Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 22:51 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Vísir/vilhelm Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði Sjá meira
Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði Sjá meira
WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00
Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03
Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21