Sagði lögmanni Dr. Luke að skammast sín í nýbirtum vitnisburði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 21:58 Lady Gaga. Getty/Frazer Harrison Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga. MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga.
MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00
#FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01
Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00