Gæti reynst Hatara vel að Úkraína dró framlag sitt úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 15:30 Maruv á sviðinu í Kænugarði í undankeppnini í Úkraínu í febrúar. Lagið naut mikilla vinsælda en keppir ekki í Tel Aviv. Getty/Pavlo Gonchar Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel. Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel.
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40