie Mercury hefji sólóferil. Trommari Queen, Roger Taylor, segir hins vegar að leiðir þeirra hafi ekki skilið þannig. Reid var umboðsmaður Queen á árunum 1975 til 1978 og sagði að þeirra leiðir hefðu skilið á vinsamlegum nótum. Taylor sagði hins vegar að hann grunaði að það hefði eitthvað haft með að gera að Elton John var orðinn öfundsjúkur út í vinsældir Queen. John Reid er leikinn af Game of Thrones og Bodygaurd leikaranum Richard Madden.Bernie Taupin Það er eins og samband Elton John og Bernie Taupin hafi verið skirfað í skýin. Bernie samdi textana og Elton lögin við textana og eftir þá liggja einar bestu perlur tónlistarsögunnar. Í myndinni er komið fram að Ray Williams, hjá Liberty Records, hafi komið þeim tveimur saman árið 1967 og er það allt satt og rétt. Hins vegar sést Williams rétta Elton John textann að Boarder Song áður en Elton og Bernie hittust í fyrsta sinn. Það lag varð ekki til fyrr en tveimur árum síðar, 1969. Fyrsta lagið sem þeir tóku upp var lagið Scarecrow og er vert að nefna að þegar þeir tóku það lag upp þá gekk Elton enn undir sínu upprunalega nafni, Reginald Dwight.Elton John og Bernie Taupin árið 1969.Vísir/GettySamband Eltons og Bernie er svo yfirgripsmikið að það hefði vafalaust dugað í heila kvikmynd en áður en þeir fóru að dæla út Elton John-lögum þá sömdu þeir fyrir aðra listamenn og áttu meira segja lag í Eurovison, I Can´t Go On Living Without You, árið 1969. Lagið var flutt af Lulu og endaði í sjötta sæti og neðsta sæti. Þá er nokkuð skondið atriði í myndinni þar sem Elton John segir frá ævi sinni í meðferð og þar á meðal Bernie Taupin. Hann segir Bernie sinn besta vin og þeir hafi aldrei rifist. Hins vegar eiga þeir nokkur rifrildi í myndinni og er þetta eflaust notað til að sýna hvernig fíkillinn Elton John átti það til að sjá hlutina ekki alveg í réttu ljósi þegar hann var sem veikastur. Á fimmtíu ára ferli þeirra þá skildu leiðir þeirra þó einu sinni. Í myndinni er þó látið í það skína að sá aðskilnaður hafi staðið yfir í langan tíma og þeir ekki náð aftur saman fyrr en Elton hafði farið í meðferð. Það voru þó aðeins tvær plötur sem skildu þá að. Báðir hafa sagt að viðskilnaðurinn varð vegna þess að þeir höfðu unnið stanslaust saman í áratug og vildu prófa eitthvað annað. Það hafi alls ekki kastast í kekki hjá þeim. Í myndinni er Bernie Taupin leikinn af Jamie Bell.Nafnið kom ekki frá John Lennon Í myndinni er sýnt þegar Elton ákveður listamannsnafnið sitt en nafnið Elton fékk hann frá félaga sínum í hljómsveitinni Bluesology, Elton Dean. John nafnið kom þó ekki frá John Lennon. Það kom frá Long John Baldry sem var áberandi í rokksenu Lundúna á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann var einn af fyrstu lærifeðrum Eltons og er einnig maðurinn sem uppgötvaði Rod Stewart. Baldry var söngvari Bluesology frá 1966 og þar til sveitin lagði upp laupana árið 1968. Hljómsveitin Bluesology stofnaði Elton árið 1962 ásamt vinum sínum þegar hann var fimmtán ár. Nokkrum árum síðar vörðu þeir einu og hálfu ári sem undirleikarar fyrir bandaríska tónlistarmenn, þar á meðal Isley Brothers og Patti LaBelle & The Blue Bells á tónleikaferðalagi um England. Spilaði ekki Daniel fyrir plötuútgefandann Í myndinni er sýndur fundur sem Elton átti með plötuútgefandanum Dick James, sem hafði gefið út Bítlana, árið 1967. Þar sést Elton reyna að heilla Dick James með því að spila búta úr Daniel og I Guess That´s Why They Call It The Blues. Þessi lög voru þó ekki samin fyrr en 1972 og 1983. Crocodile Rock var ekki spilað á Troubadour Einn af veigamestu atburðum í ferli Eltons átti sér stað á tónleikastaðnum Troubadour í Los Angeles 25. ágúst árið 1970. Honum hafði gengið fremur illa að slá í gegn og var litið á tónleikana í Troubadour sem hans síðasta séns. Tíu dögum fyrir giggið á Troubadour hafði Elton leikið á tónleikum í Halifax og var enn undirleikari hjá ýmsum hljómsveitum, þar á meðal The Hollies. Hann opnaði tónleikana á Your Song, fimm mánuðum áður en það sló í gegn á Bretlandseyjum, lék Boarder Song, Sixty Years On og Take Me To The Pilot og ábreiðu af Rolling Stones-laginu Honky Tonk Women.Um fjögur hundruð manns gátu komist inn á Troubadour en þar spilaði Elton átta sinnum á sex dögum. Rolling Stone tímaritið valdi þessa tónleika hans sem eina af 50 bestu tónleikum allra tíma. Boarder Song komst inn á vinsældarlista í vikunni sem hann spilaði á Troubadour en þessi tónleikaröð hans skapaði stemningu sem varð þess valdandi að hann varð að stórstjörnu.Elton á flugi á tónleikum.Vísir/GettyÍ myndinni er Elton John og áhorfendur sýndir í lausu lofti á tónleikunum en þetta er vísun í stemninguna sem var í salnum og átti Elton það til sjálfur að vera á hálfgerðu stökki við flygilinn eins og myndir sýna. En í myndinni er Elton John sýndur flytja Crocodile Rock á Troubadour en það gerðist hins vegar aldrei. Crocodile Rock kom út tveimur árum síðar.Sjálfsvígstilraunin Í myndinni er sjálfsvígstilraun Elton John sýnd með nokkuð stílfærðum hætti. Hann fyllir munninn af pillum og skolar þeim niður með brennivíni. Gengur síðan út í garð að sundlauginni þar sem fjöldi er kominn saman við heimili hans, þar á meðal hans nánustu, og segir næsta atriði vera hans eigin dauði áður enn lætur sig falla af dýfingabretti í sundlaugina.Þessi sjálfsvígstilraun átti sér stað árið 1975 en Elton hefur rætt hana í viðtölum og var einnig fjallað um hana í ævisögu hans His Song: The Musical Journey of Elton John.„Þegar vinir hans og fjölskylda voru í makindum við sundlaugina mætti Elton í slopp og sagði: „Ég hef tekið 85 valíum-töflur og mun deyja á næsta klukkutímanum,“ sagði Elton áður en hann kastaði sér í sundlaugina Honum var bjargað úr lauginni og dældu sjúkraflutningamenn töflunum upp úr honum. „Ætli við þurfum ekki öll að fara heim núna,“ sagði amma hans þegar þetta gerðist. Elton hefur sjálfur sagt að þarna hafi stressið verið að fara með hann. Hann hafði unnið stanslaust í fimm ár og sagði þetta hafa verið dæmigerða hegðun af sér og að ummæli ömmu hans hafi eflaust lýst viðhorfi allra til hans á þeim tíma. Tveimur dögum síðar lék hann á tónleikum á Dodger-leikvanginum í Los Angeles.Hjónaband hans og Renötu Í Rocketman er atriði þar sem Elton John er í hljóðveri að taka upp Victim of Love árið 1979 og fellur fyrir hljóðmanninum Renötu Blauel þegar þau syngja saman Don´t Let The Sun Go Down On Me. Elton er þráir svo alvöru mannleg tengsl á þeim tímapunkti myndarinnar að hann ákveður að kvænast Renötu, þó hann sé samkynhneigður.Þessi atburður, það er að segja brúðkaup þeirra, er aðeins fært til í tíma því brúðkaupið átti sér ekki stað fyrr en 1984 í Sidney, Ástralíu, en þau skildu árið 1988. Þau kynntust í raun og veru við upptökur á plötunni To Low for Zero árið 1983.Meðferðin Meðferð Elton John rammar myndina Rocketman inn þar sem hann segir frá ævi sinni á meðan hann tekst á við djöfla sína. Myndin endar á því að hann nær tökum á fíkninni og virðist um það leyti semja lagið I´m Still Standing af fögnuði yfir því að geta ennþá samið tónlist edrú. Lagið I´m Still Standing kom hins vegar út árið 1983 en Elton lauk meðferðinni árið 1990. Í myndinni sést Elton John storma út úr Madison Square Guarden í fullum skrúða og skrá sig beint í meðferð. Þetta gerðist hins vegar ekki þannig. Elton hefur sagt að hann fór í meðferð eftir tónleikaferð þar sem plötunni Sleeping With the Past var fylgt eftir. Hann fór í meðferð í Chicaco því það var eini staðurinn þar sem hann gat fengið ráðgjöf varðandi áfengis-, eiturlyfja- og matarfíkn. Hann sagðist hafa ákveðið að fara í meðferð eftir að hafa séð myndir af sér við útför Ryan White, sem Elton vingaðist við eftir að pilturinn hafði smitast af HIV eftir að hafa fengið blóðgjöf vegna dreyrasýki.
Kafað dýpra Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30