Handbolti

Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki

Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar
Patrekur líflegur í kvöld.
Patrekur líflegur í kvöld. vísir/bára
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var stoltur af sínum drengjum að sækja tvö stig í Origo-höllina í kvöld er Selfoss vann sigur gegn Val, 27-26.

„Þetta var hörkuleikur. Mér fannst bæði lið bara hrikalega flott í dag,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi í leikslok augljóslega ánægður með sigurinn.

„Auðvitað erum við ánægðir með að hafa unnið leikinn. Þetta var tæpt hann (Ásgeir Snær) skýtur í stöngina undir restina svo þa ðvar ekki mikið á milli. Ég er bara ánægður með að koma hingað og vinna Valsmenn, það er eitthvað sem er sérstakt.“

Þessi sömu lið mættust á dögunum í Coca-Cola bikarnum en Valsmenn unnu þá leik liðanna á Selfossi.

„Við erum svekktir að hafa ekki komist áfram í bikarnum við vildum það. Núna er það bara deildin og ég lagði það þannig upp að ef við ætlum að vera að berjast á toppnum með liðunum sem eru þar FH, Haukar og Valur þá þyrftum við að vinna þennan leik annars hefði þetta orðið heldur erfitt en ekkert ómögulegt.“

„Valsararnir voru líka góðir. Þeir spiluðu fastann bolta og við leystum það vel í seinni hálfleik með Nökkva því Árni er ekkert kominn í nógu gott stand.“

Pawel átti ágætis innkomu í markið hjá Selfyssingum í kvöld en markvarslan hefur ekki verið uppi á marga fiska hjá Selfyssingum í vetur. Patti er ekki alveg sammála því.

„Pawel hefur alveg dottið inná ágætis leiki. Það er bara tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki,“ sagði hann að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×