Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. desember 2019 20:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Þegar ég var yngri þá var það hefð hjá fjölskyldunni minni að drekka heitt súkkulaði með þeyttum rjóma þegar við bræðurnir vöknuðum á jóladagsmorgun. Ef við bræðurnir gerðum þau mistök að biðja um kakó þá voru foreldrar okkar snöggir að leiðrétta okkur, þetta var heitt súkkulaði. Þetta er er löngu innprentað í okkur bræðurna og nú erum við fljótir að leiðrétta okkar eigin börn þegar þau gera sömu mistök. Þykkt heitt súkkulaði með gommu af þeyttum rjóma er alveg sígilt, klikkar aldrei. En stundum er gaman að breyta aðeins til. Hægt er að skipta suðusúkkulaðinu út fyrir hvítt súkkulaði en þá finnst mér drykkurinn of væminn, enda er þannig súkkulaði oft dálítið karakterlaust. Því þarf að bæta einhverju við til að bæta upp fyrir það. Hér nota ég maukuð jarðarber til að ljá hvíta súkkulaðinu eitthvað bragð en hægt væri að nota í raun hvaða ber sem er. Innihald Fyrir fjóra 300 grömm jarðarber, sneidd 100 grömm strásykur 500 millilítrar mjólk 500 millilítrar rjómi 200 grömm hvítt súkkulaði, grófsaxað Leiðbeiningar Setjið jarðarberin í litla skál og veltið upp úr sykrinum. Látið standa í um 15 mínútur eða þar til jarðarberin eru orðin lin og sykurinn að mestu uppleystur. Maukið jarðarberin með töfrasprota, matvinnsluvél eða blandara. Blandið mjólkinni og rjómanum saman í potti og hitið yfir miðlungslágum hita. Ekki flýta þessu ferli því ef mjólkinn hitnar of hratt þá eru meiri líkur á að hún ysti þegar jarðarberin fara út í. Takið pottinn af hellunni og bætið hvíta súkkulaðinu út í. Hrærið þar til allt súkkulaðið er bráðið og látið blönduna kólna örlítið. Blandið maukuðu jarðarberjunum þá út í pottinn í nokkrum skömmtum og blandið vel saman. Hitið jarðarberjasúkkulaðið ofurhægt þar til það er nógu heitt til að drekka en hið fullkomna hitastig er tæpar 60°C. Passið mjög vel upp á að drykkurinn sjóði ekki því þá er nær öruggt að mjólkin ysti. Berið heitt súkkulaðið fram með glás þeyttum rjóma. Aðventumolar Árna í Árdal Eftirréttir Jól Jólamatur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Hangikjöt Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 23. desember 2019 12:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Laufabrauð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 22. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Skata Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi kom öllum í rétta hátíðarskapið og reiddi fram einn rétt á dag fram að jólum. 27. desember 2019 11:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Þegar ég var yngri þá var það hefð hjá fjölskyldunni minni að drekka heitt súkkulaði með þeyttum rjóma þegar við bræðurnir vöknuðum á jóladagsmorgun. Ef við bræðurnir gerðum þau mistök að biðja um kakó þá voru foreldrar okkar snöggir að leiðrétta okkur, þetta var heitt súkkulaði. Þetta er er löngu innprentað í okkur bræðurna og nú erum við fljótir að leiðrétta okkar eigin börn þegar þau gera sömu mistök. Þykkt heitt súkkulaði með gommu af þeyttum rjóma er alveg sígilt, klikkar aldrei. En stundum er gaman að breyta aðeins til. Hægt er að skipta suðusúkkulaðinu út fyrir hvítt súkkulaði en þá finnst mér drykkurinn of væminn, enda er þannig súkkulaði oft dálítið karakterlaust. Því þarf að bæta einhverju við til að bæta upp fyrir það. Hér nota ég maukuð jarðarber til að ljá hvíta súkkulaðinu eitthvað bragð en hægt væri að nota í raun hvaða ber sem er. Innihald Fyrir fjóra 300 grömm jarðarber, sneidd 100 grömm strásykur 500 millilítrar mjólk 500 millilítrar rjómi 200 grömm hvítt súkkulaði, grófsaxað Leiðbeiningar Setjið jarðarberin í litla skál og veltið upp úr sykrinum. Látið standa í um 15 mínútur eða þar til jarðarberin eru orðin lin og sykurinn að mestu uppleystur. Maukið jarðarberin með töfrasprota, matvinnsluvél eða blandara. Blandið mjólkinni og rjómanum saman í potti og hitið yfir miðlungslágum hita. Ekki flýta þessu ferli því ef mjólkinn hitnar of hratt þá eru meiri líkur á að hún ysti þegar jarðarberin fara út í. Takið pottinn af hellunni og bætið hvíta súkkulaðinu út í. Hrærið þar til allt súkkulaðið er bráðið og látið blönduna kólna örlítið. Blandið maukuðu jarðarberjunum þá út í pottinn í nokkrum skömmtum og blandið vel saman. Hitið jarðarberjasúkkulaðið ofurhægt þar til það er nógu heitt til að drekka en hið fullkomna hitastig er tæpar 60°C. Passið mjög vel upp á að drykkurinn sjóði ekki því þá er nær öruggt að mjólkin ysti. Berið heitt súkkulaðið fram með glás þeyttum rjóma.
Aðventumolar Árna í Árdal Eftirréttir Jól Jólamatur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Hangikjöt Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 23. desember 2019 12:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Laufabrauð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 22. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Skata Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi kom öllum í rétta hátíðarskapið og reiddi fram einn rétt á dag fram að jólum. 27. desember 2019 11:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal: Hangikjöt Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 23. desember 2019 12:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Laufabrauð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 22. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15
Aðventumolar Árna í Árdal: Skata Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi kom öllum í rétta hátíðarskapið og reiddi fram einn rétt á dag fram að jólum. 27. desember 2019 11:45