Hulk öskrar á íslensku Oddur Ævar Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson skrifa 11. júlí 2019 08:15 Bjarni Gautur fagnar útgáfunni með teiknimyndasamkeppni í Spilavinum á Suðurlandsbraut klukkan 12 á laugardaginn. Fréttablaðið/Birna Hinar sívinsælu Marvel-ofurhetjur snúa nú aftur á íslensku eftir áratuga hlé í glænýjum myndasögum sem Bjarni Gautur Eydal gefur út undir merkjum DP-IN, útgáfufyrirtækis sem hann stofnaði gagngert til þess að gera myndasögur úr Marvel-heiminum aðgengilegar ungum lesendum á okkar eldgamla ylhýra. Bjarni segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi viljað gefa krökkum kost á því að geta lesið um uppáhalds ofurhetjurnar sínar á íslensku í stað ensku og bendir á að í „gamla daga“ áður en hann fæddist hafi til dæmis Hulk og Köngulóarmaðurinn verið gefnir út á íslensku. „Í gamla daga, áður en ég og þú fæðumst, þá voru Hulk og Spiderman gefnir út á íslensku. En við erum í fyrsta sinn að fara að gefa sögurnar út í réttri tímaröð og í kiljum,“ segir Bjarni. „Ég hef unnið mikið með krökkum á frístundaheimilum og ég tók eftir því að það eru ekki margir valmöguleikar fyrir lestur. Ég ólst upp í Svíþjóð og ólst upp við að lesa Marvel-myndasögur á sænsku.“ Það eru ekki ómerkari kempur en græni berserkurinn Hulk og stökkbreytta gengið sem kennt er við X-Men sem ríða á íslenskuvaðið í veglegum og hnausþykkum bókum. Köngulóarmaðurinn og fulltrúi okkar á Norðurlöndum, þrumuguðinn Þór, munu fylgja í kjölfarið. „Við ætlum að gefa út bæði gamlar og nýjar. Þetta er svona bæði og, við ætlum að raða þessu upp í réttri tímaröð,“ segir Bjarni.Hér hefst ævintýrið um Hulk þegar Bruce Banner verður fyrir gamma-geislum og verður bókstaflega grænn af reiði. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Hinar sívinsælu Marvel-ofurhetjur snúa nú aftur á íslensku eftir áratuga hlé í glænýjum myndasögum sem Bjarni Gautur Eydal gefur út undir merkjum DP-IN, útgáfufyrirtækis sem hann stofnaði gagngert til þess að gera myndasögur úr Marvel-heiminum aðgengilegar ungum lesendum á okkar eldgamla ylhýra. Bjarni segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi viljað gefa krökkum kost á því að geta lesið um uppáhalds ofurhetjurnar sínar á íslensku í stað ensku og bendir á að í „gamla daga“ áður en hann fæddist hafi til dæmis Hulk og Köngulóarmaðurinn verið gefnir út á íslensku. „Í gamla daga, áður en ég og þú fæðumst, þá voru Hulk og Spiderman gefnir út á íslensku. En við erum í fyrsta sinn að fara að gefa sögurnar út í réttri tímaröð og í kiljum,“ segir Bjarni. „Ég hef unnið mikið með krökkum á frístundaheimilum og ég tók eftir því að það eru ekki margir valmöguleikar fyrir lestur. Ég ólst upp í Svíþjóð og ólst upp við að lesa Marvel-myndasögur á sænsku.“ Það eru ekki ómerkari kempur en græni berserkurinn Hulk og stökkbreytta gengið sem kennt er við X-Men sem ríða á íslenskuvaðið í veglegum og hnausþykkum bókum. Köngulóarmaðurinn og fulltrúi okkar á Norðurlöndum, þrumuguðinn Þór, munu fylgja í kjölfarið. „Við ætlum að gefa út bæði gamlar og nýjar. Þetta er svona bæði og, við ætlum að raða þessu upp í réttri tímaröð,“ segir Bjarni.Hér hefst ævintýrið um Hulk þegar Bruce Banner verður fyrir gamma-geislum og verður bókstaflega grænn af reiði.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira