María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2019 12:17 María Ólafsdóttir Eurovision söngkona. Vísir/Vilhelm María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna og má lesa nánar um dómnefndir annarra þjóða á heimasíðu Eurovision. Auk Maríu eru Hrafnhildur Halldórsdóttir útvarpskona, Örlygur Smári lagahöfundur, Jóhann Hjörleifsson trommari og Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi. Þá hefur verið skipaður varadómari ef eitthvað kæmi upp á sem myndi valda því að ein hinna fimm getur ekki sinnt skildum sínum í Eurovision vikunni. Ekki er greint frá nafni varadómarans. Vægi dómnefndar gildir til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar. Þau sem sitja í dómnefnd mega ekki hafa gegnt hlutverki dómara í keppninni árin tvö á undan. Þau þurfa að hafa náð sextán ára aldri daginn sem kosið er og mega ekki vera starfsmenn evrópsku sjónvarpsstöðvanna, RÚV í tilfelli Íslands. Þau þurfa að starfa við eitthvað tengt tónlist og sömuleiðis vera ríkisborgarar þeirra þjóða sem þau sitja í dómnefnd fyrir. Þá mega þau ekki tengjast neinu laganna eða listamönnum í keppninni á hátt sem gæti valdið því að þau væru ekki hlutlaus við störf sín í dómnefnd. Eurovision Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna og má lesa nánar um dómnefndir annarra þjóða á heimasíðu Eurovision. Auk Maríu eru Hrafnhildur Halldórsdóttir útvarpskona, Örlygur Smári lagahöfundur, Jóhann Hjörleifsson trommari og Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi. Þá hefur verið skipaður varadómari ef eitthvað kæmi upp á sem myndi valda því að ein hinna fimm getur ekki sinnt skildum sínum í Eurovision vikunni. Ekki er greint frá nafni varadómarans. Vægi dómnefndar gildir til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar. Þau sem sitja í dómnefnd mega ekki hafa gegnt hlutverki dómara í keppninni árin tvö á undan. Þau þurfa að hafa náð sextán ára aldri daginn sem kosið er og mega ekki vera starfsmenn evrópsku sjónvarpsstöðvanna, RÚV í tilfelli Íslands. Þau þurfa að starfa við eitthvað tengt tónlist og sömuleiðis vera ríkisborgarar þeirra þjóða sem þau sitja í dómnefnd fyrir. Þá mega þau ekki tengjast neinu laganna eða listamönnum í keppninni á hátt sem gæti valdið því að þau væru ekki hlutlaus við störf sín í dómnefnd.
Eurovision Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira