Vegan í CrossFit Vera Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 15:00 Árni Björn er í þrælgóðu formi og setur markið hátt. Hann gerðist vegan árið 2017. Það tók hann smá tíma að finna út úr því hvernig hann gæti tryggt nægan kaloríufjölda í takt við stífar æfingar en hann komst þó fljótlega á rétta sporið. mynd/stefán Árni Björn Kristjánsson byrjaði að æfa CrossFit haustið 2009. Hann æfði og keppti í tennis sem barn en eftir að hann lagði tennisspaðann á hilluna var hann í nokkur ár að finna út úr því hvað gæti tekið við. „Ég var orðinn ansi þungur og prófaði CrossFit í þeim tilgangi að léttast,“ segir Árni Björn sem náði fljótt góðum árangri og keppti á sínum fyrstu heimsleikum tveimur árum síðar, eða árið 2011. Hann hefur síðan farið tvisvar til viðbótar á heimsleika og í öll skiptin keppt í liðakeppni. Í dag er hann stöðvarstjóri og einn af meðeigendum CrossFit XY í Garðabæ og stefnir á heimsleikana í einstaklingskeppni. „Ég stefni á Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana. Á þá komast aðeins 40-50 manns á heimsvísu svo samkeppnin er hörð.“ Árni Björn æfir tvisvar á dag fimm daga vikunnar og borðar 3.500-4.000 kaloríur. Ekkert af því sem hann borðar er úr dýraríkinu. Mynd/Stefán Vigtar matinn Árni Björn gerðist vegan árið 2017 og kemur það að hans sögn mörgum á óvart enda ekki endilega samasemmerki á milli þess og stífrar CrossFit-iðkunar í hugum fólks. Aðspurður segir hann mataræðið hins vegar ekki koma að sök nema síður sé og er hann í þrælgóðu formi. „Þetta snýst bara um að vita hvað maður er að gera. Til að byrja með var ég ekki alveg með það á hreinu og rak mig aðeins á. Ég var hreinlega ekki að borða nóg miðað við hversu mikið ég æfi og léttist meira en ég kærði mig um. Þá brá ég á það ráð að fylgjast betur með. Ég hafði áður prófað að vigta matinn minn í þeim tilgangi að léttast en tók upp á því aftur til þess að sjá til þess að ég fengi örugglega nóg,“ útskýrir Árni Björn, sem hefur síðan haldið sér í þeirri þyngd sem hann vill vera í. Hann fylgir ákveðinni formúlu sem tekur mið af orkuþörf hans yfir daginn en hún fer eftir því hversu mikið hann æfir. „Ég æfi tvisvar á dag fimm sinnum í viku og miðað við það þarf ég að innbyrða um 3.500-4.000 kaloríur á dag.“ Árni Björn passar upp á að hafa gott jafnvægi á milli kolvetna, próteins og fitu og leggur ríka áherslu á grænmeti, ávexti, baunir og aðra próteingjafa eins og seitan, tófú og oumph. Árni Björn æfir nú fyrir Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana í CrossFit.Mynd/Stefán „Morgunmaturinn samanstendur yfirleitt af hafragraut, hnetusmjöri, banönum og próteindrykk. Í hádeginu fæ ég mér svo til dæmis hrísgrjón eða sætar kartöflur ásamt einhverjum af ofangreindum próteingjöfum. Í millimál borða ég mikið af grænmeti og ávöxtum og er til að mynda duglegur að japla á gulrótum, paprikum og gúrkum. Á kvöldin eldum við fjölskyldan svo venjulegan heimilismat án dýraafurða og er af nægu að taka. Við kaupum yfirleitt inn í Krónunni en þar er mikið og gott veganúrval. Það er því alltaf veisla hjá okkur,“ segir hann og hlær. Fylgdi fordæmi konunnar Eiginkona Árna Björns, Guðrún Ósk Maríasdóttir, kom honum á vegan-bragðið. „Hún gerðist vegan ári á undan mér. Hún er matvælafræðingur að mennt en í gegnum námið komst hún að raun um hvernig framleiðsla dýraafurða fer fram. Í stuttu máli er það ekki sérlega huggulegur iðnaður og varð hún í kjölfarið afhuga dýraáti. Þetta er að miklu leyti falinn iðnaður og það er engin tilviljun. Þetta er eitthvað sem fólk kærir sig ekki um að sjá,“ segir Árni Björn og eru þau hjónin því fyrst og fremst vegan af siðferðislegum ástæðum. „Það er það sem knýr okkur áfram.“ Fáir vegan í CrossFit Aðspurður segist Árni Björn ekki vita um marga CrossFit-iðkendur sem eru vegan, hvorki hér heima né erlendis. „Það kemur mér í raun svolítið á óvart því þetta er að verða sífellt algengara hjá íþróttafólki í hinum ýmsu greinum og kemur alls ekki að sök.“ Ofurgrautur Uppskrift að dæmigerðum morgunmat Árna Björns: 70 g hafrar 15 g hnetusmjör 100 g af banana 40 g hindberjasulta 50 g af vegan próteini (ég nota Bulkpowders sem fæst í Hreysti) Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Heilsa Morgunmatur Uppskriftir Vegan Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Árni Björn Kristjánsson byrjaði að æfa CrossFit haustið 2009. Hann æfði og keppti í tennis sem barn en eftir að hann lagði tennisspaðann á hilluna var hann í nokkur ár að finna út úr því hvað gæti tekið við. „Ég var orðinn ansi þungur og prófaði CrossFit í þeim tilgangi að léttast,“ segir Árni Björn sem náði fljótt góðum árangri og keppti á sínum fyrstu heimsleikum tveimur árum síðar, eða árið 2011. Hann hefur síðan farið tvisvar til viðbótar á heimsleika og í öll skiptin keppt í liðakeppni. Í dag er hann stöðvarstjóri og einn af meðeigendum CrossFit XY í Garðabæ og stefnir á heimsleikana í einstaklingskeppni. „Ég stefni á Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana. Á þá komast aðeins 40-50 manns á heimsvísu svo samkeppnin er hörð.“ Árni Björn æfir tvisvar á dag fimm daga vikunnar og borðar 3.500-4.000 kaloríur. Ekkert af því sem hann borðar er úr dýraríkinu. Mynd/Stefán Vigtar matinn Árni Björn gerðist vegan árið 2017 og kemur það að hans sögn mörgum á óvart enda ekki endilega samasemmerki á milli þess og stífrar CrossFit-iðkunar í hugum fólks. Aðspurður segir hann mataræðið hins vegar ekki koma að sök nema síður sé og er hann í þrælgóðu formi. „Þetta snýst bara um að vita hvað maður er að gera. Til að byrja með var ég ekki alveg með það á hreinu og rak mig aðeins á. Ég var hreinlega ekki að borða nóg miðað við hversu mikið ég æfi og léttist meira en ég kærði mig um. Þá brá ég á það ráð að fylgjast betur með. Ég hafði áður prófað að vigta matinn minn í þeim tilgangi að léttast en tók upp á því aftur til þess að sjá til þess að ég fengi örugglega nóg,“ útskýrir Árni Björn, sem hefur síðan haldið sér í þeirri þyngd sem hann vill vera í. Hann fylgir ákveðinni formúlu sem tekur mið af orkuþörf hans yfir daginn en hún fer eftir því hversu mikið hann æfir. „Ég æfi tvisvar á dag fimm sinnum í viku og miðað við það þarf ég að innbyrða um 3.500-4.000 kaloríur á dag.“ Árni Björn passar upp á að hafa gott jafnvægi á milli kolvetna, próteins og fitu og leggur ríka áherslu á grænmeti, ávexti, baunir og aðra próteingjafa eins og seitan, tófú og oumph. Árni Björn æfir nú fyrir Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana í CrossFit.Mynd/Stefán „Morgunmaturinn samanstendur yfirleitt af hafragraut, hnetusmjöri, banönum og próteindrykk. Í hádeginu fæ ég mér svo til dæmis hrísgrjón eða sætar kartöflur ásamt einhverjum af ofangreindum próteingjöfum. Í millimál borða ég mikið af grænmeti og ávöxtum og er til að mynda duglegur að japla á gulrótum, paprikum og gúrkum. Á kvöldin eldum við fjölskyldan svo venjulegan heimilismat án dýraafurða og er af nægu að taka. Við kaupum yfirleitt inn í Krónunni en þar er mikið og gott veganúrval. Það er því alltaf veisla hjá okkur,“ segir hann og hlær. Fylgdi fordæmi konunnar Eiginkona Árna Björns, Guðrún Ósk Maríasdóttir, kom honum á vegan-bragðið. „Hún gerðist vegan ári á undan mér. Hún er matvælafræðingur að mennt en í gegnum námið komst hún að raun um hvernig framleiðsla dýraafurða fer fram. Í stuttu máli er það ekki sérlega huggulegur iðnaður og varð hún í kjölfarið afhuga dýraáti. Þetta er að miklu leyti falinn iðnaður og það er engin tilviljun. Þetta er eitthvað sem fólk kærir sig ekki um að sjá,“ segir Árni Björn og eru þau hjónin því fyrst og fremst vegan af siðferðislegum ástæðum. „Það er það sem knýr okkur áfram.“ Fáir vegan í CrossFit Aðspurður segist Árni Björn ekki vita um marga CrossFit-iðkendur sem eru vegan, hvorki hér heima né erlendis. „Það kemur mér í raun svolítið á óvart því þetta er að verða sífellt algengara hjá íþróttafólki í hinum ýmsu greinum og kemur alls ekki að sök.“ Ofurgrautur Uppskrift að dæmigerðum morgunmat Árna Björns: 70 g hafrar 15 g hnetusmjör 100 g af banana 40 g hindberjasulta 50 g af vegan próteini (ég nota Bulkpowders sem fæst í Hreysti)
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Heilsa Morgunmatur Uppskriftir Vegan Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira