Lífið

Hulk öskrar á íslensku

Oddur Ævar Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson skrifa
Bjarni Gautur fagnar útgáfunni með teiknimyndasamkeppni í Spilavinum á Suðurlandsbraut klukkan 12 á laugardaginn.
Bjarni Gautur fagnar útgáfunni með teiknimyndasamkeppni í Spilavinum á Suðurlandsbraut klukkan 12 á laugardaginn. Fréttablaðið/Birna
Hinar sívinsælu Marvel-ofurhetjur snúa nú aftur á íslensku eftir áratuga hlé í glænýjum myndasögum sem Bjarni Gautur Eydal gefur út undir merkjum DP-IN, útgáfufyrirtækis sem hann stofnaði gagngert til þess að gera myndasögur úr Marvel-heiminum aðgengilegar ungum lesendum á okkar eldgamla ylhýra.

Bjarni segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi viljað gefa krökkum kost á því að geta lesið um uppáhalds ofurhetjurnar sínar á íslensku í stað ensku og bendir á að í „gamla daga“ áður en hann fæddist hafi til dæmis Hulk og Köngulóarmaðurinn verið gefnir út á íslensku.

„Í gamla daga, áður en ég og þú fæðumst, þá voru Hulk og Spiderman gefnir út á íslensku. En við erum í fyrsta sinn að fara að gefa sögurnar út í réttri tímaröð og í kiljum,“ segir Bjarni.

„Ég hef unnið mikið með krökkum á frístundaheimilum og ég tók eftir því að það eru ekki margir valmöguleikar fyrir lestur. Ég ólst upp í Svíþjóð og ólst upp við að lesa Marvel-myndasögur á sænsku.“

Það eru ekki ómerkari kempur en græni berserkurinn Hulk og stökkbreytta gengið sem kennt er við X-Men sem ríða á íslenskuvaðið í veglegum og hnausþykkum bókum. Köngulóarmaðurinn og fulltrúi okkar á Norðurlöndum, þrumuguðinn Þór, munu fylgja í kjölfarið.

„Við ætlum að gefa út bæði gamlar og nýjar. Þetta er svona bæði og, við ætlum að raða þessu upp í réttri tímaröð,“ segir Bjarni.



Hér hefst ævintýrið um Hulk þegar Bruce Banner verður fyrir gamma-geislum og verður bókstaflega grænn af reiði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×