Smástund á Eiðistorgi Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 4. júní 2019 08:15 Salvör Thorlacius og Patricia Anna Þormar á leikvellinum á Eiðistorgi síðasta sunnudag. Smástund stendur reglulega fyrir svokölluðum „pop up“ leikvöllum. Þeir samanstanda af bláum kubbum í ýmsum formum sem börnin svo leika sér með eða byggja úr. Nú síðasta sunnudag var leikvöllurinn settur upp á Eiðistorgi úti á Seltjarnarnesi og var vel mætt á viðburðinn. Salvör Thorlacius, eigandi Smástundar, segir börn allt frá þeim sem eru nýbyrjuð að ganga upp í 12 ára aldur hafi gaman af leikvellinum. „Þetta er samt hugsað sem þroskaleikföng, en er auðvitað fyrir börn á öllum aldri. Kubbarnir hafa sannað gildi sitt sem einföld og áhrifarík leið inn í ósvikinn leik.“ segir Salvör. Kubbarnir eru búnir til úr umhverfisvænum og eiturefnalausum svampi. Þeir eru í mismunandi formum eins og teningum, tígulsteinum, tannhjólum, bugðum, kúlum og sívalningum. Börnin fá tækifæri til þess að skapa það sem þeim dettur í hug og möguleikarnir nánast endalausir. „Börn fá mikla útrás fyrir hreyfiþörf og fá fjölmörg tækifæri til að hugsa út fyrir rammann. Kubbarnir hvetja líka til skapandi lausna, efla hreyfigetu og málþroska, þjálfa rökhugsun, rýmisgreind og hæfni barna til að vinna saman,“ segir Salvör Salvör fann kubbana á sínum tíma á netinu og las sér í kjölfarið mikið til um þá. „Mér fannst þeir alveg ótrúlega spennandi og öll hugmyndin á bak við leikvöllinn mjög heillandi. Mér finnst frábært að stuðla að ríkara ímyndunarafli barna. Það þarf ekki alltaf að vera tölvuskjár til að hafa gaman.“ Hún segir börn fá mikla útrás fyrir hreyfiþörfina og þau fái tækifæri til að hugsa út fyrir rammann þegar þau leika sé með kubbana. „Einfaldleiki leikvallarins hvetur til skapandi lausna, eflir hreyfigetu og málþroska, þjálfar rökhugsun, rýmisgreind og hæfni barna til að vinna saman,“ segir Salvör.Hægt er að nota kubbana til að byggja ýmislegt.Hún hafi rætt hugmyndina um að flytja inn kubbana við vinkonu sína, Kristínu Maríellu Friðriksdóttur, en hún hefur vakið athygli fyrir að ræða uppeldisaðferðina RIE, eða ,,Respectful parenting“ í fjölmiðlum. Í þeirri hugmyndafræði er mikið lagt upp úr því að leikföng auðgi ímyndunarafl barna. „En fyrirtækið sem gerir kubbana er alveg ótengt RIE. Þó það liggi svipuð hugmynd að baki þá tilheyrir völlurinn flokki leiktækja sem kallast opinn efniviður. Það þýðir að það sé ekki fyrir fram búið að segja barninu að þetta sé dúkkuhús eða bíll, og svona eða hinsegin eigi barnið þá að leika sér með leikfangið.“ Ímyndunaraflið leyfi því börnunum að skapa sinn eigin heim. „Kubbarnir eru líka stórir en léttir þannig að jafnvel minnstu börnin geta leikið sér með þá þrátt fyrir stærðina. Mér finnst líka svo gaman að sjá hvað börnin leika sér ólíkt með kubbana, bara eftir því á hvaða aldri þau eru. Tveggja ára börn leika sér oftast allt öðruvísi með kubbana en kannski tíu ára gömul börn. Því eldri sem þau verða því flóknari verið leikirnir og þau byrja að byggja meira,“ segir Salvör að lokum. Leikvöllur Smástundar verður í Smáralindinni fyrir utan búðina H&M næsta fimmtudag frá 17.00 til 19.00 í tilefni af miðnæturopnun Smáralindar, aðgangur að honum er ókeypis. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Smástund stendur reglulega fyrir svokölluðum „pop up“ leikvöllum. Þeir samanstanda af bláum kubbum í ýmsum formum sem börnin svo leika sér með eða byggja úr. Nú síðasta sunnudag var leikvöllurinn settur upp á Eiðistorgi úti á Seltjarnarnesi og var vel mætt á viðburðinn. Salvör Thorlacius, eigandi Smástundar, segir börn allt frá þeim sem eru nýbyrjuð að ganga upp í 12 ára aldur hafi gaman af leikvellinum. „Þetta er samt hugsað sem þroskaleikföng, en er auðvitað fyrir börn á öllum aldri. Kubbarnir hafa sannað gildi sitt sem einföld og áhrifarík leið inn í ósvikinn leik.“ segir Salvör. Kubbarnir eru búnir til úr umhverfisvænum og eiturefnalausum svampi. Þeir eru í mismunandi formum eins og teningum, tígulsteinum, tannhjólum, bugðum, kúlum og sívalningum. Börnin fá tækifæri til þess að skapa það sem þeim dettur í hug og möguleikarnir nánast endalausir. „Börn fá mikla útrás fyrir hreyfiþörf og fá fjölmörg tækifæri til að hugsa út fyrir rammann. Kubbarnir hvetja líka til skapandi lausna, efla hreyfigetu og málþroska, þjálfa rökhugsun, rýmisgreind og hæfni barna til að vinna saman,“ segir Salvör Salvör fann kubbana á sínum tíma á netinu og las sér í kjölfarið mikið til um þá. „Mér fannst þeir alveg ótrúlega spennandi og öll hugmyndin á bak við leikvöllinn mjög heillandi. Mér finnst frábært að stuðla að ríkara ímyndunarafli barna. Það þarf ekki alltaf að vera tölvuskjár til að hafa gaman.“ Hún segir börn fá mikla útrás fyrir hreyfiþörfina og þau fái tækifæri til að hugsa út fyrir rammann þegar þau leika sé með kubbana. „Einfaldleiki leikvallarins hvetur til skapandi lausna, eflir hreyfigetu og málþroska, þjálfar rökhugsun, rýmisgreind og hæfni barna til að vinna saman,“ segir Salvör.Hægt er að nota kubbana til að byggja ýmislegt.Hún hafi rætt hugmyndina um að flytja inn kubbana við vinkonu sína, Kristínu Maríellu Friðriksdóttur, en hún hefur vakið athygli fyrir að ræða uppeldisaðferðina RIE, eða ,,Respectful parenting“ í fjölmiðlum. Í þeirri hugmyndafræði er mikið lagt upp úr því að leikföng auðgi ímyndunarafl barna. „En fyrirtækið sem gerir kubbana er alveg ótengt RIE. Þó það liggi svipuð hugmynd að baki þá tilheyrir völlurinn flokki leiktækja sem kallast opinn efniviður. Það þýðir að það sé ekki fyrir fram búið að segja barninu að þetta sé dúkkuhús eða bíll, og svona eða hinsegin eigi barnið þá að leika sér með leikfangið.“ Ímyndunaraflið leyfi því börnunum að skapa sinn eigin heim. „Kubbarnir eru líka stórir en léttir þannig að jafnvel minnstu börnin geta leikið sér með þá þrátt fyrir stærðina. Mér finnst líka svo gaman að sjá hvað börnin leika sér ólíkt með kubbana, bara eftir því á hvaða aldri þau eru. Tveggja ára börn leika sér oftast allt öðruvísi með kubbana en kannski tíu ára gömul börn. Því eldri sem þau verða því flóknari verið leikirnir og þau byrja að byggja meira,“ segir Salvör að lokum. Leikvöllur Smástundar verður í Smáralindinni fyrir utan búðina H&M næsta fimmtudag frá 17.00 til 19.00 í tilefni af miðnæturopnun Smáralindar, aðgangur að honum er ókeypis.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira