Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 18:30 Jose Aldo hress á blaðamannafundi í vikunni. Vísir/Getty Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1. MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira