Móðurmál: Sigrún Eva fyrirsæta segir frá óvæntri meðgöngu í New York Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 21:15 Sigrún Eva og kærasti hennar Sonny eiga von á sínu fyrsta barni í nóvember. Aðsend mynd Sigrún Eva fyrirsæta, býr í Brooklyn, New York með kærasta sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Í dag starfar hún sem fyrirsæta hjá Women management og á að baki farsælan feril þrátt fyrir ungan aldur. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk, ung fyrirsæta í New York borg. Sigrún er fjórði viðmælandinn í liðnum Móðurmál þar sem konur deila reynslu sinni af meðgöngu, fæðingu og því að vera nýbökuð móðir.1. Nafn?Sigrún Eva Jónsdóttir.2. Aldur?28 ára gömul.3. Starf?Fyrirsæta.4. Númer hvað er þessi meðganga?Mín fyrsta.5. Hvað ertu komin langt?31 viku.6. Hvernig uppgötvaðir þú að þú værir ófrísk?Það var frekar fyndið því ég var búin að vera að nota svona app sem að skráir og fylgist með tíðahringnum og lætur mann vita hvenær maður er frjór og hvenær ekki. Ég eyddi því svona mánuði áður hugsandi bara: „Æh þetta er meira svona fyrir konur sem eru að reyna eignast börn kannski!“ Svo fimm vikum seinna. Boom! Þetta var semsagt ekki planað, EN við tókum þessu bara fagnandi eftir fyrsta sjokkið.Aðsend mynd7. Hvernig voru fyrstu tólf vikurnar? Fyrstu tólf vikurnar fóru bara svolítið í það að takast á við breytingarnar sem yrðu framundan. Mig langaði alltaf að verða mamma en bara þegar ég væri „reddí“. Ég get einhvern veginn ekki ímyndað mér að einn daginn myndi ég segja: „OK, ég er tilbúin í þetta, lets go!“ Þannig að ég er eiginlega bara glöð að þetta gerðist svona. Svo var ég bara drulluhress og með enga ógleði!8. Hvenær og hvernig tilkynntuð þið meðgönguna? Ég held að ég hafi sagt nánustu vinunum og fjölskyldu mjög snemma og restinni svona smátt og smátt. Ég elskaði að segja fólki frá, svo mikil gleði! En ég fór ekki með þetta á samfélagsmiðla fyrr en um 20 vikur.9. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið mjög snemma. Eina skoðunin sem ég fór í hérna úti var tólf vikna skoðun og þau buðu upp á blóðprufu sem að gefur upp kynið. Mér fannst mjög þægilegt að fá að vita kynið, það leyfði okkur að tengja aðeins betur. Þetta var eitthvað svo óraunverulegt fyrstu vikurnar þegar maður finnur eiginlega ekki fyrir neinu.10. Ákváðuð þið að tilkynna kynið með einhverjum hætti? (Gender revealing)?Hah! Við gátum klárlega ekki haldið kjafti, sögðum öllum bara strax og þau spurðu. „Vitiði ky…JÁ ÞAERSTELPA!“ Hinsvegar er mjög fyndið hvað ALLIR héldu/halda að þetta sé strákur. Fólk útí búð stoppar mig og óskar mér til hamingju með strákinn, mjög skrítið. Þannig að við erum með strákanafn (til vara) ef að vísindin klikka og allir hinir eru ofurnæmir.11. Ertu að nota eitthvað meðgönguapp? Já, er með eitt sem heitir Ovia. Finnst best við það að geta haldið utan um hvernig manni líður, þyngd og þessháttar. Svo er alltaf pínu sætt að fá ávöxt eða grænmeti í hverri viku sem að barninu er líkt við stærðarlega séð. Við erum á stærð við Romain kálhaus núna! Annars finnst mér eins og þessi öpp stikli oft á stóru með almennar upplýsingar og svona. Maður er alltaf að klikka á einhverja grein um ákveðin efni og fær varla meira útúr því en það sem stendur í fyrirsögninni. Aðsend mynd12. Hver er algengasta spurningin sem þú færð frá fólki? Ertu með einhver skrítin matar-cravings? Og ertu þá ennþá vegan?13. Hvernig finnst þér þjónustan vera í heilbrigðiskerfinu við ófrískar konur? Ég er búin að vera í pínu púsluspili þar sem að ég er erlendis þangað til í enda september. Þannig ég er búin að missa af nokkrum tjékkum. Seinasta skoðunin mín var 20 vikna og ég er búin að vera í sambandi við ljósmóður heima alla meðgönguna sem er frábær. Ég fíla hvað það er ekkert verið að flækja þetta frekar en þarf og leyfa meðgöngunni svolítið bara að hafa sinn gang. Hérna úti er þetta svo allt öðruvísi. Þetta er svo mikill peninga business. Maður finnur það alveg að kerfið er ekki með mann í fyrsta sæti heldur frekar tekjurnar, þannig að ég get ímyndað mér hvað það getur verið streituvaldandi fyrir suma. Ég ætlaði til dæmis að gamni að sjá hvort ég gæti farið í einn sónar svona í millitíðinni áður en ég kæmi heim, en nei, það er nánast bara skellt á mann ef þú ert ekki að fara koma aftur til þeirra og ekki með skráðan lækni fyrir. Ok KÚL!14. Ertu í einhverri sérhæfðri líkamsrækt fyrir ófrískar konur? Nei ekki hingað til. Er búin að halda mig við mína rútínu sem eru tímar sem kallast SLT hérna úti. Þetta er einhver svona pilates á sterum tími sem er smá búið að bæta upp missinn fyrir fótboltaútrásina. Prófaði tvo meðgöngujóga tíma hérna úti sem að voru bara einhverjar teygjur. Get gert það heima hjá mér, takk fyrir. Hinsvegar er ég MJÖG spennt að koma heim í lokasprettinn og fara í meðgöngujóga og synda. Ahhhh!15. Hvað finnst þér erfiðast við að vera ófrísk? Það er klárlega mikil breyting að vera ófrísk og sérstaklega í New York borg. Hér er ég mjög ung til að vera að stofna fjölskyldu miðað við alla aðra og ég þekki bara eina vinkonu sem er á sama stað. Maður finnur alveg mikið fyrir félagslegri breytingu og ég held að fólk viti ekki alveg hvernig á að „díla“ við ófríska manneskju, sem er pínu steikt. En svona líkamlega séð þá var erfitt að þurfa að hætta spila fótbolta og hjóla í borginni sem er uppáhaldið mitt, sérstaklega á sumrin.Aðsend mynd16. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera ófrísk? Ég elska að vera ófrísk! Það er geggjað að fara í gegnum þessar breytingar, ég var svo spennt að fá bumbu. Svo að finna fyrir þessari baun veltast um þarna inni er svo yndislegt og róandi. Svo hafa allir draumarnir mínir verið rosalega fallegir og skýrir. Og núna býður fólk mér sætið sitt í lestinni. Mjög góður kostur sem ég nýti mér óspart. Labba inn í lestina og tek mjög dramatískt utan um bumbuna með leitandi augnaráði.17. Hvernig leggst fæðingin í þig? Fæðingin leggst bara mjög vel í mig. Mér finnst ég vera með góða blöndu af hugarró og íþróttamannseðli. Er líka svo þakklát fyrir manninn minn og ég veit að hann á eftir að vera frábær stuðningur í gegnum þetta.18. Hvernig ertu að takast á við líkamlegar breytingar? Ég held bara vel, svona yfir höfuð. Eina sem ég kvarta undan er einstaka fótapirringur og brjóstsviði. Svo líður manni reyndar eins og hvali í rúminu að reyna að finna stellingu til að sofa í þessa dagana, haha! Ég á mjög erfitt með að sætta mig við að geta ekki sofið á bakinu eða maganum.19. Hvernig gengur að finna föt sem passa, hefur þú þurft að kaupa þér meðgöngufatnað? Úff! Sumarið bjargaði þessu svolítið þar sem að ég gat bara verið í kjólum og ef ekki, var það bara fataskápur kærasta míns. Ég keypti mér nokkrar flíkur núna um daginn til að vera ekki alveg í skralli en reyndi að hafa það lítið. Þoli ekki að kaupa eitthvað sem maður notar svona stutt.20. Eruð þið búin að ákveða nafn? Já loksins! Djöfull er erfitt að finna nafn á einhvern sem maður þekkir ekkert! Svo var líka mjög erfitt að reyna að finna nafn sem að þarf að virka fyrir þrjú tungumál.Aðsend mynd21. Ætlið þið á foreldra- eða fæðingarnámskeið? Ekki enn. Vorum að spá í að fara á brjóstagjafarnámskeið og langar til að ná fæðingarnámskeiði líka. Er búin að lesa mig mikið til en bókin Ina May’s Guide to Childbirth er án djóks eina bókin sem ég þarf að minnsta kosti fyrir fæðinguna, hlakka bara til eftir að hafa lesið hana.22. Finnst þér mikil pressa að vera búin að kaupa allt og eiga allt? Jaaaaa, svona já og nei. Menningin hérna úti er svo rosalega kaupdrifin og barneigna „businessinn“ er risastór þannig að auðvitað er brjálað mikið af auglýsingum og greinum sem segja hvað maður „verður“ að kaupa og svona. En við erum bara að halda þessu frekar minimalísku og erum ekkert að stressa okkur. Svo erum við mjög hlynnt því að fá notað frá vinum og fjölskyldu til að minnka neysluna. Það er svo mikið af barnavörum sem eru notaðar í stuttan tíma og svo bara hent sem er svo sorglegt.23. Finnst þér óþægilegt þegar fólk snertir á þér kúluna? Alls ekki ef það er einhver sem ég þekki og þykir vænt um. En jú þegar það er einhver sem er ekki náinn manni og SPYR EKKI EINU SINNI UM LEYFI! Vil ekki sjá einhverja ókunna orku nálægt minni bumbu takk fyrir. Var í litlu partíi um daginn og einhver gaur sem að kynnti sig ekki einu sinni ætlaði bara að fá að snerta bumbuna og bíða eftir því að finna spark. WHAT?24. Ertu í einhverjum bumbuhóp? Nei, ég er ekki í neinum bumbuhóp. Það er alltaf einhver random manneskja, eins og konur í ræktinni sem þekkja mig ekkert, að reyna að koma mér á stefnumót með öðrum ókunnugum óléttum konum, mér finnst það eitthvað skrítið. Haha!!25. Hefur runnið á þig eitthvað matar-æði? Oh fólk verður svo drullu vonsvikið þegar ég segi nei. En Nei.Aðsend mynd26. Ertu búin að finna fyrir einhverjum óléttueinkennum? Já, sýnist ég vera komin með góða bumbu allavega. Svo vill kærastinn minn meina að ég sé gjörsamlega minnislaus stundum. En við erum bara sammála um að vera ósammála um það.27. Finnst þér eitthvað vanta í umræðuna, fræðslu fyrir ófrískar konur? Það ætti að gefa Ina May’s Guide to Childbirth með fyrstu sónarmyndunum!28. Hvenær er settur dagur? Er búin að heyra frá svo mörgum vinkonum sem ég þekki og hafa átt börn hvað það er pirrandi að svara hringingum og sms-um frá fólki að spyrja spennt hvort barnið sé komið bara um leið og settur dagur er liðinn. Eins og maður sé ekki nógu spenntur og tilbúinn að hitta þetta kríli sjálfur. Þannig að ég ætla að segja bara einhverntíman í nóvember.Makamál óska Sigrúnu og Sonny innilega til hamingju með litla bumbubúann og góðs gengis á lokasprettinum. Móðurmál Tengdar fréttir Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15 Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sigrún Eva fyrirsæta, býr í Brooklyn, New York með kærasta sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Í dag starfar hún sem fyrirsæta hjá Women management og á að baki farsælan feril þrátt fyrir ungan aldur. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk, ung fyrirsæta í New York borg. Sigrún er fjórði viðmælandinn í liðnum Móðurmál þar sem konur deila reynslu sinni af meðgöngu, fæðingu og því að vera nýbökuð móðir.1. Nafn?Sigrún Eva Jónsdóttir.2. Aldur?28 ára gömul.3. Starf?Fyrirsæta.4. Númer hvað er þessi meðganga?Mín fyrsta.5. Hvað ertu komin langt?31 viku.6. Hvernig uppgötvaðir þú að þú værir ófrísk?Það var frekar fyndið því ég var búin að vera að nota svona app sem að skráir og fylgist með tíðahringnum og lætur mann vita hvenær maður er frjór og hvenær ekki. Ég eyddi því svona mánuði áður hugsandi bara: „Æh þetta er meira svona fyrir konur sem eru að reyna eignast börn kannski!“ Svo fimm vikum seinna. Boom! Þetta var semsagt ekki planað, EN við tókum þessu bara fagnandi eftir fyrsta sjokkið.Aðsend mynd7. Hvernig voru fyrstu tólf vikurnar? Fyrstu tólf vikurnar fóru bara svolítið í það að takast á við breytingarnar sem yrðu framundan. Mig langaði alltaf að verða mamma en bara þegar ég væri „reddí“. Ég get einhvern veginn ekki ímyndað mér að einn daginn myndi ég segja: „OK, ég er tilbúin í þetta, lets go!“ Þannig að ég er eiginlega bara glöð að þetta gerðist svona. Svo var ég bara drulluhress og með enga ógleði!8. Hvenær og hvernig tilkynntuð þið meðgönguna? Ég held að ég hafi sagt nánustu vinunum og fjölskyldu mjög snemma og restinni svona smátt og smátt. Ég elskaði að segja fólki frá, svo mikil gleði! En ég fór ekki með þetta á samfélagsmiðla fyrr en um 20 vikur.9. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið mjög snemma. Eina skoðunin sem ég fór í hérna úti var tólf vikna skoðun og þau buðu upp á blóðprufu sem að gefur upp kynið. Mér fannst mjög þægilegt að fá að vita kynið, það leyfði okkur að tengja aðeins betur. Þetta var eitthvað svo óraunverulegt fyrstu vikurnar þegar maður finnur eiginlega ekki fyrir neinu.10. Ákváðuð þið að tilkynna kynið með einhverjum hætti? (Gender revealing)?Hah! Við gátum klárlega ekki haldið kjafti, sögðum öllum bara strax og þau spurðu. „Vitiði ky…JÁ ÞAERSTELPA!“ Hinsvegar er mjög fyndið hvað ALLIR héldu/halda að þetta sé strákur. Fólk útí búð stoppar mig og óskar mér til hamingju með strákinn, mjög skrítið. Þannig að við erum með strákanafn (til vara) ef að vísindin klikka og allir hinir eru ofurnæmir.11. Ertu að nota eitthvað meðgönguapp? Já, er með eitt sem heitir Ovia. Finnst best við það að geta haldið utan um hvernig manni líður, þyngd og þessháttar. Svo er alltaf pínu sætt að fá ávöxt eða grænmeti í hverri viku sem að barninu er líkt við stærðarlega séð. Við erum á stærð við Romain kálhaus núna! Annars finnst mér eins og þessi öpp stikli oft á stóru með almennar upplýsingar og svona. Maður er alltaf að klikka á einhverja grein um ákveðin efni og fær varla meira útúr því en það sem stendur í fyrirsögninni. Aðsend mynd12. Hver er algengasta spurningin sem þú færð frá fólki? Ertu með einhver skrítin matar-cravings? Og ertu þá ennþá vegan?13. Hvernig finnst þér þjónustan vera í heilbrigðiskerfinu við ófrískar konur? Ég er búin að vera í pínu púsluspili þar sem að ég er erlendis þangað til í enda september. Þannig ég er búin að missa af nokkrum tjékkum. Seinasta skoðunin mín var 20 vikna og ég er búin að vera í sambandi við ljósmóður heima alla meðgönguna sem er frábær. Ég fíla hvað það er ekkert verið að flækja þetta frekar en þarf og leyfa meðgöngunni svolítið bara að hafa sinn gang. Hérna úti er þetta svo allt öðruvísi. Þetta er svo mikill peninga business. Maður finnur það alveg að kerfið er ekki með mann í fyrsta sæti heldur frekar tekjurnar, þannig að ég get ímyndað mér hvað það getur verið streituvaldandi fyrir suma. Ég ætlaði til dæmis að gamni að sjá hvort ég gæti farið í einn sónar svona í millitíðinni áður en ég kæmi heim, en nei, það er nánast bara skellt á mann ef þú ert ekki að fara koma aftur til þeirra og ekki með skráðan lækni fyrir. Ok KÚL!14. Ertu í einhverri sérhæfðri líkamsrækt fyrir ófrískar konur? Nei ekki hingað til. Er búin að halda mig við mína rútínu sem eru tímar sem kallast SLT hérna úti. Þetta er einhver svona pilates á sterum tími sem er smá búið að bæta upp missinn fyrir fótboltaútrásina. Prófaði tvo meðgöngujóga tíma hérna úti sem að voru bara einhverjar teygjur. Get gert það heima hjá mér, takk fyrir. Hinsvegar er ég MJÖG spennt að koma heim í lokasprettinn og fara í meðgöngujóga og synda. Ahhhh!15. Hvað finnst þér erfiðast við að vera ófrísk? Það er klárlega mikil breyting að vera ófrísk og sérstaklega í New York borg. Hér er ég mjög ung til að vera að stofna fjölskyldu miðað við alla aðra og ég þekki bara eina vinkonu sem er á sama stað. Maður finnur alveg mikið fyrir félagslegri breytingu og ég held að fólk viti ekki alveg hvernig á að „díla“ við ófríska manneskju, sem er pínu steikt. En svona líkamlega séð þá var erfitt að þurfa að hætta spila fótbolta og hjóla í borginni sem er uppáhaldið mitt, sérstaklega á sumrin.Aðsend mynd16. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera ófrísk? Ég elska að vera ófrísk! Það er geggjað að fara í gegnum þessar breytingar, ég var svo spennt að fá bumbu. Svo að finna fyrir þessari baun veltast um þarna inni er svo yndislegt og róandi. Svo hafa allir draumarnir mínir verið rosalega fallegir og skýrir. Og núna býður fólk mér sætið sitt í lestinni. Mjög góður kostur sem ég nýti mér óspart. Labba inn í lestina og tek mjög dramatískt utan um bumbuna með leitandi augnaráði.17. Hvernig leggst fæðingin í þig? Fæðingin leggst bara mjög vel í mig. Mér finnst ég vera með góða blöndu af hugarró og íþróttamannseðli. Er líka svo þakklát fyrir manninn minn og ég veit að hann á eftir að vera frábær stuðningur í gegnum þetta.18. Hvernig ertu að takast á við líkamlegar breytingar? Ég held bara vel, svona yfir höfuð. Eina sem ég kvarta undan er einstaka fótapirringur og brjóstsviði. Svo líður manni reyndar eins og hvali í rúminu að reyna að finna stellingu til að sofa í þessa dagana, haha! Ég á mjög erfitt með að sætta mig við að geta ekki sofið á bakinu eða maganum.19. Hvernig gengur að finna föt sem passa, hefur þú þurft að kaupa þér meðgöngufatnað? Úff! Sumarið bjargaði þessu svolítið þar sem að ég gat bara verið í kjólum og ef ekki, var það bara fataskápur kærasta míns. Ég keypti mér nokkrar flíkur núna um daginn til að vera ekki alveg í skralli en reyndi að hafa það lítið. Þoli ekki að kaupa eitthvað sem maður notar svona stutt.20. Eruð þið búin að ákveða nafn? Já loksins! Djöfull er erfitt að finna nafn á einhvern sem maður þekkir ekkert! Svo var líka mjög erfitt að reyna að finna nafn sem að þarf að virka fyrir þrjú tungumál.Aðsend mynd21. Ætlið þið á foreldra- eða fæðingarnámskeið? Ekki enn. Vorum að spá í að fara á brjóstagjafarnámskeið og langar til að ná fæðingarnámskeiði líka. Er búin að lesa mig mikið til en bókin Ina May’s Guide to Childbirth er án djóks eina bókin sem ég þarf að minnsta kosti fyrir fæðinguna, hlakka bara til eftir að hafa lesið hana.22. Finnst þér mikil pressa að vera búin að kaupa allt og eiga allt? Jaaaaa, svona já og nei. Menningin hérna úti er svo rosalega kaupdrifin og barneigna „businessinn“ er risastór þannig að auðvitað er brjálað mikið af auglýsingum og greinum sem segja hvað maður „verður“ að kaupa og svona. En við erum bara að halda þessu frekar minimalísku og erum ekkert að stressa okkur. Svo erum við mjög hlynnt því að fá notað frá vinum og fjölskyldu til að minnka neysluna. Það er svo mikið af barnavörum sem eru notaðar í stuttan tíma og svo bara hent sem er svo sorglegt.23. Finnst þér óþægilegt þegar fólk snertir á þér kúluna? Alls ekki ef það er einhver sem ég þekki og þykir vænt um. En jú þegar það er einhver sem er ekki náinn manni og SPYR EKKI EINU SINNI UM LEYFI! Vil ekki sjá einhverja ókunna orku nálægt minni bumbu takk fyrir. Var í litlu partíi um daginn og einhver gaur sem að kynnti sig ekki einu sinni ætlaði bara að fá að snerta bumbuna og bíða eftir því að finna spark. WHAT?24. Ertu í einhverjum bumbuhóp? Nei, ég er ekki í neinum bumbuhóp. Það er alltaf einhver random manneskja, eins og konur í ræktinni sem þekkja mig ekkert, að reyna að koma mér á stefnumót með öðrum ókunnugum óléttum konum, mér finnst það eitthvað skrítið. Haha!!25. Hefur runnið á þig eitthvað matar-æði? Oh fólk verður svo drullu vonsvikið þegar ég segi nei. En Nei.Aðsend mynd26. Ertu búin að finna fyrir einhverjum óléttueinkennum? Já, sýnist ég vera komin með góða bumbu allavega. Svo vill kærastinn minn meina að ég sé gjörsamlega minnislaus stundum. En við erum bara sammála um að vera ósammála um það.27. Finnst þér eitthvað vanta í umræðuna, fræðslu fyrir ófrískar konur? Það ætti að gefa Ina May’s Guide to Childbirth með fyrstu sónarmyndunum!28. Hvenær er settur dagur? Er búin að heyra frá svo mörgum vinkonum sem ég þekki og hafa átt börn hvað það er pirrandi að svara hringingum og sms-um frá fólki að spyrja spennt hvort barnið sé komið bara um leið og settur dagur er liðinn. Eins og maður sé ekki nógu spenntur og tilbúinn að hitta þetta kríli sjálfur. Þannig að ég ætla að segja bara einhverntíman í nóvember.Makamál óska Sigrúnu og Sonny innilega til hamingju með litla bumbubúann og góðs gengis á lokasprettinum.
Móðurmál Tengdar fréttir Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15 Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15
Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15
Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30