20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2019 09:00 Ytri og Eystri Rangá eru að komast í gang. Mynd úr safni Eystri Rangá og Urriðafoss eru búin að gefa mestu veiðina á þessu tímabili en það er nóg eftir af tímabilinu og margir þættir í óvissu. Blanda til að mynda hefur oft farið hægt af stað og átt frábæra spretti um miðjan júlí og haldið dampi og gott betur út tímabilið, það má nefna sumarið 2015 þegar Blanda fór ekki í gang fyrr en um miðjan júlí. Ytri Rangá fór líka seint af stað það ár og 96 laxar sem voru komnir í bók við samantekt á miðvikudaginn í síðustu viku segja ekkert til um framhaldið í henni. Á góðum smálaxaárum getur gangan oftar en ekki byrjað frekar seint og það er engin leið að spá fyrir umframhaldið þegar það er bara 7. júlí. Veiðimenn virðast alla vega í meiri mæli veðja á til dæmis Rangárnar fyrir sumarveiðina og þá sérstaklega þeir sem eru búnir að fara í vatnsleysið á vesturlandi. Veiðin í Eystri Rangá er á mjög góðu skriði en þar eru að veiðast 20-30 laxar á dag og það er að sögn veiðimanna mikið líf víða í ánni og það virðist vera töluvert af laxi að ganga. Það gæti farið að rigna um og ufir næstu helgi á vesturlandi og það hjálpar auðvitað mikið en það þarf mikið meira til að lyfta ánum upp í sæmilegt vatn. Þeir sem eiga bókuð leyfi í ánum í haust þegar fyrstu alvöru haustrigningarnar detta inn gætu lent í spennandi veiði. Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði
Eystri Rangá og Urriðafoss eru búin að gefa mestu veiðina á þessu tímabili en það er nóg eftir af tímabilinu og margir þættir í óvissu. Blanda til að mynda hefur oft farið hægt af stað og átt frábæra spretti um miðjan júlí og haldið dampi og gott betur út tímabilið, það má nefna sumarið 2015 þegar Blanda fór ekki í gang fyrr en um miðjan júlí. Ytri Rangá fór líka seint af stað það ár og 96 laxar sem voru komnir í bók við samantekt á miðvikudaginn í síðustu viku segja ekkert til um framhaldið í henni. Á góðum smálaxaárum getur gangan oftar en ekki byrjað frekar seint og það er engin leið að spá fyrir umframhaldið þegar það er bara 7. júlí. Veiðimenn virðast alla vega í meiri mæli veðja á til dæmis Rangárnar fyrir sumarveiðina og þá sérstaklega þeir sem eru búnir að fara í vatnsleysið á vesturlandi. Veiðin í Eystri Rangá er á mjög góðu skriði en þar eru að veiðast 20-30 laxar á dag og það er að sögn veiðimanna mikið líf víða í ánni og það virðist vera töluvert af laxi að ganga. Það gæti farið að rigna um og ufir næstu helgi á vesturlandi og það hjálpar auðvitað mikið en það þarf mikið meira til að lyfta ánum upp í sæmilegt vatn. Þeir sem eiga bókuð leyfi í ánum í haust þegar fyrstu alvöru haustrigningarnar detta inn gætu lent í spennandi veiði.
Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði