Kærasti Anníe Mistar vann annan hlutann í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 12:30 Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius er í flottu formi í ár. Mynd/Instagram/frederikaegidius Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte. CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte.
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira