Segir það eina rétta að breyta klukkunni Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2019 12:30 Erla Björnsdóttir var sjálf í starfshópnum um seinkun klukkunnar. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10
Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00
Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59
Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00