Halldór Jóhann: Of gott tækifæri til þess að hafna Anton Ingi Leifsson skrifar 28. febrúar 2019 19:45 Halldór Jóhann Sigfússon lætur af stöfum sem þjálfari FH í Olís-deild karla eftir tímabilið en hann hefur stýrt liðinu í fimm keppnistímabil. „Ég er búinn að eiga frábær fimm ár í Krikanum. Auðvitað er sá tími ekki liðinn en þetta hefur verið mjög ánægjulegt. Ég hef þroskast mikið á þessum fimm árum,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson. Halldór mun stýra yngri landsliðum Barein en einnig verður hann aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu. „Mér fannst, þegar ég fór að skoða þetta betur, að þetta væri of gott tækifæri til þess að hafna. Mér fannst þetta rétt skref á þessum tímapunkti,“ en Halldór hafnaði tilboði frá B-deildarliðinu Huttenberg í Þýskalandi. „Ég átti mjög ánægjulegt samskipti við þá og það var mjög freistandi að fara þangað og skapa sér ákveðið nafn í Þýskalandi og taka þann slag.“ „Það var alltaf vitað að ég myndi fara einn út fyrsta árið og ekki með fjölskylduna. Þetta var óhagstætt miðað við skóla og þess háttar og svo líka fjárhagslega. Þetta var dapurt tilboð og gerði mér auðveldara fyrir að hafna því.“ FH á enn möguleika á þremur titlum; deildarmeistaratitlinum, bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Halldór vill kveðja Hafnarfjarðarliðið með bikar. „Það vilja öll liðin vinna allt sem er í boði. Við erum í mikilli baráttu í þrjú önnur lið í deildinni og þau vilja öll vinna líka. Ég verð að hugsa um mitt starf og sinna því sem best.“ „Við erum að fara í mjög erfiðan leik á Selfossi. Það er toppslagur og það verður gaman að fara og etja kappi við þá. Síðan kemur bikarhelgin og það er bara ný keppni.“ „Það er gríðarlega erfitt verkefni þar gegn ÍR og til þess að verða bikarmeistari þarftu að vinna öll liðin í þeirri keppni. Það er einföld formúla en afar erfið. Við viljum vera keppa á öllum vígstöðvum og þess vegna er maður í þessu. Það heldur manni á tánum.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00 Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon lætur af stöfum sem þjálfari FH í Olís-deild karla eftir tímabilið en hann hefur stýrt liðinu í fimm keppnistímabil. „Ég er búinn að eiga frábær fimm ár í Krikanum. Auðvitað er sá tími ekki liðinn en þetta hefur verið mjög ánægjulegt. Ég hef þroskast mikið á þessum fimm árum,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson. Halldór mun stýra yngri landsliðum Barein en einnig verður hann aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu. „Mér fannst, þegar ég fór að skoða þetta betur, að þetta væri of gott tækifæri til þess að hafna. Mér fannst þetta rétt skref á þessum tímapunkti,“ en Halldór hafnaði tilboði frá B-deildarliðinu Huttenberg í Þýskalandi. „Ég átti mjög ánægjulegt samskipti við þá og það var mjög freistandi að fara þangað og skapa sér ákveðið nafn í Þýskalandi og taka þann slag.“ „Það var alltaf vitað að ég myndi fara einn út fyrsta árið og ekki með fjölskylduna. Þetta var óhagstætt miðað við skóla og þess háttar og svo líka fjárhagslega. Þetta var dapurt tilboð og gerði mér auðveldara fyrir að hafna því.“ FH á enn möguleika á þremur titlum; deildarmeistaratitlinum, bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Halldór vill kveðja Hafnarfjarðarliðið með bikar. „Það vilja öll liðin vinna allt sem er í boði. Við erum í mikilli baráttu í þrjú önnur lið í deildinni og þau vilja öll vinna líka. Ég verð að hugsa um mitt starf og sinna því sem best.“ „Við erum að fara í mjög erfiðan leik á Selfossi. Það er toppslagur og það verður gaman að fara og etja kappi við þá. Síðan kemur bikarhelgin og það er bara ný keppni.“ „Það er gríðarlega erfitt verkefni þar gegn ÍR og til þess að verða bikarmeistari þarftu að vinna öll liðin í þeirri keppni. Það er einföld formúla en afar erfið. Við viljum vera keppa á öllum vígstöðvum og þess vegna er maður í þessu. Það heldur manni á tánum.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00 Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00
Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25
Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41