Lífið

Fönguðu Strokk og Gullfoss í „Slow Mo“

Samúel Karl Ólason skrifar
Strokkur gýs með tilþrifum.
Strokkur gýs með tilþrifum.
Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube heimsóttu Ísland í fyrra til að fanga íslenska náttúru með háhraðamyndavélum, eins og þeim einum er lagið. Hvert sem þeir fara taka þeir myndavélar með sér og í þetta sinn fengu þeir þá Jón H. Arnarson og Arnar Þór Þórsson og stærðarinnar dróna þeirra með sér í lið.

Fyrst kíktu strákarnir á Strokk í Haukadal og náðu nokkrum frábærum skotum af goshvernum. Í einu skotinu tókst þeim næstum því að eyðileggja drónann og myndavélina, sem hékk á honum.

Því næst fóru þeir að Gullfossi til að fanga fossinn í allri sinni dýrð. Þá er nokkuð skemmtilegt að fylgjast með Dan reyna að segja Gullfoss.

Íslandsheimsókn Slow Mo Guys var sýnd í fyrsta þætti Planet Slow Mo, sem unnir eru með Youtube. Þeir Gavin og Dan munu birta fleiri slíka þætti á næstunni, þar sem þeir ferðuðust um heiminn með háhraðamyndavélar sínar.


Tengdar fréttir

Sprengdu upp nöfnin sín í „Slow mo“

Strákarnir í Slow mo guys taka sig reglulega til og bralla eitthvað. Yfirleitt má sjá akraksturinn á YouTube-síðu drengjanna og á því er engin undantekning nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.