Það var enginn annar en meistarakokkurinn Friðrik fimmti sem reiddi fram veitingarnar, en óhætt er að segja að fiskisúpan, matreidd að hætti Dalvíkinga, hafi hitt beint í mark. Það var svo Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, sem sló inn Fiskidaginn litla, sem er fyrir löngu orðinn árviss viðburður í Mörkinni.
Dalvíkingurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson lét sig heldur ekki vanta og tók nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra líkt og sjá má í meðflylgjandi myndbandi úr kvöldfréttum Stöðvar 2.