Íslenski boltinn

Sjáðu stórkostlegt mark Hólmfríðar og fyrsta mark Þóru í meistaraflokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfyssingar fagna eftir leik.
Selfyssingar fagna eftir leik. vísir/daníel
Selfoss vann sinn fyrsta stóra titil í fótbolta þegar liðið bar sigurorð af KR, 2-1, í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Þóra Jónsdóttir skoraði sigurmark Selfyssinga á 102. mínútu. Hún kom inn á sem varamaður skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma.

Þetta var fyrsta mark Þóru í meistaraflokki. Hún valdi sannarlega rétta tímann til að skora það.

KR náði forystunni þegar Gloria Douglas skoraði laglegt mark á 17. mínútu.

Þegar níu mínútur voru til hálfleiks missti Þórunn Helga Jónsdóttir, fyrirliði KR, boltann á miðjum vellinum. 

Hólmfríður Magnúsdóttir tók boltann og brunaði í átt að marki KR. Hún lék á tvo varnarmenn KR-inga og skoraði svo með skoti í slá og inn.

Mörkin úr leiknum í lýsingu Guðmundar Benediktssonar má sjá hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×