Rúnar Páll: Aðdragandinn algjör þvæla Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. apríl 2019 22:25 Rúnar Páll klappar fyrir stuðningsmönnum Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. VÍSIR/DANÍEL Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir jafntefli sinna manna gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. „Mjög svekkjandi niðurstaða miðað við hvernig leikurinn þróaðist og hvernig færaskiptingin var í þessum leik. Við erum með algjöra yfirburði í þessum leik, í bæði fyrri og seinni hálfleik. Við vorum óheppnir að skora ekki fleiri mörk.” „Við fáum á okkur ódýrt mark þar að segja aðdragandinn að því, en það er bara svoleiðis. KR fékk ekki mörg færi í þessum leik og þetta er svekkjandi.” Rúnar sagðist ekki vera viss með vítið sem Stjarnan fékk á sig en hann var ósáttur með aukaspyrnuna sem þeir fengu á sig sem vítið kom síðan upp úr. „Mér skilst að þetta hafi verið brot hjá Jóa (Jóhann Laxdal) en aðdragandinn að vítinu þar sem Brynjar Gauti fær dæmda á sig aukaspyrnu er algjör þvæla og það skóp þetta mark.” Hann sagði að það hefði verið gífurlega erfitt að sækja á KR liðið í seinni hálfleiknum en þeir voru mjög þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. „Það er bara mjög erfitt að spila gegn svona þéttri vörn. Við reyndum hvað við gátum, fyrirgjafir og langa bolta í gegn en þeir voru bara hrikalega þéttir og Beitir gerði vel fyrir þá. Því miður vantaði herslumuninn í kvöld.” Rúnar sagði að lokum að þetta væri gífurlega svekkjandi miðað við stöðuna í hálfleik þrátt fyrir að þetta sé einungis fyrsta umferð í deildinni. „Já þetta er gífurlega svekkjandi sérstaklega miðað við það hvað aðdragandinn var ódýr fyrir KR-ingana. KR fékk ekkert annað í þessum leik fyrir utan þetta víti. Fá gefins aukaspyrnu sem skapar vítið sem er rosalega dýrt fyrir okkur,” sagði Rúnar Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 1-1 | Tvær vítaspyrnur og rautt spjald í jafntefli Fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk með stórleik bikarmeistara Stjörnunnar og KR. 27. apríl 2019 23:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir jafntefli sinna manna gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. „Mjög svekkjandi niðurstaða miðað við hvernig leikurinn þróaðist og hvernig færaskiptingin var í þessum leik. Við erum með algjöra yfirburði í þessum leik, í bæði fyrri og seinni hálfleik. Við vorum óheppnir að skora ekki fleiri mörk.” „Við fáum á okkur ódýrt mark þar að segja aðdragandinn að því, en það er bara svoleiðis. KR fékk ekki mörg færi í þessum leik og þetta er svekkjandi.” Rúnar sagðist ekki vera viss með vítið sem Stjarnan fékk á sig en hann var ósáttur með aukaspyrnuna sem þeir fengu á sig sem vítið kom síðan upp úr. „Mér skilst að þetta hafi verið brot hjá Jóa (Jóhann Laxdal) en aðdragandinn að vítinu þar sem Brynjar Gauti fær dæmda á sig aukaspyrnu er algjör þvæla og það skóp þetta mark.” Hann sagði að það hefði verið gífurlega erfitt að sækja á KR liðið í seinni hálfleiknum en þeir voru mjög þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. „Það er bara mjög erfitt að spila gegn svona þéttri vörn. Við reyndum hvað við gátum, fyrirgjafir og langa bolta í gegn en þeir voru bara hrikalega þéttir og Beitir gerði vel fyrir þá. Því miður vantaði herslumuninn í kvöld.” Rúnar sagði að lokum að þetta væri gífurlega svekkjandi miðað við stöðuna í hálfleik þrátt fyrir að þetta sé einungis fyrsta umferð í deildinni. „Já þetta er gífurlega svekkjandi sérstaklega miðað við það hvað aðdragandinn var ódýr fyrir KR-ingana. KR fékk ekkert annað í þessum leik fyrir utan þetta víti. Fá gefins aukaspyrnu sem skapar vítið sem er rosalega dýrt fyrir okkur,” sagði Rúnar Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 1-1 | Tvær vítaspyrnur og rautt spjald í jafntefli Fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk með stórleik bikarmeistara Stjörnunnar og KR. 27. apríl 2019 23:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KR 1-1 | Tvær vítaspyrnur og rautt spjald í jafntefli Fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk með stórleik bikarmeistara Stjörnunnar og KR. 27. apríl 2019 23:00