Fordómar fordæmdir Davíð Þorláksson skrifar 11. september 2019 07:00 Þjóðernisfélagshyggjumenn eru að reyna að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þeir hafa opnað vef, mætt á fjölfarna staði og gengið í hús til að breiða út boðskap sinn um andúð gegn útlendingum. Þessir hópar hafa ekki verið áberandi hér á landi hingað til en það er áhyggjuefni ef þeir ná sömu fótfestu hér og í mörgum nágrannalöndum okkar. Innflytjendur auðga menningu okkar og örva efnahagslífið. Það er mikilvægt að gera greinarmun á skoðunum og fordómum. Fordómar eru ekki skoðanir heldur lífssýn sem fólk þróar með sér til dæmis vegna vanþekkingar, ótta við hið óþekkta eða óánægju með hlutskipti sitt í lífinu. Það er því í sjálfu sér engin þörf á því að sýna fordómum sömu virðingu og fólki sem hefur bara aðrar skoðanir en maður sjálfur og fordómar þurfa því ekki endilega að njóta jafn ríkrar verndar á grundvelli skoðanafrelsis. Sumir hafa keppst við að fordæma þetta fólk á samfélagsmiðlum með upphrópunum. Það er auðvitað alltaf freistandi að koma því á framfæri að maður sé betri en einhverjir aðrir. Ég efast hins vegar um að það sé mjög líklegt til árangurs. Fólk er ekki líklegt til að skipta um skoðun eða sýn á lífið við það að vera uppnefnt eða að öskrað sé á það. Eins erfitt og það kann að vera þá er nauðsynlegt að hlusta á þetta fólk og ræða við það af yfirvegun og á jafningjagrundvelli. Fræðsla og aukin þekking á öðrum menningarheimum er lykillinn að því að berjast gegn fordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun
Þjóðernisfélagshyggjumenn eru að reyna að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þeir hafa opnað vef, mætt á fjölfarna staði og gengið í hús til að breiða út boðskap sinn um andúð gegn útlendingum. Þessir hópar hafa ekki verið áberandi hér á landi hingað til en það er áhyggjuefni ef þeir ná sömu fótfestu hér og í mörgum nágrannalöndum okkar. Innflytjendur auðga menningu okkar og örva efnahagslífið. Það er mikilvægt að gera greinarmun á skoðunum og fordómum. Fordómar eru ekki skoðanir heldur lífssýn sem fólk þróar með sér til dæmis vegna vanþekkingar, ótta við hið óþekkta eða óánægju með hlutskipti sitt í lífinu. Það er því í sjálfu sér engin þörf á því að sýna fordómum sömu virðingu og fólki sem hefur bara aðrar skoðanir en maður sjálfur og fordómar þurfa því ekki endilega að njóta jafn ríkrar verndar á grundvelli skoðanafrelsis. Sumir hafa keppst við að fordæma þetta fólk á samfélagsmiðlum með upphrópunum. Það er auðvitað alltaf freistandi að koma því á framfæri að maður sé betri en einhverjir aðrir. Ég efast hins vegar um að það sé mjög líklegt til árangurs. Fólk er ekki líklegt til að skipta um skoðun eða sýn á lífið við það að vera uppnefnt eða að öskrað sé á það. Eins erfitt og það kann að vera þá er nauðsynlegt að hlusta á þetta fólk og ræða við það af yfirvegun og á jafningjagrundvelli. Fræðsla og aukin þekking á öðrum menningarheimum er lykillinn að því að berjast gegn fordómum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun