Þátttakendur 17 landa munu í kvöld sjá hvort þrotlaus vinna þeirra, blóð, sviti og tár, muni skila þeim áfram í úrslitakvöldið næsta laugardag.
Twittergrínarar þjóðarinnar hafa einnig beðið eftir kvöldinu með löngu fyrirfram ákveðna brandara eða hnyttin ummæli sem þeim datt í hug þegar að þeir hlýddu á fagra tóna Darude frá Finnlandi eða Kate Miller-Heidke frá Ástralíu.
Eitt er þó ljóst að það er bara það besta sem kemst í Twittersamantekt Vísis sem birtist hér að neðan.
Ef við fáum 4 stig frá einhverju landi og 3 stig frá öðru landi og svo 5 stig frá einhverju öðru landi þá erum við komin með #12stig.
— Árni Torfason (@arnitorfa) May 14, 2019
Íslenski fáninn og diskókúlan komin á sinn stað. Það eru jólin... Nei, ég meina það er Eurovision #áframísland#12stig#eurovision2019#esciceland#eurovisionsongcontest2019https://t.co/q3t4SIuOTn
— Dögg Matthíasdóttir (@dewice) May 14, 2019