Lífið

Stiller stældi Cohen í SNL

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ben Stiller mætti sem Michael Cohen.
Ben Stiller mætti sem Michael Cohen. Mynd/Skjáskot.
Leikararnir Ben Stiller og Bill Hader mættu í grínþáttinn Saturday Night Live í Bandaríkjunum í gærkvöldi til þess að gera stólpagrín að sjö tíma löngum vitnisburði Michael Cohen á Bandaríkjaþingi í liðinnu viku.

Cohen er fyrrverandi lögfræðingur Donald Trump Bandaríkjaforseta en hann hefur hins vegar snúist gegn honum. Cohen fór afar hörðum orðum um Trump í beinni útsendingu og kallaði hann forsetann meðal annars svikahrapp og kynþáttahatara.

„Fyrir alla aðra forseta væri þetta vandræðalegasta stund lífs þeirra,“ sagði Kenan Thompson í hlutverki Elijah E. Cummings sem stýrði nefndarfundinum. „Fyrir Trump er þetta bara miðvikudagur.“

Ben Stiller var í hlutverki Cohen og tók meðal annars bút úr laginu Torn sem Natalie Imbruglia gerði frægt á síðustu öld.

Hader brá sér í hlutverk Jim Jordan þingmanns Repúblikana sem gagrýndi Cohen hvað mest á nefndarfundinum en atriði SNL má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Svona sér SNL samningaviðræður Trump við þingið fyrir sér

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur reynst grínþættinum Saturday Night Live endalaus uppspretta gríns á undanförnum árum. Engin breyting varð á því í fyrsta þætti ársins sem sýndur var í Bandaríkjunum á laugardaginn.

Robert de Niro mætti í SNL til að hrella syni Trump

Leikarar í bandaríska grínþættinum Saturday Night Live hafa gert óspart grín að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á undanförnum árum. Í þætti helgarinnar var spjótunum beint að sonum hans tveimur, Eric Trump og Donald Trump jr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×