Sagði lögmanni Dr. Luke að skammast sín í nýbirtum vitnisburði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 21:58 Lady Gaga. Getty/Frazer Harrison Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga. MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Vitnisburður tónlistarkonunnar Lady Gaga í máli upptökustjórans Dr. Luke gegn söngkonunni Keshu var nýlega gerður aðgengilegur. Gaga virðist hafa orðið nokkuð heitt í hamsi í samskiptum við lögmann Dr. Luke og þá lýsir hún því yfir að hún trúi ásökunum Keshu um kynferðisofbeldi í einu og öllu, að því er fram kemur í hinum nýbirtu skjölum. Kesha kærði Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Luke Gottwald, fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í október árið 2014. Kesha hvarf frá stefnunni tveimur árum síðar en Dr. Luke kærði hana þá á móti fyrir ærumeiðingar. Í september árið 2017 var tekin skýrsla af Lady Gaga vegna málsins, sem nýlega var gerð opinber. Gaga hefur ætíð verið opinskár stuðningsmaður Keshu í málaferlum þeirrar síðarnefndu og Dr. Luke.Byrjuð að gráta áður en skýrslutakan hófst Skýrslan hefst á því að lögmaður Gaga gerir grein fyrir því að skjólstæðingur sinn sé þolandi kynferðisofbeldis. Þá sé hún þegar grátandi við upphaf skýrslutökunnar. Lögfræðingar Dr. Luke inna Gaga svo eftir því hvort ásakanir Keshu um kynferðisbrot hefðu haft áhrif á mannorð hans. Gaga sagðist ekki geta svarað því hvaða álit heimsbyggðin hefði á upptökustjóranum en fyrir sitt leyti væri svarið skýrt. „Þannig að ef þú ert að biðja um skoðun mína á orðspori hans, ég myndaði skoðun mína á honum og orðspori hans þegar ég sá hana í þessu bakherbergi. Það var mynd af svolitlu sem henti mig og ég fann það og vissi af öllu hjarta að hún var að segja sannleikann og ég trúi henni.“ View this post on InstagramFree Kesha A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on Feb 24, 2016 at 3:12pm PST„Ekki ranghvolfa augunum framan í mig“ Þá fullyrti hún að Kesha hefði sagt sér frá kynferðisbrotum Dr. Luke. Þegar lögmaður þess síðarnefnda spurði Gaga hvort hún byggi yfir sönnunargögnum þess efnis stóð ekki á svari. „Nú, þú veist, þegar karlmenn beita konur ofbeldi bjóða þeir fólki ekki í heimsókn til að fylgjast með,“ sagði Gaga. Þá má lesa af vitnisburðinum af Gaga hafi orðið nokkuð heitt í hamsi þegar lögmaður Dr. Luke innti hana eftir því hvort hún tryði því að fólk lygi til um kynferðisofbeldi. „Af hverju í veröldinni myndi þessi stelpa segja öllum heiminum að þetta hafi gerst? Af hverju í veröldinni? Veistu hvað þolendur þurfa að líða? Veistu hvernig það er að segja frá? Ekki ranghvolfa augunum framan í mig. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Gaga.
MeToo Tónlist Tengdar fréttir Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Söngkonan hefur ekki getað gefið út tónlist síðan hún kærði útgáfustjóra sinn fyrir kynferðisofbeldi. 7. júlí 2017 13:00
#FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01
Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína.“ 23. febrúar 2016 10:00